Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201816 verið í blaðinu sem leitt hafa til framfara af einhverju tagi. Það er jú hlutverk fjölmiðla að gæta aðhalds og benda á það sem bet- ur má fara. Stundum kallað fjórða valdið. Starfsfólk Margt fólk hefur haft lengri og skemmri viðdvöl í starfi fyrir Skessuhorn í þessi tuttugu ár. Lengstan starfsaldur við blaðið hefur Magnús Magnússon útgefandi og annar af stofnendum blaðsins. Hann á samfelldan starfsaldur þessi tuttugu ár utan tveggja ára eftir aldamótin. Eiginkona hans Guðbjörg Ólafs- dóttir bókari og skrifstofustjóri hefur starfað við blaðið, sömu- leiðis með einu hléi, undanfarin 18 ár. Þá átti Guðrún björk Friðriksdóttir langan starfsaldur við auglýsingasölu, hönnun auglýsinga og umbrot en auk þess Kolbrún Ingvarsdóttir sem hefur séð um eldhús og þrif á ritstjórn undanfarinn áratug. Rit- stjórar frá upphafi hafa verið þrír; Gísli og Magnús en Sigrún Ósk Kristjánsdóttir gegndi því starfi um nokkurra mánaða skeið skömmu fyrir bankahrun. Fjölmargir hafa starfað við Skessu- horn í gegnum tíðina og er tala þeirra á annað hundraðið. Marg- ir blaðamenn hafa til að mynda stigið sín fyrstu spor við frétta- mennsku á Skessuhorni, fengið þar eldskírn sína í greininni. Það þótti og þykir enn góður grunnur að skrifa fyrir héraðsfrétta- blöð. Þar fá menn fjölbreytta reynslu sem nýtist vel á öðrum fjölmiðlum. Um tugur fréttamanna er nú starfandi á öðrum fjöl- miðlum landsins, við ljósvaka- eða prentmiðlun, fólk sem stig- ið hefur sín fyrstu spor við fréttamennsku á Skessuhorni. Þessu fólki og öðru eru færðar bestu þakkir fyrir fórnfúst og gott starf í gegnum tíðina. Skin og skúrir Þrátt fyrir að rekstur blaðsins sé viðunandi í dag hefur svo ekki alltaf verið. útgáfan fór í gegnum mjög erfitt tímabil um og eftir aldamótin. Um tíma var samhliða útgáfu fréttablaðsins staðið fyrir rekstri á uppýsingatæknifyrirtæki sem m.a. hann- aði og seldi heimasíður. Fyrirtækinu var á tímapunkti að kröfu viðskiptabankans skipt upp í tvær aðgreindar einingar þar sem Gísli fór fyrir blaðhlutanum og stofnaði Tíðindamenn ehf. en Magnús fylgdi veffyrirtækinu sem þá hét Íslensk upplýsinga- tækni ehf. Skemmst er frá því að segja að bæði þessi fyrirtæki fóru flatt, en á grunni þeirra beggja voru árið 2002 stofnuð ný sem bæði lifa. Annars vegar útgáfufélagið Skessuhorn ehf. hið síðara og hinsvegar Nepal hugbúnaður ehf. í borgarnesi. Eft- ir gjaldþrot Tíðindamanna var Skessuhorn ehf. endurreist að forgöngu Sparisjóðs Mýrasýslu og fleiri sem töldu nauðsynlegt fyrir landshlutann að áfram yrði gefið út héraðsfréttablað. Eftir fáa mánuði í rekstri í eigu sparisjóðsins keyptu hjónin Magnús Magnússon og Guðbjörg Ólafsdóttir útgáfufyrirtækið og komu að nýju að rekstrinum. Ritstjórn var komið á fót við Kirkju- braut 56 á Akranesi árið 2003 þar sem hún hefur verið til húsa síðan. Aðrir eigendur eru ekki að útgáfufyrirtækinu. Sérstaða Sérstaða Skessuhorns hefur frá upphafi verið að flytja mann- lífstengt efni í bland við fréttir og fróðleik af starfi og leik íbúa. Ritstjórnarstefnu hefur verið fylgt, en hún er þessi: „Skessu- horn segir frá því sem fólk á starfssvæðinu vill og þarf að vita.“ Reynt er að koma til móts við óskir lesenda og mark tekið á öll- um góðum ábendingum um efni og efnistök. Þannig er mið- ill sem þessi hreinræktað þjónustufyrirtæki fyrir íbúa. Í nokkur skipti hefur Skessuhorn verið beðið um að stækka útbreiðslu- svæði sitt, en ætíð hefur verið horfið frá því til að sem best ná- ist að sinna þessum 15 þúsund manna markaði sem í upphafi var skilgreindur. