Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Vanbúið vegakerfi Síðdegis á sunnudaginn brunaði ég í bílferð vopnaður myndavél. Ástæðan var sú að skömmu áður höfðu viðbragðsaðilar um allt sunnanvert Vestur- land fengið útkall á hæsta viðbúnaðarstigi. útkallsboð hljómuðu ekki vel. Rúta hafði fokið út af, lent á hliðinni og óttast var að fjöldi fólks hefði slas- ast. Blessunarlega kom þó fljótlega í ljós að ríflega þrjátíu sem í rútunni voru reyndust allir hafa verið í öryggisbeltum og meiðsli á fólki voru því minniháttar. Sjaldan hef ég upplifað með jafn áþreifanlegum hætti hvað tiltölulega einfaldur búnaður eins og öryggisbelti getur haft mikla og af- gerandi þýðingu. Þegar manni varð litið inn í rútuna þar sem hún lá hálf úti í móa var augljóst að stórslys hefði orðið ef farþegar hefðu ekki verið spenntir. Eftir þessa ökuferð á sunnudaginn situr annað í mér. Á leið minni frá Akranesi og upp að Seleyri og þaðan upp Borgarfjarðarbraut að slysstað ók ég þrívegis í gegnum foráttuvitlaust veður. Vindáttin var sunnanstæð. fyrst voru gríðarlegir sviptivindar norðan við Akrafjall, þá við Seleyri og loks á móts við Árdal. Á engum þessara staða hafa yfirvöld samgöngumannvirkja séð ástæðu til að settir verði upp sjálfvirkir vind- eða veðurmælar. Ekki síst á slysstaðnum sjálfum hafa aðstæður oft verið erfiðar og til marks um það hefur malbiksbútur ítrekað fokið burtu á sama stað og rútan fauk. Þarna var á sunnudaginn ekki stætt eins og a.m.k. þrír fréttamenn fengu að kynnast, og þar á meðal ég, er við fukum út í móta. Þarf nú mikið til. Viðvörunarbúnaður sem settur væri niður á þekkta óveðursstaði er í mín- um huga afar vanmetið öryggistæki og alls ekki dýrt. Miðað við nútíma- tækni, svo sem þráðlausar gagnasendingar og sólarsellu sem aflgjafa, ætti í mínum huga að fjölga verulega slíkum búnaði. Þörfin er vaxandi ekki síst því fólk sem ekki er staðháttum og aðstæðum kunnugt ferðast í auknum mæli um vegina okkar. Heimafólk er miklu líklegra til að kunna að lesa í veðrið og halda sig heima þegar verstu veðrin geisa. Vissulega hefur Veður- stofa Íslands stórbætt þjónustu sína á undanförnum misserum með því að gefa út tilkynningar um hættustig frá gulum og upp í rautt. Það hjálpar, en mun aldrei koma í stað vindmæla og skilta við þjóðvegina, sem varað gætu við óveðri. Í áranna rás hefur þótt sjálfsagt að hið opinbera byggi vita og komi fyrir innsiglingarljósum og öðrum öryggisbúnaði við strendur. Það er sjálfsagt mál hjá þjóð sem byggt hefur lífsafkomu sína á sjósókn. Á sama hátt má færa fyrir því gild rök að nú þegar ferðaþjónusta skapar mestar gjaldeyris- tekjur í þjóðarbúið að ástæða sé til að auka öryggi vegfarenda, enda byggir greinin á því að fólk komist slysalaust milli landshluta og staða. Vissulega hefur vetrarþjónusta Vegagerðarinnar verið bætt nokkuð, en betur má ef duga skal. Þjóðvegir okkar eru lélegir og í raun flestir vanbúnir til að bera þá umferð sem um þá fer. Viðhaldi þeirra og öryggiskröfum hefur ekki ver- ið sinnt. frá því er sagt í blaðinu í dag hver fjárþörfin er til vegamála. Sam- gönguráðherra kynnti það í ríkisstjórn í liðinni viku. fram kemur í yfirliti hans að tugmilljarða vantar í vegakerfið, jafnt í nýframkvæmdir, viðhald sem öryggisbúnað. Nú mun reyna á styrk ríkisstjórnar til að takast á við það verkefni að bæta samgöngumannvirki eins og augljóslega þarf. Á liðn- um árum hefur skort þann pólitíska kjark að skattleggja ferðaþjónustuna til að standa straum af vegagerð. Þar að auki skila tekjur af skattheimtu vegna umferðar sér ekki til fjárfestinga í vegagerð. Með það súra epli sitjum við nú eins og raunar má lesa um í nokkrum fréttum í blaðinu í dag. Við lifum jú í landi þar sem veður eru válynd og aðstæður til aksturs geta beinlínis verið hættulegar. Ónýtir og