Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is VERKFRÆÐINGUR EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR Á TÆKNIDEILD VESTURSVÆÐIS Í BORGARNESI Vegagerðin auglýsir eftir byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi á tæknideild Vestursvæðis með starfsstöð í Borgarnesi. Um er að ræða fullt starf, við verkefnastjórnun og umsjón framkvæmda. Tæknideild Vestursvæðis hefur umsjón og eftirlit með nýframkvæmdaverkefnum, viðhaldi á slitlögum, efnisvinnslu, styrkingum og endurbótum á vegamannvirkjum. Umdæmi deildarinnar eru Vesturland og Vestfirðir. Við erum að leita eftir verk- eða tæknifræðingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni á sviði framkvæmdaverkefna á svæðinu. Starfssvið Vinna við verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum, umsjón og eftirlit með verkum, verkefni tengd viðhaldi vega, undirbúningur og áætlanagerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum innan deildarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur Byggingarverkfræðingur, M.Sc. eða byggingartæknifræðingur B.Sc• Reynsla af verkefnastjórnun og/eða vegagerð er kostur• Góð hæfni í mannlegum samskiptum• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu• Frumkvæði og faglegur metnaður• Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi• Góð íslenskukunnátta• Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Þór Sævarsson, deildarstjóri Tæknideildar vestursvæðis (palmi.th.saevarsson@vegagerdin.is) í síma 522 1540. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. SK ES SU H O R N 2 01 8 Halla Signý Kristjánsdóttir þing- maður framsóknarflokks í Norð- vesturkjördæmi hefur fengið svar við fyrirspurn sem hún beindi ný- verið til samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra um sparnað rík- issjóðs af Hvalfjarðargöngum. „Hver er áætlaður sparnaður rík- isins af minni snjómokstri, við- haldi vega og vegaframkvæmd- um í Hvalfirði eftir opnun Hval- fjarðarganga,“ spurði Halla. Þá spurði hún einnig hver væri áætl- aður sparnaður ríkisins af því að hætta siglingum Akraborgar eft- ir opnun Hvalfjarðarganga. Sam- kvæmt svörum ráðherra má áætla að Hvalfjarðargöng hafi sparað ís- lenska ríkinu beint og óbeint um tíu milljarða króna. Í svari Sigurðar Inga Jóhanns- sonar ráðherra kom fram að beinn sparnaður íslenska ríkisins af því að Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun gæti numið á fimmta millj- arði króna, á þeim tveimur áratug- um sem liðnir eru síðan fyrsti bíll- inn ók í gegn. Í svari ráðherra kom einnig fram að snjómokstur hefði líklega kostað fjórum milljónum króna meira á ári en ella, ef göng- in hefðu ekki tekið við megninu af umferð um Hvalfjörð. Það er 80 milljóna kostnaður á tveimur ára- tugum frá 1998. Öllu meira munar um hversu mikið viðhald vegarins um Hvalfjörð hefði orðið ef ekki hefði komið til opnunar ganganna. Miðað við áætlun um að akst- ur um Hvalfjörð hefði tvöfaldast hefði þurft að styrkja og breikka að minnsta kosti helming vegarins, samkvæmt svari ráðherra. Að auki hefði þurft að endurnýja slitlag að minnsta kosti þrisvar sinnum oft- ar en raunin varð síðasta áratugin. Þetta hefði getað kostað á bilinu 1.200 til 2.000 milljónir króna. Kostnaðurinn við rekstur Akra- borgar nam 125 milljónum króna að núvirði þegar siglingar ferjunn- ar lögðust af. Ef miðað er við að þetta hefði haldist óbreytt hefði kostnaðurinn verið 2,5 milljarðar króna á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því Akraborgin hætti siglingum. Sú upphæð er þó þeirri óvissu háð að tæplega helm- ingur styrksins fór í að borga af- borganir af skipinu sem voru að klárast þegar Hvalfjarðargöng voru opnuð. Óvíst er hvað ný ferja hefði kostað ef komið hefði að endurnýjun hennar. mm Sparnaður ríkisins tíu milljarðar vegna Hvalfjarðarganganna Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir matráður við fjölbrautaskóla Snæ- fellinga gekk nýverið fram á dauð- an fálka við skólann. „Ég sá eitt- hvað fiðrað þarna undir veggnum og fór að athuga með þetta og sá þá þennan fálka ræfil þarna,“ sagði Anna í stuttu spjalli við fréttarit- ara. Líklegast hefur fálkinn flogið á rúðu en fuglinn fannst undir einni slíkri á norðurhlið byggingarinnar. Haft var samband við Náttúrustofu Vesturlands sem mun nálgast hræið af fuglinum til rannsóknar. tfk Dauður fálki fannst við FSN Anna Guðrún með fuglinn óheppna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.