Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 2018 17 þess tíma fengu að njóta sín og ekki síst hið fræga Halifax Town verkefni sem vakti verðskuldaða athygli innanlands sem utan. Á hverju ári frá upphafi útgáfunnar hefur Skessuhorn staðið fyr- ir vali á Vestlendingi ársins. Nokkrir fastir innblaðsþættir hafa haldið sér alla tíð. Þar má nefna ritstjórnargreinar og vísnaþætti Dagbjartar Dagbjartssonar. Þá hefur verið boðið upp á skop- myndir, krossgátur, eindálk með spurningu vikunnar, veðurspá og Vestlendingur vikunnar krýndur, svo fátt eitt sé nefnt. Und- anfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á birtingu viðtala. Að sækja heim hinn venjulega Vestlending, skrá brot af sögu hans og miðla er afar þakklátt efni sem framhald verður á svo lengi sem blaðið verður gefið út. Héraðsfréttablöð á Íslandi og fjölmiðlar almennt lifa í dag afar misjöfnu lífi rekstrarlega og hefur þeim farið fækkandi á liðnum árum. Sama þróun er reyndar að eiga sér stað víðsvegar um heiminn þar sem prentmiðlar eiga í vök að verjast ekki síður en áskriftarsjónvarp. Orsökin er breytt fjölmiðlanotkun fólks, samfélagsmiðlar hafa rutt sér til rúms og almenningur er í hlut- verki þiggjandans sem les og horfir á það sem fæst án endur- gjalds. Því hefur markaðspeningur innlendra fyrirtækja leitað til annarra landa, einkum Ameríku, á kostnað tekna sem innlendar fréttastofur njóta þá ekki. Slíkt er afleit þróun og bitnar á gæð- um blaðamennsku innanlands, rannsóknablaðamennska og skrif á í vök að verjast og því er mikilvægt að almenningur og stjórn- völd gæti hagsmuna þeirra. Fréttaveita Vesturlands Fljótlega eftir stofnun Skessuhorns var opnaður vefur á Inter- netinu og var fjölmiðillinn á sinni tíð í fararbroddi á ákveðn- um sviðum í innleiðingu tækni við útgáfuna. Þar má t.d. nefna þjónustu á borð við atburðadagatal og smáauglýsingar sem lesendur geta sjálfir skráð í gegnum Netið og eru síðan birt- ar í blaðinu. Skessuhorn er enn í dag, eins og efni og aðstæð- ur leyfa, þátttakandi í hinni síkviku miðlun frétta og upplýsinga sem í gegnum Netið fer. Engu að síður er það svo að rekstrar- lega skaffar blaðið Skessuhorn 98% af tekjum útgáfufyrirtækis- ins, en einungis 2% teknanna koma í gegnum vefinn. Hryggj- arstykkið í útgáfunni er sala áskrifta. Engu að síður er rekst- ur vefsins markaðslega nauðsynlegur blaðinu. Aðrir fjölmiðlar nota veffréttir Skessuhorns óspart. Í hverri viku er þannig oft vitnað í fréttir Skessuhorns á öldum ljósvakans, í dagblöðum eða á öðrum fréttamiðlum. Fyrir um áratug var því bætt við nafn Skessuhorns í kynningarskini orðunum: „Fréttaveita Vest- urlands“. Skilgreint hlutverk okkar er að miðla fréttum inn til íbúa en einnig út úr landshlutanum til að vekja athygli annarra landsmanna á því sem hér er gert. Önnur verkefni Auk miðlunar frétta á vef og í blaði hefur Skessuhorn á þess- um tuttugu árum sem liðin eru frá stofnun tekið sér fyrir hend- ur fleiri verkefni. Undanfarin 20 ár hefur fyrirtækið gefið út Ferðablaðið Vesturland sem í seinni tíð er prentað á íslensku Fyrsta tölublað Skessuhorns kom út 18. febrúar árið 1998. Þeg- ar þetta blað er skoðað kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Í fyrsta lagi er útlit þess og umgjörð býsna lík blaðinu eins og það er enn í dag. Það var brotið um og prentað í sambærilegu broti, fyrstu árin í Ísafoldarprentsmiðju en nú hin síðari í Landsprenti. Fréttalega var mjög áþekkur blær á blaðinu og er nú. Mannlífs- tengt efni, málefni sveitarfélaga og verkefni þeirra, samgöngur, íþróttir og margt fleira. Í upphafi útgáfunnar voru starfsmenn fimm, þar af þrír í hlutastarfi. Gísli Einarsson annar eigandinn var ritstjóri og blaðamaður en Magnús Magnússon meðeigandi með Gísla kom að rekstri og skrifum, en hafði annað aðalstarf. Fyrsta blaðið var 12 síður og í því voru 44 fréttir þar sem kenndi margra grasa. Á forsíðu var greint frá að skíðalyfta hafi verið opnuð á Snæfellsjökli, Sementsverksmiðjan hefði tekið upp alþjóðlegt gæðakerfi og að hinn sjaldséði fiskur mjónefur var til sýnis í bjarnarhöfn. Þá er inni í blaðinu m.a. sagt frá því að atvinnuleysi í desember 1997 hafi verið 2,2% á Vesturlandi og hefði dregist saman um heil 41% frá árinu áður. Þá er greint frá því að umhverfisráðuneytið staðfesti úrskurð um starfsleyfi fyrir sorpurðun í