Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 15
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð
hélt aðalfund sinn 25. febrúar síð-
astliðinn. Þar voru samþykktar
ályktanir sem snerta umhverfis-
mál og vöktun frá stóriðju. Meðal
annars var þeim tilmælum beint til
umhverfisráðherra að beita sér fyr-
ir því að aðskilin verði framkvæmd
umhverfisvöktunar vegna meng-
andi iðjuvera á Íslandi og greiðsla
fyrir umhverfisvöktunina. „Um-
hverfisvaktin við Hvalfjörð tel-
ur að það fyrirkomulag sem not-
að hefur verið, samræmist hvorki
meginmarkmiðum löggjafar um
umhverfis- og náttúruvernd né til-
gangi og markmiðum Umhverfis-
stofnunar, sem er að vernda nátt-
úru og lífríki Íslands.“ Þá var sam-
þykkt að skora á landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra að gangast
fyrir grunnrannsóknum á þoli ís-
lensks búfjár gagnvart flúori í fóðri
og drykkjarvatni og áhrifum lang-
tíma flúorálags á heilsu íslensks
búfjár, með áherslu á hross, naut-
gripi og sauðfé.
félagið skorar á faxaflóahafnir
að leggja af allar hugmyndir um
að koma fyrir fleiri iðjuverum á
Grundartanga, hætta að reka þann
áróður að stóriðja geti verið skað-
laus fyrir umhverfið og að félagið
beini kröftum sínum að því að lág-
marka skaðsemi vegna iðjuveranna
sem þegar eru á Grundartanga með
strangari kröfum um hreinsibúnað
og meiri og markvissari mælingum
á útsleppi mengandi efna. Sérstak-
lega er minnt á skort á loftgæða-
mælingum norðvestan við iðjuver-
in og sunnan Hvalfjarðar.
Skorað er á Umhverfisstofn-
un að koma fyrir loftgæðamæli-
stöð vegna flúors og brennisteins
norðvestan við iðjuverin á Grund-
artanga og staðsetja mælistöðina
utan marka þynningarsvæðis fyrir
flúor. Jafnframt skorar Umhverfis-
vaktin á Umhverfisstofnun að setja
þar upp veftengdan sírita loftgæða
fyrir almenning og vefmyndavél
fyrir Umhverfisstofnun sem beint
er yfir verksmiðjusvæðið þannig að
starfsmenn UST geti séð hvað um
er að vera á svæðinu og til dæmis
fylgst með svokölluðum „neyðar-
útsleppum“ frá Elkem. Jafnframt
er skorað á Umhverfisstofnun að
banna Elkem Íslandi nú þegar svo-
kallað „neyðarútsleppi“ mengandi
efna sem birtist í þykkum reykjar-
mekki sem leggt yfir nærliggjandi
byggðir og ból. Að iðjuverið skuli
komast upp með að nota skilgrein-
inguna „neyðarútsleppi“ lýsir því
á dapurlegan hátt hversu frjálsar
hendur iðjuverið hefur haft.
Á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit-
ar er skorað að láta ekki deigan síga
gagnvart Umhverfisstofnun varð-
andi loftgæðamælistöð norðvestur
af Grundartanga. „Afar mikilvægt
er að haldið sé áfram loftgæða-
mælingum vegna flúors og brenni-
steins þar sem hæstu gildin hafa
mælst.“ Sveitarstjórn er jafnframt
beðin að endurskilgreina allt það
svokallaða iðnaðarsvæði sem skil-
greint var sem slíkt af Hvalfjarð-
arsveit vegna fyrirhugaðrar bygg-
ingar verksmiðju Silicor Materials
og breyta því úr iðnaðarsvæði í at-
hafnasvæði eins og það var áður.
Loks er skorað á stjórnmála-
flokka á Akranesi að leggja metn-
að sinn í að efla atvinnulíf innan
marka kaupstaðarins, fremur en að
stuðla að mengandi stóriðju í öðru
sveitarfélagi enda koma neikvæð
áhrif hins óhreina iðnaðar fram
þar. Átt er við við mengandi iðju-
ver á Grundartanga og áhrif þeirra
á Hvalfjörð allan.
mm
Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Prjónakaffi eru síðasta sunnudag í
hverjum mánuði í Átthagastofunni
í Ólafsvík. Þar hittast prjónakonur
sem eru í Handverkshópi Pakkhúss-
ins og fleiri til að prjóna og spjalla
bæði um handavinnu og fleira. Ein-
ungis sjö konur voru mættar að
þessu sinni, en líklega hefur veðrið
sett strik í reikninginn en það hefur
ekki verið upp á það besta að und-
anförnu. Þessar sjö konur létu það
ekki á sig fá og prjónuðu af mikl-
um myndarskap ásamt því að njóta
góðs félagsskapar og ilmandi kaffis
og konfekts. Þess má geta að hand-
verkshópurinn hefur selt vörur sín-
ar í Pakkhúsinu í Ólafsvík undan-
farin sumur og verður svo áfram.
