Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 201812 Á fundi forsætisnefndar Alþing- is í síðustu viku voru samþykktar samhljóða breytingar á reglum um þingfararkostnað. Er þetta svar nefndarinnar við harðri gagnrýni sem fram hefur komið í fjölmiðl- um m.a. um greiðslur aksturspen- inga, notkun einkabíla þingmanna og búsetustyrki. Í þessum reglum sem samþykktar eru nú felast þrjár efnisbreytingar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýr- ari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heiman- akstur, þ.e. akstur til og frá heim- ili daglega um þingtímann. Það eru þingmenn sem búa í nágrenni Reykjavíkur; á Suðurnesjum, Vest- urlandi, Árnessýslu og víðar. Akst- ur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn að hámarki við 15.000 km á ári. Samkvæmt því skulu þingmenn nota bílaleigubíla við akstur um- fram það. Í öðru lagi samþykkti forsætisnefnd skýrari ákvæði um staðfestingargögn sem eru grund- völlur endurgreiðslu. Loks eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl. Þá samþykkti forsætisnefnd á fundi í liðinni viku, þar sem einnig sátu formenn þingflokka, vinnu- reglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýs- ingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að framtíðarfyr- irkomulagi þessara mála. Upplýs- ingar verða miðaðar við 1. janú- ar 2018 og verða uppfærðar mán- aðarlega framvegis. „Þar með er fyrsta áfanga í breyttri framkvæmd lokið. Ýmis önnur atriði koma svo til athugunar síðar, þar á meðal frekari upplýsingagjöf um það sem liðið er. Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga, a.m.k. hluta þeirra, geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveimur vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vind- ur fram,“ segir í tilkynningu frá forsætisnefnd Alþingis. mm Forsætisnefnd skerpir reglur um akstur þingmanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir ráðherra og þingmaður í Norðvesturkjördæmi hefur ákveð- ið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur flokksins verður hald- inn 16.-18. mars nk. Hún er ein um að hafa lýst yfir framboði en ýmsir fleiri Sjálfstæðismenn verið orðað- ir við slíkt. Ekki hefur verið kosið í embætti varaformanns frá því Ólöf Nordal féll frá, en Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir gegnt starfsskyldum varaformanns. „Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að gegna margvíslegum trúnað- arstörfum fyrir flokkinn á undan- förnum árum sem framkvæmda- stjóri þingflokksins, aðstoðarmað- ur ráðherra, frambjóðandi í tvenn- um alþingiskosningum og ráðherra í tveimur ríkisstjórnum. Þetta hafa verið krefjandi verkefni en fyrst og fremst gefandi, því að það er í senn ástríða mín og forréttindi að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar, eiga samtöl og samvinnu við fólk og hlúa að framtíð og tækifærum ís- lensks samfélags,“ segir Þórdís Kol- brún í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum á laugardaginn. mm Þórdís Kolbrún í framboð til varaformanns Tekjur á Vesturlandi undir landsmeðaltali Byggðastofnun gaf nýverið út skýrslu þar sem teknar eru saman heildaratvinnutekjur á landinu árið 2016 og þær bornar saman að raunvirði við hrunárið 2008. Atvinnutekjur á landinu öllu juk- ust um 9,7% að raunvirði á milli áranna 2008 og 2016. Aukning- in á milli áranna 2015 og 2016 var hins vegar tæp 11%. Mælt í atvinnutekjum voru heilbrigð- is- og félagsþjónusta, iðnaður og fræðslustarfsemi stærstu at- vinnugreinarnar á landsvísu en þar á eftir komu verslun, opin- ber stjórnsýsla og flutningar og geymsla. Mest aukning á tíma- bilinu 2008-2016 varð í greinum sem tengjast ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutn- ingum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Langmesti samdráttur varð hins vegar í fjár- mála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Á milli áranna 2015 og 2016 varð veruleg aukn- ing í áðurnefndum greinum sem tengjast ferðaþjónustu, en auk þess í mannvirkjagerð, verslun, iðnaði og heilbrigðis- og félags- þjónustu. Samdráttur varð hins vegar í atvinnutekjum af fisk- veiðum. Mikill munur milli héraða Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Austurlandi árið 2016 ef lit- ið er til einstakra landshluta, en þar næst á höfuðborgarsvæðinu. Lægstar voru meðaltekjurnar á Suðurnesjum og Norðurlandi vestra. Heildaratvinnutekjur á Vesturlandi hækkuðu um 6,5% á milli áranna 2008 og 2016. Þær hækkuðu um tæplega 9% á milli áranna 2015 og 2016 sem þýð- ir að líkt og á höfuðborgarsvæð- inu var svæðið enn að endur- heimta atvinnutekjur sem töpuð- ust í framhaldi af hruninu 2008 allt til ársins 2016. Á árinu 2016 voru mestu atvinnu- tekjurnar í landshlut- anum greiddar í iðn- aði en nokkuð á eft- ir komu fræðslustarf- semi, fiskveiðar, heil- brigðis- og félags- þjónusta og fisk- vinnsla. Mesta aukn- ingin á Vesturlandi varð í fiskvinnslu, gistingu- og veiting- um og í fræðslustarf- semi. Verulegur sam- dráttur varð í mann- virkjagerð en einn- ig í fjármála- og vá- tryggingaþjónustu og í fiskveiðum. M e ð a l a t v i n n u - tekjur á Vesturlandi voru rétt undir lands- meðaltali árið 2016. Á suðursvæðinu með Akranes og Hval- fjarðarsveit og á Snæ- fellsnesi voru meðal- atvinnutekjur aðeins yfir landsmeðaltali en langt undir lands- meðaltali í Borgar- byggð, Dalabyggð og Skorradalshreppi, þar sem þær voru að- eins ríflega 80% af meðaltalinu. Lang- stærsta atvinnugrein- in á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit árið 2016 mælt í atvinnu- tekjum var iðnaður. Á Snæfellsnesi voru það fiskveiðar og fiskvinnsla sem báru höfuð og herðar yfir aðrar atvinnugrein- ar í tekjum talið. Í Borgarbyggð, Dala- byggð og Skorradals- hreppi voru iðnaður og fræðslustarfsemi stærstu atvinnugrein- arnar. mm Hér má sjá hvernig meðalatvinnutekjur árið 2016 voru nokkuð undir landsmeðaltali á Vesturlandi öllu. Hins vegar voru tekjurnar yfir landsmeðaltali á Akranessvæðinu og á Snæfellsnesi, en langt undir því í Borgarfirði og Dölum. Iðnaður, fræðslustarfsemi og fiskveiðar eru stærstu atvinnugreinarnar á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.