Fíflholtum fyrir allt Vesturland. Höfði, dvalarheimili aldraðra á Akranesi, var 20 ára, Loftorka í borgarnesi var kjörið fyrirtæki ársins í borgarbyggð og Akraneslistinn var stofnaður, en það var samstarfs A-flokkanna og Kvennalista í bæjarmálum. Þá voru viðtöl við þáverandi þingmenn Vesturlandskjördæm- is, þau Sturlu böðvarsson, Guðjón Guðmundsson, Ingibjörgu Pálmadóttur, Magnús Stefánsson og Gísla S Einarsson. Í Dala- sýslu voru hræringar í skólamálum og greint frá því að ráðgafar- fyrirtæki legði til að skólahald yrði aflagt á Laugum í Sælings- dal til að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélaganna sem að skólanum stóðu. Þá var sagt frá því að hitaveita frá Reykjadal væri talinn vænlegur kostur fyrir búðardal. Í þessu fyrsta tölu- blaðinu var skrifað um að einangrun Reykjavíkur yrði brátt rofin og vísað til þess að á þessum tímapunkti var einungis hálft ár í að Hvalfjarðargöngin yrðu opnuð fyrir umferð. “Hvernig getum við nýtt okkur þann flaum forvitinna höfuðborgarbúa sem vilja skoða Vesturland í framtíðinni,” spurði björn S Lárusson þá- verandi markaðsfulltrúi á Akranesi m.a. í pennagrein sem hann ritaði. Greint var frá því að til stæði að ljúka við lagningu hita- veitu í Stykkishólmi á árinu og samhliða því var verið að byggja sundlaugar við íþróttahús bæjarins. Greint var frá kosningu um sameiningu sveitarfélaga í borgarfirði en í janúar þetta ár var samþykkt sameining Andakílshrepps, Reykholtsdalshrepps, Hálsahrepps og Lundarreykjadalshrepps. Íbúar Hvítársíðu og Skorradals felldu þá sameiningu. Þá var í febrúar þetta ár sam- þykkt sameining fjögurra sveitarfélaga í Mýrasýslu, þ.e. Álfta- neshrepps, borgarbyggðar, borgarhrepps og Þverárhlíðar. Ýmsir fastir liðir voru í fyrsta tölublaðinu. Sumir þeirra eru enn þann dag í dag, svo sem forystugrein, atburðadagatal var til staðar og smáauglýsingar á sínum stað. Mörg þeirra fyrirtækja sem auglýstu í blaðinu hafa nú horfið af sjónarsviðinu. mm Fyrsta tölublaðið Forsíða fyrsta tölublaðsins. Framhald á næstu síðu Starf björgunarsveita verður seint ofmetið eða fullþakkað. Það slys varð á Langjökli veturinn 2010 að mæðgin féllu niður um sprungu. Konan lést við fallið en sjö ára sonur hennar var með meðvitund þegar til hans náðist nokkrum klukkustundum síðar við óvenjulega erfiðar aðstæður, þar sem hver mínúta skipti máli. Aðstæður í sprungunni voru afar erfiðar, en hún var tæpur metri þar sem hún var breiðust en mjókkaði niður í 18,5 sentimetra þangað sem sigmaður komst að drengnum og náði að bjarga honum. Björgunarafrek þetta vakti mikla athygli og var Þórður Guðnason félagi í Björgunarfélagi Akraness sæmdur ýmsum viðurkenningum. Hann var meðal annars kosinn Vestlendingur ársins og hlaut einnig nafnbótina maður ársins í fjölmiðlum á landsvísu. Ljósm. Landsbjörg. Tækifærismyndir verða til jafnt á heiðum uppi sem út til sjós. Hér er Snorri Jóhannsson veiðimaður, gjarnan kenndur við Gilsbakka í Borgarfirði, að vinna á minkagreni við Úlfsvatnsá á Arnarvatnsheiði sumarið 2000. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin lá tugur minka í valnum. Ljósm. mm. Jafnan má líkja því við náttúruhamfarir þegar jörð færist úr stað. Nokkur skriðuföll hafa á liðnum áratugum orðið á Vesturlandi. Hér hafði skriða jafnað við jörðu sumarbústað í landi Hreðavatns í apríl 2000. Engin slys urðu á fólki. Ljósm. mm. Vegna gríðarlegs samdráttar í sölu sements árin á undan var ákveðið í árslok 2011 að hætta sementsframleiðslu á Akranesi en sílóin áfram nýtt til að geyma sement, en norskt. Um þessar mundir er unnið að niðurrifi mannvirkja verksmiðjunnar og stefnt að íbúðabyggð rísi á svæðinu á næstu árum. Ljósm. þá. Skessuhorn hefur í gegnum tíðina flutt fréttir af fyrirtækjum og vænlegum verkefnum í uppbyggingu atvinnulífs. Flest hafa þessi verkefni orðið að veruleika, en þó með undantekningum. Töluvert margar slíkar fréttir fjölluðu um tvær væntanlegar vatns- átöppunarverksmiðjur í Snæfellsbæ. Að þeim áformum komu tvö fyrirtæki og ýmsir ónefndir athafnamenn. Ekkert hefur enn orðið af þessum áformum, tvö risastór hús verið byggð yfir starfsemina og vatnslagnir lagðar að húsveggjum. Færa má fyrir því rök að vatns- verksmiðjumál séu með stærri „floppum“ í atvinnulífi landshlutans í starfstíð Skessuhorns. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.