Ætlar hópurinn að hittast á morg-
un, 1. mars í Átthagastofu klukkan
17:00 til að ræða sumarið framund-
an og eru allir velkomnir sem hafa
áhuga á að vera með.
þa
Brosmildar í prjónakaffi
Hótel Húsafell er fyrst hótel hót-
elið hér á landi til að vera valið eitt
af hótelum National Geographic
Unique Lodges of the World, sem
framúrskarandi gististaður á heims-
vísu. Hótelið vilja samtökin hafa
innan sinna raða. Í ljósi þess hversu
skilyrðin til að uppfylla þennan úr-
valshóp eru ströng er útnefningin
markaðslega mjög sterk fyrir Hót-
el Húsafell og svæðið í heild. Öll
hótelin hjá National Geograp-
hic þurfa að undirgangast stranga
gæðaúttekt af óháðum fulltrúa og
hefur ferli að útnefningunni stað-
ið yfir frá því 2015 þegar hótelið
var opnað. Mörg hótel eru skoðuð
í þessu samhengi, en einungis fáum
útvöldum boðin aðild, að undan-
genginni athugun. Hótelið er það
fyrsta á Norðurlöndunum, en þau
sem valin eru eiga það sameiginlegt
að leggja áherslu á sjálfbærni, fram-
úrskarandi þjónustu við gesti og eru
umvafin stórbrotinni náttúru.
Unique Lodges hótelin eiga það
öll sammerkt að vera á einstökum
stöðum í heiminum þar sem gest-
ir geta átt ógleymanlega upplifun í
faðmi náttúru og sögu staðarins. Á
meðal þeirra atriða sem horft er til
við val á giststöðum er sjálfbær þró-
un á svæðinu, arkitektúr og hönn-
un, gæðaþjónusta og framúrskar-
andi veitingar. Staðbundin afþrey-
ing er einnig eitt af því sem tekið er
eftir en mikið er af henni á Húsafell
og í nærumhverfi.
Unnar Bergþórsson hótelstjóri er
að vonum ánægður með þessa nið-
urstöðu og segir hana mikinn heið-
ur. „Við teljum okkur reka mjög
gott hótel hér á Húsafelli. Opnuð-
um í júlí 2015 og höfum alltaf lagt
áherslu á að gestir upplifi faglega
þjónustu og þægindi. Við höfum
einnig stutt við menningu og nátt-
úru á svæðinu og bjóðum uppá af-
þreyingu og viðburði, til dæmis
tónleika í Húsafellskirkju, fjallahjól
fyrir gesti og þematengdar göngu-
leiðir. Með því að styrkja innviði
ferðaþjónustu á svæðinu vonum við
að gestir okkar upplifi allt sem okk-
ur þykir best við Húsafell og ná-
grenni,“ segir Unnar. Meðal þeirra
atriða sem National Geograpic
hefur til hliðsjónar við val á Hót-
el Húsafelli, er m.a. 100% sjálfbær
nýting náttúruauðlinda, níu holu
GEO-vottaður golfvöllur, endur-
bætt sundlaug, endurvinnsla sorps
og að einstök listaverk eftir heima-
manninn Pál Guðmundsson prýða
hótelið.
Einstök upplifun
„Unique Lodges hótelin bjóða öll
uppá einstaka upplifun fyrir alla
sína gesti,“ segir Lynn Cutter hjá
National Geographics. „Við erum
mjög ánægð að hafa valið Hótel
Húsafell sem eitt af okkar gististöð-
um, þar sem þau hafa sömu gildi og
markmið og National Geographic,
sem og það fólk sem ferðast á okkar
vegum.“ Á vef National Geograp-
hic Unique Lodges of the World
geta ferðamenn valið úr 57 hótel-
um á ólíkum stöðum í heiminum.
Þeir sem bóka í gegnum vefinn fá
ýmsa aukaþjónustu eingöngu í boði
fyrir National Geographic. Á Hótel
Húsafelli fær fólk sérstaka göngu-
og fræðsluferð um sjálfbærni Húsa-
fells og sögutengda staði auk ann-
arra fríðinda.
mm
Hótel Húsafell meðal úrvalshótela National Geographic
Meðal þeirra atriða sem National Geograpic hefur til hliðsjónar við val sitt á Hótel
Húsafelli, er m.a. 100% sjálfbær nýting náttúruauðlinda, níu holu GEO-vottaður
golfvöllur, endurbætt sundlaug, endurvinnsla sorps og að einstök listaverk eftir
heimamanninn Pál Guðmundsson prýða hótelið.
Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari og Páll Guðmundsson við vegg sem geymir
líparítmyndirnar af Gretti sterka og Eiríki. Grettir er við hlið Unnsteins og Eiríkur
við hlið Páls. Þeir félagar áttu stóran þátt í að skapa einstakt umhverfi við Hótel
Húsafell.