Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201822 Þessa upphrópun er að finna í glós- unum mínum. Þetta hef ég punkt- að hjá mér uppnumin af áhuga á því sem á ensku kallast mindset. Ég hef áður skrifað um það í tengslum við streitu, þar er samhengið þannig að ef þú trúir því að streita sé skað- leg, þá ertu í meiri heilsufarsáhættu heldur en ef þú værir með háan blóðþrýsting. Magn streitunnar skipti ekki máli, heldur viðhorfið til hennar. Annað heilsutengt dæmi er að fólk sem hefur neikvætt við- horf til elli hefur 80% meiri líkur á hjartaslagi en þau sem hafa jákvætt viðhorf. Auðvitað tengist þetta því að viðhorfin stýra því hvað þú gerir, þau sem halda að það sé glatað að eldast eru þar af leiðandi ólíklegri til að hreyfa sig og almennt hugsa vel um heilsu sína. En þess utan hef- ur hugarfarið líka beinlínis mælan- leg líkamleg áhrif. Dæmi um þetta er tilraun þar sem fólk fékk annað hvort sjeik sem kallaðist „syndlaus sæla“ eða „uppáhalds lúxus“. Fólk átti von á kalorulitlum heilsudrykk eða siðspilltri fitu- / sykurbombu. Í ljós koma að magn sedduhormóna og blóðfitu var það sem mátti búast við. Það sem er sérstakt er að þetta var nákvæmlega sami drykkurinn. Skemmtilegt ekki satt? Hugarfar er kjarnahugmynd sem þú hefur um það hvernig heimur- inn virkar sem stjórnar síðan því hvernig þú upplifir heiminn. Carol Dweck hefur rætt mikið um grósku- hugarfar og festuhugarfar. Þau sem hafa þá skoðun að fólk breytist ekki, annað hvort ertu góð í fótbolta eða ekki, annað hvort góður námsmað- ur eða ekki; er með festuhugarfar. Ef einhver með það hugarfar, telur sig til dæmis vera tónlistarsnilling, en mætir svo erfiðleikum, vinn- ur ekki tónlistarkeppni, fær slæma umfjöllun eða þess háttar, þá brotn- ar viðkomandi niður, gefst upp og snýr sér að öðru miklu frekar en sá eða sú sem hefur gróskuhugarfar. Fólk með gróskuhugarfar sækist eftir áskorunum og lítur á erfiðleika og gagnrýni sem eitthvað til að læra af. Manneskja með gróskuhugarf- ar segir; „ég er ekki enn búin að læra að nota snapchat“, meðan sú í festunni segir „ég get aldrei lært á þessa nútímatækni“, svo dæmi sé tekið. Festuhugarfar varðandi sjálf- an sig (eða aðra): „Ég er alltaf svo mikill klaufi“, gróska: „Ég er stund- um klaufaleg“. Þessi tvö orð „enn“ og „stundum“ geta hjálpað okkur að skipta úr festu í grósku. Það er nefnilega rúsínan í pylsuendanum að þú getur skipt um hugarfar, reyndar með því að hafa svolítið fyrir því. Gróskuhugarfar eða festu er okkur nefnilega innrætt í uppvext- inum, það er ekki meðfætt. Ef barn fær að heyra að það sé alger snill- ingur í einhverju fer það í festuhug- arfar og verður kvíðið, fer að forð- ast áskorarnir og ljúga um árangur, segir hann betri en hann er. Það fer að afsaka sig og kenna öðrum, eða aðstæðum, um slæmt gengi. betra er að vera nákvæm í hólinu og vísa frekar til dugnaðar: „vá fékstu 8 á prófinu, þú hefur verið duglegur að læra,“ eða; „mér finnst svo flott hvernig þú skyggir þessa teikn- ingu“. Krakki sem fær hól fyrir dugnað við að æfa sig eða læra fer nefnilega í gróskuhugarfar. Hann sækist eftir áskorun, lítur ekki á slæmt gengi sem niðurlægingu heldur ábendingu um að bæta und- irbúning. Þetta hugarfar er algengt hjá afreksfólki og góðum stjórnend- um. Allar staðalmyndir og stimpl- un vekur festuhugarfar, til dæmis er það þekkt að þegar fólk á leið í próf er minnt á kyn sitt eða kynþátt, sem á annað hvort að búa yfir hæfileik- um í því sem prófið mælir eða ekki, þá hefur það þau áhrif á einkunnir. Enn verra dæmi er að þegar kenn- ari hefur þá skoðun að ákveðnir hópar eða nemendur geti eða geti ekki lært þeirra fag, þá verður það einmitt niðurstaðan. Fræg tilvitnin sem er höfð eftir Henry Ford neglir þetta ágætlega; „hvort sem þú trú- ir því að þér takist eitthvað eða ert viss um að þú klúðrir því, muntu hafa rétt fyrir þér“. (byggt á Mindset eftir Carol Dweck og The upside of stress eftir Kelly McGonigal) Steinunn Eva Þórðardóttir Heilsupistill Steinunnar Evu Ert þú í