Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímskonur máttu játa sig sigraðar á heimavelli gegn sterku liði Hauka, 66-80, þegar liðin mætt- ust í Domino‘s deildinni á sunnu- dagskvöld. Eftir hálf brösulega byrjun náðu Skallagrímskonur að minnka mun- inn í eitt stig eftir miðjan upphafs- fjórðunginn, 10-11. Skallagrímur komst síðan yfir seint í leikhlutan- um en Haukar jöfnuðu í 17-17 áður en leikhlutinn var úti. Gestirnir komust síðan yfir snemma í öðrum leikhluta og héldu forystunni allt til hálfleiks. Staðan í hléinu var 33-37, Haukum í vil. Skallagrímsliðið náði sér ekki á strik í þriðja leikhluta og skor- aði aðeins tíu stig allan fjórðung- inn. Á meðan sigldu Haukar lengra fram úr og þegar leikhlutinn var úti leiddu gestirnir með 21 stigi, 43-64. Skallagrímskonur komu aðeins til baka í lokafjórðungnum en náðu aldrei að gera neina alvöru atlögu að forskoti gestanna. Þegar lokaflautan gall höfðu þær minnkað muninn í 14 stig en nær komust þær ekki. Haukar sigruðu, 66-80. Carmen Tyson-Thomas var at- kvæðamest í liði Skallagríms með 30 stig, ellefu fráköst og fimm stolna bolta. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 13 stig, átta fráköst, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot en aðrar náðu sér ekki á strik. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka og tók tíu fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir var með 15 stig og sex fráköst og Whitney Mic- helle frazier var með tíu stig, 13 fráköst og fimm stoðsendingar. Skallagrímur situr í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig, jafn mörg og Snæfell í sætinu fyrir ofan og Breiðablik í sætinu fyrir neðan, en fjórum stigum frá fjórða sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppn- inni. Næst leikur Skallagrímur í dag, miðvikudaginn 28. febrúar, þegar liðið heimsækir botnlið Njarðvíkur. kgk Skallagrímskonur lágu gegn Haukum Góður leikur Carmen Tyson-Thomas dugði Skallagrímskonum skammt gegn sterku liði Hauka. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Snæfell vann stórsigur á Breiða- bliki, 44-79, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna á laugar- dag. Viðureign liðanna fór fram í Kópavogi. Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði var með liðunum í upp- hafi. Snæfell leiddi með einu stigi, 4-5, skömmu áður en fyrsti leik- hluti var hálfnaður. En þá skildu leiðir og Snæfellskonur stungu af. Þær skoruðu 19 stig gegn aðeins tveimur það sem eftir lifði fyrsta leikhluta og komust 18 stigum yfir, 6-24. Snæfell jók forskot sitt lítið eitt í öðrum fjórðungi og leiddi með 23 stigum í hléinu, 19-42. forysta Snæfellskvenna hélst meira og minna óbreytt allan þriðja leikhlutann. Þær örugglega fyrir lokafjórðunginn, 34-56 og aðeins forsmatriði að klára leik- inn. Síðustu tíu mínúturnar juku þær forskotið enn frekar og unnu að lokum stórsigur, 44-79. Kristen McCarthy skoraði 28 stig, tók ellefu fráköst og stal þremur boltum. Andrea Björt Ólafsdóttir var með tólf stig, fimm fráköst og þrjá stolna bolta og Berglind Gunnarsdóttir var með tíu stig og ellefu fráköst. Í liði Breiðabliks var Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 16 stig, tólf fráköst og fjóra stolna bolta og Whitney Kiera Knight skor- aði 13 stig, tók tíu fráköst og stal boltanum þrisvar. Snæfell situr eftir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig, fjórum stigum á eftir Stjörn- unni í sætinu fyrir ofan en með jafnmörg stig og Skallagrímur og Breiðablik í sætunum fyrir neðan. Næst leikur Snæfell í dag, mið- vikudaginn 28. febrúar, þegar lið- ið heimsækir Keflavík. kgk Snæfell valtaði yfir Breiðablik Andrea Björt Ólafsdóttir átti góðan leik í stórsigrinum gegn Breiðabliki. Ljósm. úr safni/ sá. Efnilegir knattspyrnumenn af Vest- urlandi hafa verið valdir til þátttöku í verkefnum yngri landsliða Íslands á næstunni. Bergdís fanney Einarsdóttir, leik- maður meistaraflokks ÍA, hefur ver- ið valin í hóp U19 landsliðsins sem leikur tvo æfingaleiki á Spáni 28. febrúar og 7. mars. Brynjar Snær Pálsson úr Borgar- nesi, sem leikur með ÍA, var valinn í hóp U17 landsliðsins sem keppir í milliriðli Evrópumótsins í Hollandi. Þá var liðsfélagi hans Oliver Stef- ánsson valinn í varahópinn. Liðið heldur utan í byrjun mars. kgk Ungir Vestlendingar í landsliðsverkefni Bergdís Fanney Einarsdóttir leikmaður ÍA. Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í þriðja sæti á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem lauk snemma á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Þar með jafnaði hún besta árangur íslensks kylfings á sterk- ustu mótaröð Evrópu, en þeim ár- angri náði hún reyndar sjálf á móti í Kína á síðasta ári. Valdís Þóra lék á sjö höggum undir pari á mótinu um helgina og uppskar 13.356 evr- ur í verðlaunafé, eða rúmlega eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir þetta góða mót er hún kom- in upp í sjötta sæti peningalistans á Evrópumótaröð kvenna, en hún hefur nú þénað rúmlega 15 þús- und evrur á fyrstu þremur mótum tímabilsins á Evrópumótaröðinni. frakkinn Celine Boutier, sem sigr- aði á mótinu um helgina, er í efsta sætinu með 33.391 evrur og stiga- meistari síðasta árs, Georgia Hall, er í öðru sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var einnig meðal keppenda um helgina á Ladies Classic Bonville en það var fyrsta mótið hennar á Evrópu- mótaröðinni á þessu ári. Ólafía náði ágætum árangri og endaði í 14. sæti á pari og þénaði rúmlega fjögur þúsund evrur. Með árangri sínum er Ólafía komin upp í 42. sæti pen- ingalistans. mm Valdís Þóra komst á verðlaunapall í Ástralíu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.