Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201824
Á bifröst í borgarfirði starfrækja
hjónin James Einar becker og
Lara becker hönnunarfyrirtækið
Hrafn Art. Um er að ræða nýtt fyr-
irtæki sem varð til eftir að hjónin
fóru að taka að sér lítil hönnunar-
verkefni á síðasta ári. „Fyrirtækið
er nýstofnað, við vorum til dæm-
is bara að setja í loftið heimasíðu
fyrir þremur vikum síðan. Undan-
farið hálft ár eða rúmlega það höf-
um við tekið að okkur ýmis smærri
verkefni. Það var síðan þegar við
vorum að hanna útlitið fyrir ís-
gerðina Laufeyju að þetta fór að
vinda aðeins upp á sig. Þá sáum
við fram á að við gætum ef til vill
gert meira úr þessu. Síðan þá hafa
hin og þessi verkefni verið að detta
í hús, bæði hér í sveitinni og víð-
ar. Þetta er orðin ágætis aukabú-
grein,“ segir James í samtali við
Skessuhorn. Sjálfur er hann í fullu
starfi sem margmiðlunarhönnuður
hjá Háskólanum á bifröst og Lara
er í hálfu starfi á þróunar- og al-
þjóðasviði skólans.
Kynntust á Bifröst
James sleit barnsskónum suður
í biskupstungum en Lara er frá
Ungverjalandi. Hann hefur starfað
við Háskólann á bifröst undanfar-
in fjögur ár, en vann áður á mark-
aðsdeild hjá viðskiptaháskóla í Ár-
ósum. „Ég fékk heimþrá og kom
heim,“ segir hann og hlær við.
„Mig langaði að starfa áfram í há-
skólaumhverfi en sóttist eftir því
að vinna í litlum skóla þar sem ég
gæti haft áhrif en myndi ekki týn-
ast í fjöldanum,“ segir hann. Því
sótti hann um við Háskólann á bif-
röst og fékk starfið. Það var ein-
mitt þar sem leiðir hans og Löru
lágu saman. „Hún kom hingað
sem skiptinemi árið 2015 og það
liðu ekki margir dagar áður en við
vorum farin að hafa auga á hvort
öðru. Hún framlengdi skiptinám-
ið sitt og fór ekkert heim til Ung-
verjalands nema rétt til að klára
gráðuna sína. Svo kom hún strax
aftur til Íslands og við giftum okk-
ur seinasta vor. Það má eiginlega
segja að hún hafi komið sem skipti-
nemi og aldrei farið heim aftur,
enda kann hún vel við sig hérna,“
segir James ánægður. „Hún er orð-
in íslenskari en flestir aðrir aðrir
nema að einu leyti. Okkur finnst
veturinn of langur og myrkrið sem
honum fylgir leiðinlegt. En þar er
hún algjörlega á gagnstæðri skoð-
un. Henni finnst sumarið allt of
bjart og langt og vildi helst alltaf
hafa vetur. Þegar verið er að skapa
er ljósið ekki alltaf gott, henni
finnst best að dunda sér við kerta-
ljós í dimmu stúdíói um hávetur,“
segir hann léttur í bragði.
Skapandi fólk
Hjónin eru skapandi fólk og hefur
sköpunin lengi spilað stóra rullu í
þeirra lífi. „Ég er með bA próf í
margmiðlun og hönnun, hef bætt
við mig alls konar ljósmyndak-
úrsum og kvikmyndagerðarkúrs-
um með áherslu á samfélagsmiðla
og grafískri hönnun. Lara er með
bA próf í alþjóðlegri stjórnsýslu
frá Pázmány Péter Kaþólski há-
skólanum í búdapest en hefur ver-
ið teiknandi og málandi alla sína
tíð. Hún er eiginlega með með-
fædda hæfileika á því sviði. Ég er
grafíski hönnuðurinn sem kann
ekki að teikna en þar kemur kon-
an mín sterk inn og dregur mig að
landi þar sem ég get ekki bjargað
mér,“ segir James léttur í bragði.
