Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 2018 21
Breyting á Aðalskipulagi
Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum
16. janúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi
Dalabyggðar 2004-2016 ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi
við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða endurbyggingu Vestfjarðarvegar nr. 60 á
tæplega 6 km kafla þar sem hann stenst ekki gildandi
veghönnunarreglur. Gert er ráð fyrir efnistöku á áreyrum
Húsár/Hvolsár og á eldra námusvæði í landi Hvítadals.
Tillögurnar liggja frammi frá 15. febrúar 2018 á skrifstofu
Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal og einnig á
heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is.
Athugasemdum ber að skila til skrifstofu
skipulagsfulltrúa að Miðbraut 11 Búðardal, eða
netfangið byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 30. mars 2018.
Dalabyggð 8.febrúar 2018
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og byggingarfulltrúi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, er 8 ára um þessar
mundir. Næsti fundur félagsins er afmælisfundur og fer hann
fram fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20 í aðstöðu félagsins að
Suðurgötu 108 (dyr til vinstri). Vilja félagsmenn Vitans nota
tækifærið og bjóða allt áhugafólk um ljósmyndun velkomið til
að kynna sér starf félagsins. Á fundinum verður smá kynning á
félaginu, létt spjall, auk kaffiveitinga. Vonumst til að sjá sem flesta.
Allir velkomnir.
Afmælisfundur Vitans 15. febrúar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Már Jónsson mun fjalla um fyrstu
útgáfu Pilts og stúlku eftir Jón
Thoroddsen á fyrirlestri í Safna-
húsi borgarfjarðar fimmtudag-
inn 15. febrúar klukkan 20:00.
„Í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu
rithöfundarins Jóns Thoroddsen
sem var á sínum tíma sýslumaður
borgfirðinga og bjó á Leirá. Jón
er kunnastur fyrir að hafa skrifað
fyrstu íslensku skáldsöguna, Pilt
og stúlku. Af þessu tilefni flyt-
ur Már Jónsson, prófessor og af-
komandi Jóns, fyrirlestur um bók-
ina og höfund hennar í Safnahúsi.
Þess má einnig geta að í tilefni af-
mælisársins hefur fyrsta útgáfa
bókarinnar verið endurprentuð og
hafði Már umsjón með þeirri út-
gáfu,“ segir í tilkynningu.
Fyrirlestur verður í Hallsteins-
sal á efri hæð Safnahúss. Fram-
sagan tekur 45-60 mínútur, síð-
an verða umræður og kaffispjall.
Allir velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
mm
Fyrirlestur í Safnahúsi fimmtudagskvöld
Jón Thoroddsen.
Í tilkynningu frá dönsku kon-
ungshöllinni í síðustu viku sagði
að heilsu Hinriks Prins, eigin-
manns Margrétar Þórhildar Dana-
drottningar, hafi hrakað mjög upp
á síðkastið. Prinsinn hefur verið á
Rigshospitalet í Kaupmannahöfn
frá því í lok janúar og greindist með
góðkynja æxli í lunga. Þá veiktist
hann að auki af lungnabólgu. Frið-
rik krónprins var kallaður heim úr
heimsókn sinni í Suður-Kóreu þar
sem hann ætlaði að vera viðstadd-
ur setningu Vetrarólympíleikanna
fyrir helgina. Þetta telja fréttaskýr-
endur til marks um að heilsu föð-
ur hans hefur hrakað mikið. Hinrik
prins er 83 ára. mm
Heilsu Henriks prins hefur hrakað mikið
Karlakórinn Kári á Snæfellsnesi
fagnaði tíu ára afmæli sínu föstudag-
inn 9. febrúar síðastliðinn með op-
inni æfingu í Samkomuhúsi Grund-
arfjarðar. Fullt var út úr dyrum og
komu gestir víðsvegar að til að
fagna með þeim. Fyrsta æfing Kára
var haldin 9. febrúar 2008 en kór-
inn hefur vaxið og dafnað síðan þá.
Karlakórinn Heiðbjört úr Staðar-
sveit kom og fagnaði með Kára-
mönnum og tók að auki nokkur vel
valin lög. Hólmfríður Friðjónsdótt-
ir er stjórnandi beggja kóranna og er
að standa sig vel, ekki síður en karl-
arnir sem hún stjórnar. tfk
Karlakórinn Kári tíu ára
Þorsteinn Friðfinnsson fór yfir sögu Karlakórsins Kára og vakti kátínu meðlima og gesta.
Karlakórinn Kári flytur hér lag fyrir gesti í sal Samkomuhúss Grundarfjarðar.
Karlakórinn Heiðbjört stóð sig með prýði.