grósku eða festu hugarfari? Hugarfarið er allt! Auglýst hefur verið breyting á deili- skipulagi Flóahverfis á Akranesi. Í breytingunni felst meðal annars að veitt verður tímabundin heim- ild til að reisa starfsmannabúðir á fimm lóðum. Er með henni kom- ið til móts við óskir verktakafyrir- tækis sem vill reisa þar slíkar búð- ir. Flóahverfi er skilgreint sem at- hafnasvæði og ekki heimild fyrir starfsmannabúðum þar í gildandi skipulagi. Heimild til að reisa starfsmanna- búðir er tímabundin og gildir til fimm ára. Eftir það verður hægt að framlengja leyfið í tvígang, til eins árs í senn. Ekki eru gerðar breyt- ingar á deiliskipulagsuppdrætti vegna tímabundinnar heimildar til þess að reisa starfsmannabúðir. Þeim skal komið fyrir í samræmi við gildandi lóðamörk, byggingar- reiti og nýtingarhlutfall með tíma- bundinni fráviksheimild samkvæmt skipulagslögum. Ekki eru gerðar breytingar á skilmálum en viðbót- arákvæðum er bætt við skipulag- ið. „Starfsmannabúðir skulu upp- fylla ákvæði byggingarreglugerðar, reglugerðar um hollustuhætti og aðrar viðeigandi reglugerðir. Þær eru háðar byggingarleyfi sveitar- félags og starfsleyfi heilbrigðis- eftirlits í samráði við vinnueftir- lit ríkisins,“ segir í viðbótarákvæði. „Starfsmannabúðir eru færanlegar byggingar sem hýsa híbýli starfs- manna og aðstöðu þeirra til svefns, matar og daglegrar dvalar. Ekki er gert ráð fyrir að barnafjölskyldur búi í búðunum og verður ekki séð fyrir skóla- eða leikskólavist,“ segir þar enn fremur. Að auki kemur þar fram að Akranesbær muni setja sér- stök skilyrði og skilmála í samninga um lóðir undir starsfmannabúð- ir og lóðarhafi skuli gangast und- ir þau skilyrði áður en slíkar búðir verði reistar. breytingartillagan við deiliskipu- lag Flóahverfis er nú í hefðbundnu auglýsingarferli til 16. mars næst- komandi. Hana má skoða í heild sinni á www.akranes.is. kgk Starfsmannabúðir gætu risið tímabundið á Akranesi Ólafur Dagur Signarson, tíu ára piltur á Akranesi, kom nýverið fær- andi hendi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Færði hann b-deild sjúkrahússins, handlækn- ingadeildinni, Playstation 3 leikja- tölvuna sína að gjöf, ásamt nokkr- um tölvuleikjum. Vildi Ólafur gefa tölvuna sína á góðan stað þar sem aðrir gætu notið góðs af. „Þökk- um við honum kærlega fyrir gjöf- ina,“ segir birna Katrín Hallsdóttir, deildarstjóri handlækningadeildar. kgk Gaf handlækninga- deildinni leikjatölvu Ólafur Dagur með Playstation leikjatölvuna sem hann gaf deildinni. Á borgarnesblótinu sem fram fór síðastliðinn laug- ardag var borgnesing- ur ársins 2017 útnefndur. Er þetta í annað sinn sem staðið er að þessari útnefn- ingu á borgarnesblótinu og hlaut hana að þessu sinni Guðrún Emilía Daníels- dóttir, ætíð kölluð Gunna Dan, nafnbótina að þessu sinni og er vel að henni komin. Það var Gunnlaug- ur Júlíusson sveitarstjóri sem tilkynnti um valið við mikla ánægju viðstaddra og afhenti Gunnu viður- kenningu. Gunna Dan hef- ur verið dugleg að stuðla að heilsueflingu í borgar- nesi, meðal annars með því að hvetja íbúa áfram og fá þá með sér í allskyns hreyf- ingu. „Ég var svo hissa og bjóst alls ekki við þessu en ég get ekki lýst því hvað þetta er mér kært og ég er mjög þakklát. Þessi stund mun aldrei líða mér úr minni,“ segir Gunna í samtali við Skessuhorn. „Það eru for- réttindi að hafa heilsu, komin nokkuð yfir miðj- an aldur, til að mæta alla daga í íþróttahúsið til að taka æfingu og synda. Það eru enn meiri forrétt- indi að hitta allt yndislega fólk- ið sem nennir að mæta í tíma hjá mér,“ segir hún. „Lífið er núna, ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er ekki víst að heilsan hafi tíma fyrir þig á morgun, svo einfalt er það nú,“ segir hinn hressi borgnes- ingur ársins. arg Gunna Dan kjörin Borgnesingur ársins Guðrún Emilía Daníelsdóttir var valin Borgnes- ingur ársins 2017. Hér er Gunna að þjálfa hóp fólks. Hún tekur virkan þátt í heilsueflingu í heimabæ sínum. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.