Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 201814 Á annan tug starfsmanna Ljósleið- arans hefur undanfarna daga verið á ferðinni á Akranesi. Verkefni þeirra er að koma bæjarbúum í „Eitt gíg“ ljósleiðaratengingar. Bílar merkt- ir fyrirtækinu voru áberandi því ekki færri en 14 slíkir hafa verið á ferðinni í bæjarfélaginu og verða þar til þessari törn tenginga lýkur. Að sögn Vals Heiðars Sævarsson- ar, markaðsstjóra Gagnaveitunn- ar, hefur fjöldi viðskiptavina pant- að bæði nýja uppsetningu og upp- færslu á tengingum sínum og kapp- kostar starfsfólk nú að ljúka upp- setningu og afgreiðslu mála í einni heimsókn. Valur segir að „Ein heimsókn“ sé raunar heiti á sam- starfsverkefni Gagnaveitu Reykja- víkur og þeirra fjarskiptafyrirtækja sem veita þjónustu um Ljósleiðar- ann. „Þetta felur í sér að í aðeins einni heimsókn til viðskiptavinar er gengið frá öllum nauðsynlegum tengingum á heimilinu, ljósleiðara- sambandið er prófað og það afhent tilbúið til notkunar.“ Hægt er að panta 1 Gíg Ljósleið- arans hjá fjarskiptafyrirtækjunum Nova, 365, Hringiðunni, Hringdu, Símafélaginu og Vodafone. „Nú er hægt að afgreiða hverja pöntun með sérstöku hraði vegna þessarar miklu viðveru okkar fólks á Akra- nesi,“ segir Valur Heiðar. mm Afgreiða fjölda heimila á Akranesi með öflugri nettengingar Ekki færri en fjórtán bílar og starfsmenn Ljósleiðarans hafa verið á ferðinni á Akranesi síðustu daga. Ljósm. kgk Eins og greint var frá í Skessuhorni í byrjun mánaðarins hefjast tökur á nýrri íslenskri kvikmynd í Dölum nú í lok febrúar. Kvikmyndin heit- ir Héraðið og er nýjasta mynd leik- stjórans Gríms Hákonarsonar, sem er líklega þekktastur fyrir myndina Hrúta frá árinu 2015. Héraðið er kvensöguhetja. Þar segir frá kúabóndanum Ingu sem gerir uppreisn í karllægu samfélagi. Inga er leikin af Arndísi Hrönn Eg- ilsdóttur en með önnur aðalhlut- verk í myndinni fara þeir Sigurð- ur Sigurjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Helsti tökustaður í Dölum verður bærinn Erpsstaðir, þó einnig verði farið víðar um sveit- ina. Munu tökur í Dölum standa yfir fram að páskum. Aðstandend- ur myndarinnar hafa fengið félags- heimilið Árblik á leigu gegn því að greiða rekstur hússins á leigutím- anum. Alls verða um 30 manns við tök- ur á myndinni í Dölum, auk leikara. Þá var leitað að heimamönnum til að taka að sér aukahlutverk í mynd- inni, auk þess sem fólk mun vanta í fjöldasenur á einhverjum tíma- punkti. fóru fram prufur í Dalabúð vegna þessa í byrjun mánaðarins. Áætlað er að kvikmyndin kosti um 275 milljónir í framleiðslu. Nýtur gerð myndarinnar 110 millj- óna króna styrks úr Kvikmynda- sjóði Íslands en einnig hafa fengist styrkir frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og SR fernse- hen Arte. kgk Frá prufum sem haldnar voru fyrir kvikmyndina í Dalabúð í byrjun febrúar. Ljósm. úr safni/ sm. Kvikmyndatökur að hefjast í Dölum Leikdeild Umf. Skallagríms frum- sýndi eins og kunnugt er leikverkið 39½ vika eftir Hrefnu friðriksdótt- ur, föstudaginn 16. febrúar. Að sögn Þorbjargar Dagnýjar Kristbjörns- dóttur, upplýsingafulltrúa leikdeild- arinnar, hafa sýningar gengið mjög vel. Um er að ræða farsakenndan gamanleik um sveitadrenginn Val sem fær að nota skrifstofu frænku sinnar á kvennadeild á sjúkrahúsi til að skrifa lokaritgerð um skagfirsku sauðkindina. „Við erum búin að vera með fimm sýningar og þær hafa verið mjög góðar. Aðsókn var mjög góð á sýn- ingarnar um síðustu helgi og hafa umsagnir gesta verið mjög jákvæðar, enda er þetta stórskemmtileg sýn- ing og mikið hlegið. Einn áhorfandi sagðist hafa fengið strengi í magann eftir öll hláturköstin,“ segir Þor- björg Dagný. „fimm sýningar eru eftir og ég mæli með því að allir verði sér úti um miða. Það verður enginn svik- inn af þessari sýningu,“ segir hún og bætir við að hægt sé að panta miða í síma 846-2293 eða á netfangið leik- deildskalla@gmail.com. arg Mikið hlegið á sýningum Leikdeildar Umf. Skallagríms Svipmynd úr uppsetningu Leikdeildar Umf. Skallagríms á leikritinu 39½ vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Ljósm. Umf. Skallagrímur. færeyski línubáturinn Jákup B land- aði í Ólafsvík í síðustu viku. Að sögn Sæbjarnar Vigfússonar sölustjóra hjá fiskmarkaði Íslands var aflinn rúm 86 tonn og var þorskur uppi- staða aflans. Sæbjörn sagði fréttarit- ara að meðalverð á þorskinum hafi verið 285 krónur og á ýsunni 244 krónur. Þessi afli fékkst í fimm lögn- um í Breiðafirðinum. Sæbjörn sagði ennfremur að leiðindaveður hafi sett strik í reikninginn og löndun því tekið um fimmtán tíma, en afl- inn hjá Jákupi B er allur settur í 60 kílóa kassa um borð og síðan sturt- að í 300 lítra kör á bryggjunni. Vel var gengið frá aflanum, að sögn Sæ- björns. af Landað úr færeyskum báti í Ólafsvík Krani frá Þorgeiri ehf. var notaður við löndunina. Starfsmenn Fiskmarkaðar Íslands landa úr Jákupi B við erfiðar aðstæður vegna veðurs. Löndunargengið var vel klætt. Sigfús Kristinn Þorbjörnsson með væna ýsu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.