„Til dæmis þegar við unnum að
Laufeyjarverkefninu þá hannaði
hún allt saman og ég setti það bara
upp. Hún sá um kreatífa hlutann
en ég þann praktíska,“ segir hann.
„Hún er meira skapandi en ég þeg-
ar kemur að þessum efnum, þó við
séum bæði frekar skapandi fólk.“
Fjölbreytt og
skemmtileg verkefni
Þegar þau leggja saman krafta sína
telur James þau vera fær í flest-
an sjó, en segir að líklega séu þau
sterkust í myndbandaframleiðslu,
hönnun og uppsetningu. Aðspurð-
ur um það helsta sem þau hafa á
prjónunum um þessar myndir seg-
ir James það vera kynningarefni
fyrir hundrað ára afmælishátíð Há-
skólans á bifröst. „Það vantaði að
hanna lógó fyrir afmælishátíðina.
Við vorum fengin til þess sem og
að hanna heildarútlit fyrir kynn-
ingarefni hátíðarinnar. Síðan erum
við að útbúa kynningarmyndband
fyrir lítið gistiheimili hér í borg-
arfirði sem heitir Milli vina,“ seg-
ir hann. „Það helsta sem við höf-
um gert fram til þessa eru umbúð-
ir fyrir Laufeyjarísinn, lógó fyr-
ir garðyrkjustöð á Suðurlandi og
lógó fyrir kúnna í Ungverjalandi.
Þetta eru svona smáverk hingað
og þangað,“ segir James og bætir
því við að verkefnin séu fjölbreytt.
„Þetta er af ýmsum toga og mjög
skemmtilegt. Einn daginn erum
við að hanna umbúðir fyrir litla ís-
gerð og þann næsta að fljúga dróna
yfir gistiheimili til að útbúa kynn-
ingarmyndband,“ segir hann. „Það
er gaman að dreyma um það sem
maður vinnur við á nóttunni og
geta unnið við það á daginn líka.“
Lítið og persónulegt
fyrirtæki
Aðspurður um framhaldið segir
James að þau ætli sér að sjá hvernig
þróunin verður. Hann á þó frekar
von á því að þau bæti við sig verk-
efnum. „Ég er íslenskur og konan
mín verður íslenskari með hverri
mínútunni þannig að 40 klukku-
stunda vinnuvika er ekkert nóg
fyrir hana lengur,“ segir hann létt-
ur í bragði. „En við höfum bæði
brennandi áhuga og mjög gam-
an af þessu og förum ekki út nema
með myndavél, teikniblokk og
dróna í farteskinu. Það er aldrei að
vita hvað maður rekur augun í og
getur nýtt sér,“ segir hann. „En við
viljum gjarnan vera lítið fyrirtæki
sem þjónustar sveitungana. Það er
urmull af litlum ferðaþjónustufyr-
irtækjum hér í sveitinni sem eiga
kannski ekki mikið markaðsefni
til að kynna sig. Okkar tilfinning
er sú að lítil fyrirtæki séu stund-
um smeyk við að hafa samband við
stórar markaðsstofur eða hönn-
unarfyrirtæki í Reykjavík og ég
skil það bara mjög vel. Við viljum
vera þetta litla fyrirtæki sem býður
sanngjarnt verð og hin litlu fyrir-
tækin þora að leita til,“ segir Jam-
es. „Vesturland á að verða næsti
stóri ferðamannalandshlutinn og
við viljum veita þessum fjölmörgu
litlu ferðaþjónustufyrirtækjum
persónulega þjónustu á jafningja-
grundvelli. Við vitum hvernig það
er að vera lítil og þurfa stanslaust
að berjast fyrir tilverunni,“ segir
James Einar becker að endingu.
kgk
James og Lara starfrækja hönnunarfyrirtækið Hrafn Art á Bifröst
„Viljum veita persónulega þjónustu á jafningjagrundvelli“
James með myndavélina á lofti. Hér að taka myndir af Laufeyjarísnum, en þau
hönnuðu einmitt útlit umbúðanna.
Lara með teikniblokkina á lofti.
Hrafn Art er hönnunarfyrirtæki þeirra James og Löru.
Lara Becker.James Einar Becker.