Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 5
Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn:
39 1/2 vika
Eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjóri er Hrund Ólafsdóttir.
Sýnt er í Lyngbrekku
7. sýning - 2. mars kl. 20:30
8. sýning - 4. mars kl. 20:30
9. sýning - 9. mars kl. 20:30
10. sýning - 10. mars kl. 20:30
ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com
Miðaverð 3.000 kr.
Veitingasala á sýningum - posi á staðnum
Síðastliðinn laugardag voru 76
nemendur útskrifaðir frá Há-
skólanum á Bifröst. útskriftar-
hópurinn samanstóð af nemend-
um úr viðskiptadeild, félagsvís-
inda- og lagadeild, námi í versl-
unarstjórnun og Háskólagátt.
Í hátíðarræðu Vilhjálms Eg-
ilssonar rektors vék hann að
gildum skólans sem eru frum-
kvæði, samvinna og ábyrgð. „Af
þessum gildum leiðir að áhersla
er í náminu á hvatningu til heil-
brigðs metnaðar og að rækta
frumkvæði nemenda. Einnig
að efla samvinnugetu einstak-
lingsins og hæfni til að vinna
með mismunandi fólki, þar sem
styrkleikar hvers annars eru
nýttir. Í námi við Háskólann á
Bifröst er markvisst stuðlað að
því að kenna nemendum ábyrgð
gegnum verkefnavinnu en hún
er þannig uppbyggð að nem-
endur þurfa að deila og bera
ábyrgð, gagnvart sjálfum sér og
öðrum,“ sagði Vilhjálmur.
Verðlaun og
útskriftarræður
útskriftarverðlaun í grunn-
námi hlutu Sandra Ýr Pálsdótt-
ir í viðskiptadeild og Ásta Sól-
lilja Karlsdóttir úr félagsvís-
inda- og lagadeild. Í meistara-
námi hlutu útskriftarverðlaun
þau Kári Steinar Lúthersson
úr viðskiptadeild og Erla María
Árnadóttir úr félagsvísinda- og
lagadeild. Að auki fengu tveir
nemendur felld niður skóla-
gjöld á haustönn vegna fram-
úrskarandi námsárangurs. Það
voru þau Vera Dögg Höskulds-
dóttir nemandi í viðskiptadeild
og Pétur Steinn Pétursson sem
stundar nám í félagsvísinda-
og lagadeild. Ræðumaður fyr-
ir hönd grunnnema viðskipta-
deildar var Unnur Steinsson og
fyrir hönd grunnnema félags-
vísinda- og lagadeildar var
Hallgrímur Tómasson. Ræðu-
maður fyrir hönd meistaranema
var Lee Ann Maginnis. Þóra Sif
Svansdóttir flutti söngatriði við
útskriftina við undirleik Daða
Georgssonar. Að athöfn lokinni
þáðu gestir léttar veitingar.
mm
Ósóttar vörur sem dagað hafa
uppi í vörumiðstöð Samskipa voru
boðnar hæstbjóðendum af sýslu-
manni á uppboði sem fram fór í
vöruskemmu fyrirtækisins í Reykja-
vík á laugardaginn. „Þarna er um
að ræða margvíslegan varning sem
bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa
ætlað að flytja til landsins en af ein-
hverjum ástæðum ekki lokið við að
fá tollafgreiddan inn í landið,“ segir
Björk Ágústsdóttir, innheimtustjóri
Samskipa. Afrakstur uppboðsins fer
upp í kostnað við flutning, umsýslu,
geymslu og tollafgreiðslu varnings-
ins. Þarna kenndi ýmissa grasa.
Sumir hlutir voru í kassavís en aðr-
ir stakir. Meðal þess sem boðið var
upp eru vinnutæki á borð við bor-
vélar og búkkar, eldhúsáhöld fyr-
ir iðnaðareldhús, fjórhjól, sófar,
fatnaður, sjónvörp og hátalarar og
ótal hlutir aðrir. Þarna var hægt
að kaupa ósamsettan gervihnatta-
disk, 24 rása hljóðblandara, eða raf-
magnshitara í gufubað.
mm
Háskólinn
á Bifröst
útskrifaði 76
nemendur
Samskip bauð upp „góss“
sem dagað hafði uppi