Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 20186
Arion banki eign-
ast United Silicon
REYKJANES: „Samkomulag
hefur náðst á milli skiptastjóra
þrotabús United Silicon og Ar-
ion banka um að bankinn fái að
ganga að sínum veðum og taka
yfir allar helstu eignir félagsins,“
segir í tilkynningu frá bankan-
um um verksmiðjuna í Helguvík
á Reykjanesi sem fór í gjaldþrot á
síðasta ári eftir viðvarandi erfið-
leika og að hafa ekki getað stað-
ið við ákvæði um mengunarvarn-
ir. „Nýtt félag verður stofnað um
starfsemi kísilverksmiðjunnar í
Helguvík. Markmið Arion banka
er að vinna að úrbótum á verk-
smiðjunni og selja hana eins fljótt
og auðið er,“ segir í tilkynningu
bankans.
-mm
Frestur að líða
vegna vatnsveit-
ustyrkja
LANDIÐ: Nú
er að renna út
frestur til að
skila umsókn-
um vegna fram-
kvæmda við
vatnsveitur á lögbýlum á fram-
kvæmdaárinu 2018. Í fréttabréfi
Búnaðarsamtaka Vesturlands
sem kom út í síðustu viku kem-
ur fram að sækja verði um fyrir
1. mars nk. vegna framkvæmda á
þessu ári. Aðeins er tekið við raf-
rænum umsóknum á Bændatorg-
inu. „Með umsókn þarf að fylgja
kostnaðaráætlum og umsögn
ráðunauts (BV eða RML). Þeir
sem áttu samþykktar umsóknir á
sl. ári en framkvæmdu ekki þurfa
að sækja um aftur. Nánari upplýs-
ingar veitir Guðrún S Sigurjóns-
dóttir, fulltrúi á búnaðarmála-
skrifstofu Matvælastofnunar (gu-
drun.sigurjonsdottir@mast.is).
Einnig er hægt að hafa samband
við Torfa Bergsson hjá BV (atb@
bondi.is).“
-mm
Háskóladagurinn
framundan
LANDIÐ: Háskóladagurinn
2018 fer fram laugardaginn 3.
mars nk. frá kl. 12 - 16. Allir há-
skólar landsins standa að degin-
um og er tilgangur hans að kynna
fjölbreytt námsframboð sem í
boði er hér á landi. Kynningarnar
fara fram í Háskóla Íslands, Há-
skólanum í Reykjavík og Listahá-
skóla Íslands. Boðið verður upp
á fríar strætóferðir milli staða. Á
Háskóladeginum munu háskól-
arnir bjóða upp á ýmsa viðburði,
kynningar og uppákomur. Einn-
ig gefst gestum og gangandi tæki-
færi til að spjalla við nemend-
ur, kennara, náms- og starfsráð-
gjafa um allt sem viðkemur námi
í skólunum sjö og fá upplýsingar
um fjölbreytta námsmöguleika.
-mm
Vilja stýra SAF
LANDIÐ: Að minnsta kosti tvö
hafa lýst yfir framboði til for-
manns Samtaka ferðaþjónust-
unnar, SAf. Grímur Sæmund-
sen, framkvæmdastjóri Bláa
lónsins, hefur verið í forsvari
fyrir samtökin undanfarin fjög-
ur ár, en hyggst nú draga sig til
hlés á þessum vettvangi. fram-
boðsfrestur rennur út tveimur
vikum fyrir aðalfund SAf sem
fer fram 21. mars nk. Annars
vegar hefur Þórir Garðarsson,
núverandi varaformaður SAf,
tilkynnt að hann óski eftir for-
mannssætinu. Hins vegar hefur
Skagakonan Bjarnheiður Halls-
dóttir, framkvæmdastjóri ferða-
skrifstofunnar Katla DMI, lýst
því yfir að hún gefi kost á sér til
formennsku í SAf.
-mm
Nýr fram-
kvæmdastjóri hjá
Norðuráli
HVALFJ.SV: Steinunn Dögg
Steinsen hefur verið ráð-
in framkvæmdastjóri örygg-
is- og umhverfissviðs Norður-
áls á Grundartanga. Hún hefur
unnið hjá Norðuráli frá 2011 og
gegndi síðast stöðu deildarstjóra
umhverfismála á umhverfis- og
verkfræðisviði. Steinunn er með
M.Sc. í efnaverkfræði frá Den-
marks Tekniske Universitet og
lauk diplómanámi í verkefna-
stjórnun og leiðtogaþjálfun frá
Háskóla Ísland árið 2010.
-mm
Tveir karlmenn eru nú í haldi lög-
reglu í tengslum við rannsókn á
umfangsmiklum þjófnaði á tölvu-
búnaði úr nokkrum gagnaverum
hér á landi. fjögur embætti lög-
reglu koma að rannsókn málsins;
rannsóknadeildir Lögreglunnar á
Vesturlandi, Norðurlandi eystra og
Suðurnesjum auk Ríkislögreglu-
stjóra. Mennirnir sem sæta gæslu-
varðhaldi eru hins vegar fámálir
og hefur ekki enn tekist að upplýsa
hvar búnaðurinn er sem stolið var
í fyrrgreindrum innbrotum í des-
ember og janúar. Þar á meðal var
28 tölvum stolið 15. desember síð-
astliðinn úr gagnaveri Borealis Data
Center við Sólbakka í Borgarnesi. Í
kjölfar þess lýsti lögregla eftir bíl
sem talinn var hafa verið notaður í
því innbroti. fannst hann skömmu
fyrir jól. Engar af þeim tölvum sem
saknað er úr innbrotunum hafa þó
komið í leitirnar, en alls var stol-
ið um 600 tölvum að verðmæti um
200 milljónir króna.
Upplýsingar um rannsókn máls-
ins láku í fjölmiðla í síðustu viku,
í óþökk lögreglu samkvæmt heim-
ildum Skessuhorns. Engu að síð-
ur er hér um að ræða eitt stærsta
þjófnaðarmál síðari tíma og er þau
hluti af skipulagðri glæpastarfsemi.
Talið er að glæpahringurinn ætl-
aði að setja tölvubúnaðinn upp og
hefja rekstur gagnavers á nýjum,
ótilgreindum stað. fylgist lögregla
nú grannt með rafmagnsnotkun, en
talið er að rafmagnsþörf til að knýja
fyrrgreindan tölvubúnað sé álíka
og þarf til að rafvæða 600 manna
þorp.
mm
Þjófnaður úr gagnaverum enn óupplýstur
Línubátinn Tjaldur SH tók niðri
í Rifshöfn að kvöldi síðasta mið-
vikudags þegar báturinn var á leið
til veiða. Björgunarskipið Björg
kom taug yfir í skipið og reyndi að
ná Tjaldi af strandstað en gekk erf-
iðlega. Til viðbótar var því fengin
stór og öflug hjólaskófla úr landi
til að toga í bátinn. Með sameigin-
legu átaki og vélarafli Tjalds náð-
ist að koma bátnum á flot. Engar
skemmdir urðu á Tjaldi við þetta
óhapp en kafari skoðaði botn báts-
ins daginn eftir. af
Tjaldur
tók niðri
í Rifshöfn
Hér togar Björgin í bátinn.
Tjaldur kominn á flot að nýju.