Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 2018 13 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 8 Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga verður haldinn að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 13. mars 2018 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 26. febrúar 2018 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi hf. 12. febrúar síðast- liðinn um tjón á tveimur sjókvíum fyrirtækisins, annarri í Tálknafirði en hinni í Arnarfirði á Vestfjörðum. „Álit stofnunarinnar út frá þeim gögnum og ljósmyndum sem hún hefur fengið frá Arnarlaxi er að fyr- irtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Jafnframt telur Matvælastofnun að litlar lík- ur séu á að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins. Ófært var um Vestfirði stóran hluta fyrri viku, bæði landleiðina og í lofti og að- stæður til eftirlits slæmar, en Mat- vælastofnun mun fara í eftirlit hjá Arnarlaxi um leið og veður leyfir og gera frekari úttekt á sjókvíunum og viðbrögðum fyrirtækisins,“ seg- ir í tilkynningu frá stofnuninni sem send var út 21. febrúar. Eins og fram kom í frétt Skessu- horns í síðustu viku hefur Lands- samband veiðifélaga óskað eftir því við ráðherra að fram fari stjórn- sýsluathugun á því hvort Matvæla- stofnun hafi brugðist eftirlitshlut- verki sínu og íhlutun vegna fyrr- greindra óhappa. „Á grundvelli fyrirliggjandi upp- lýsinga og mati á aðstæðum tel- ur Matvælastofnun ekki líklegt að fiskur hafi sloppið úr kví sem varð fyrir tjóni í Tálknafirði og hefur fiskur sem þar var verið fluttur í aðrar kvíar. Matvælastofnun hefur einnig haft til skoðunar skýrslu um viðbrögð við tjóni á sjókví í Arnar- firði og skýrslu köfunarþjónustu frá skoðun og viðgerð á götum ofar- lega í nótarpoka í kvínni, sama dag og tjón kom í ljós. Með köfunar- skýrslunni sem er dagsett 12. febrú- ar fylgdu einnig myndir af götum fyrir og eftir viðgerð. Einnig hefur borist mat á stærð gata í nótarpok- anum,“ segir í tilkynningu MAST. „Álit Matvælastofnunar út frá þess- um gögnum, ljósmyndum og lýs- ingum kafara, er að litlar líkur séu á að fiskar hafi sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði áður en viðgerð fór fram. fyrirtækið hefur einnig upplýst að ekki væri grunur um sleppingu úr sjókvínni þar sem göt við yfirborð sjávar hafi verið lít- il og lax haldi sig neðarlega í kví- um á þessum árstíma og í vondum veðrum.“ mm Telja að lax hafi ekki sloppið úr skemmdum kvíum Mikið er nú að gera í fiskvinnslunni hjá Valafelli í Ólafsvík, en vertíð- in hófst af krafti í febrúar. Að sögn Kristínar Vigfúsdóttur framkvæmda- stjóra er búið að ganga ágætlega og mikið hefur verið að gera. „Það vinna hjá okkur bæði á sjó og í landi 34 manns, allt mjög duglegt og gott fólk. Án þess væri ekki hægt að reka fyrirtækið. Við fáum fisk af okkar báti og kaupum auk þess mikið af mark- aði. Einnig eru nokkrir bátar að landa byggðakvótanum til okkar og munur mikið um það,“ segir Kristín. Valafell er með fasta kaupendur að fiski sem kaupa allt sem fram- leitt er í Valafelli. Þessir kaupendur eru á Spáni, Portúgal og í fleiri lönd- um. „Nastar sér svo um alla sölu fyr- ir okkur okkur. Það sem veldur okk- ur hins vegar mestum áhyggjum nú er hátt gengi krónunnar eins og hjá mörgum sjárvarútvegsfyrirtækjum, ásamt svo háu tryggingargjald og ég tala nú ekki um veiðigjaldið sem er að fara með mörg fyritæki. Ég óttast að hér gefist fólk upp ef stjórnvöld laga það ekki,“ segir Kristín. af Annir í fiskverkuninni hjá Valafelli Fyrirtækið gerir út bátinn Ólaf Bjarnason SH. Björn Erlingur Jónasson, skipstjóri og útgerðarmaður, rekur ásamt konu sinni Kristínu Vigfúsdóttir Valafell og bátinn Ólaf Bjarnason SH. Björn Erlingur lætur ekki sitt eftir liggja en hér er hann að leggja fisk í salt. Margrét Birgisdóttir og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir voru kátar að fésa þorsk- hausa. Þessar dömur voru í óða önn að snyrta þorskinn áður en hann var settur í salt. Heiðar Friðriksson verkstjóri hjá Valafelli hefur haft í nógu að snúast á þessari vertíð. Hér er ásamt hluta starfsmanna sem vinna við að snyrta þorskinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.