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að brydda upp á ýmsum nýjungum í verkefnum og efnistökum. Má þar nefna umhverf- isátak sem blaðið stóð fyrir um árabil á Vesturlandi, víðfrægt Skessuhornsmót í knattspyrnu þar sem hinar misskildu hetjur Miklar breytingar hafa orðið í atvinnumálum á tveimur áratugum. Þannig hafa fiskveiðar og vinnsla breyst en auk þess var til dæmis sauðfjárslátrun hætt í Borgarnesi, Búðardal og víðar. Þessi mynd var tekin í upphafi sláturtíðar í Borgarnesi í september árið 2000 meðan allt lék í lyndi. Ljósm. mm. Margt hefur breyst og jafnvel lagst af. Fegurðarsamkeppnir voru eitt sinn haldnar og fyrir bæði kyn, rétt eins og hrútasýningar og hestadómar, svo dæmi séu tekin. Síðari tvö sýningarformin hafa lifað betur en það sem getið var fyrst. Hér eru þátttakendur í Herra Vesturlandi árið 2000. Vissulega stæltir stælgæjar. Ljósm. sók. Þetta er ein af skemmtilegust ljósmyndum sem birst hafa í Skessuhorni. Alla jafnan hafa slökkviliðsmenn ekki tíma til að stilla sér upp til myndatöku meðan skíðlogar í húsi á bak við þá. Ekki er þó allt sem sýnist. Í mars 2006 fengu Slökkvilið Grundarfjarðarbæjar og Slökkvilið Snæfellsbæjar kærkomið tækifæri til æfingar. Þá hafði Nesbyggð ehf. gefið slökkviliðunum gamla húsið að Búlandshöfða og var það nýtt til víðtækrar æfingar. Ljósm. aðsend. Á annað þúsund Skagamenn mættu í Akraneshöllina á annan dag Hvítasunnu 2006 á knattspyrnuhátíð kynslóðanna. Meðal dag- skrárliða var kynslóðaleikur í knattspyrnu þar sem hetjur Skaga- manna fyrr og síðar öttu kappi. Hér afhendir forseti Íslands þeim Ríkharði Jónssyni og Ólafi Þórðarsyni bikar að leik loknum. Hjá þeim stendur Gísli Gíslason þáverandi formaður ÍA og Friðþjófur Helgason myndar. Ríkharður Jónsson var skömmu síðar gerður að heiðursborgar Akraneskaupstaðar fyrir framlag sitt til knattspyrnu og fyrir að hafa eflt hróður bæjarfélagsins á sinni tíð. Hann er nú látinn. Ljósm. fh. Hrina síldardauða varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi fyrir um fjórum árum. Talið var að 52 þúsund tonn af síld hafi drepist og flaut hluti hennar á fjörur í firðinum með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Skömmu eftir atvikið ákvað ríkisstjórnin að ráðast í umfangsmikið hreins- unarstarf í firðinum sem stóð yfir í margar vikur. Ljósm. tfk. Árið 2006 var farið að ræða um hugsanlega komu flóttafólks frá stríðshrjáðum svæðum Íraks hingað til lands. Þótti Akranes að flestra mati ákjósanlegur staður og þar voru aðilar sem vildu leggja málinu lið. Andmælaraddir komu þó upp og var deilt um komu flóttafólksins og vakti sú umræða athygli á landsvísu. Afleiðingar þeirra deilna urðu t.d. að meirihluti bæjarstjórnar á Akranesi breyttist og fulltrúi Frjálslynda flokksins og óháðra í meirihluta bæjarstjórnar gekk í raðir Sjálfstæðisflokks og myndaði þannig hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um haustið komu 29 konur og börn til búsetu frá palestínsku flóttamannabúðunum í Al Waleed. Ljósm. sók. Sama afmælisdag og Skessuhorn á Ingibjörg Pálmadóttir fyrrum þingkona og ráðherra á Akranesi. Þegar hún fyllti sextíu árin 2009 færði hún sjálfri sér í gjöf að bjóða skjólstæðingum Samhjálpar í Reykjavík upp á miðdegisverð af flottustu gerð. Öðru veisluhaldi sleppti hún í tilefni tímamótanna. Til Samhjálpar leitar enn þann dag í dag fólk sem á við félagsleg og fjárhagsleg vandamál að glíma. Á myndinni er Ingibjörg ásamt þjóðþekktum einstaklingi sem nú er fallinn frá, Sævari Ciesielski, sem kom við í Samhjálp þennan dag. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.