viðhaldslausir vegir gera ástandið svo enn verra. Af þessu leiðir að stjórnvöld verða að hafa kjark til að hefja uppbyggingu vega- kerfisins og hætta öllum fyrirslætti í því sambandi. Magnús Magnússon Leiðari Það er oft líf og fjör á bryggjum lands- ins þegar bátar eru að koma að landi með góðan afla. Áhöfnin á Bárði SH frá Ólafsvík hefur til að mynda feng- ið góða veiði síðustu vikurnar og hefur landað allt að 36 tonnum yfir daginn í tveimur löndunum. Þeg- ar vel veiðist koma gjarnan margir á bryggjurnar til þess að fylgjast með löndun og spjalla við sjómennina og ræða þá gjarnan aflabrögð á léttum nótum. Það gerði þessi herramaður sem tók létt spjall við áhafnarmeð- limi á Bárði þegar báturinn kom að landi í vikunni. af Bryggjuspjall mikilvægur þáttur í lífinu í sjávarþorpunum Þegar sjúkraflutningamenn koma á slysstað er einstaklingur sem þeir bjarga oft án meðvitundar. Lækna- vaktin og sjúkraflutningamenn hafa því mælst til að fólk hafi tengiliðinn „ICE“ í nafnaskrá í símum sínum. Í tilkynningu þar að lútandi seg- ir: „Sjúkraflutningamenn vita að flestir sem slasast eru með síma á sér. Þeir vita hins vegar ekki hver er nákominn þeim slasaða. Því er óskað að allir slái inn í símann sinn a.m.k. einn aðila sem heitir ,,ICE“ (In Case of Emergency). Undir því ætti nafn þess sem er nákominn að standa og við hann ætti að hafa samband ef eigandi símans lendir í slysi. Ef viðkomandi vill hafa fleiri nákomna í símanum þá gæti sá not- að ICE1, ICE2, ICE3 og svo fram- vegis. Þetta er einfalt, ókeypis og getur skipt máli. „Við vonum að þú gerir þetta og sendir þessi skilaboð áfram til allra sem þú þekkir,“ segir í tilkynningu. mm Aðstandendur skulu skráðir í símaskrá - In Case of Emergency (ICE) Kanna á hug íbúa Hvalfjarðar- sveitar til fyrirkomulags í komandi sveitarstjórnarkosningum, þ.e. hvort þeim hugnist betur persónu- kjör eða listakosning. Sveitarstjórn hefur falið skrifstofu sveitarfélags- ins að annast skoðanakönnunina sem nú hefur verið send út. frá þessu segir á vefsíðu Hvalfjarðar- sveitar, í tilkynningu sem sveitar- stjórn ritar undir. Skoðanakönun- in er framkvæmd þannig að öllum kjörgengum íbúum sveitarfélagsins er sent bréf þar sem þeim er boð- ið að taka þátt í könnuninni. Svar- ið við henni skal berast á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í meðfylgjandi umslagi. Hefur frestur til að skila inn svari verið framlengdur til 5. mars. Þegar niðurstöður liggja fyr- ir verða þær birtar á vefsíðu Hval- fjarðarsveitar. Könnun ekki bindandi Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hefur a.m.k. einn hópur íbúa í Hvalfjarðarsveit ákveðið að standa fyrir lista í kom- andi kosningum og fleiri íhuga það samkvæmt heimildum Skessu- horns. forgöngumaður að vænt- anlegum framboðslista er Björn Páll fálki Valsson. fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir hópi sem safnaði undirskriftum þar sem skorað var á íbúa að styðja hug- mynd að persónukjöri þá um vor- ið, sem varð raunin þegar geng- ið var til kjörklefa 2014. Í samtali við Skessuhorn fyrir tveimur vik- um síðan sagði hann reynsluna af því fyrirkomulagi ekki hafa verið nógu góða til að hann væri fylgj- andi persónukjöri að nýju. Samkvæmt heimildum Skessu- horns eru skiptar skoðanir með- al íbúa um fyrirkomulag í kom- andi kosningum. Nú hefur verið ákveðið að kanna með formlegum hætti hvort íbúum hugnast betur persónukjör eða listakosning með áðurnefndri skoðanakönnun. Rétt er að halda því til haga að niður- staða könnunar sem þessarar get- ur aldrei orðið bindandi því kjör- gengum íbúum verður alltaf frjálst að bjóða fram lista líkt og lög um sveitarstjórnarkosningar segja til um. kgk Kanna hvort íbúar vilji persónukjör eða listakosningu Í Hvalfirði. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.