Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 201820 Rúna Björg Sigurðardóttir, styrkt- ar- og einkaþjálfari hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún hefur í tæp tvö ár rekið þjálfunarstöðina Metabolic Akranesi og hefur iðk- endum þar fjölgað jafnt og þétt á þessum tíma. Þá hefur hún einn- ig verið styrktarþjálfari fyrir hand- knattleiksdeild Aftureldingar í Mos- fellsbæ í fjögur ár. Síðastliðið haust hóf hún svo nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og fram- undan er að opna nýja Metabolic þjálfunarstöð í Reykjavík. „Það er einhvern veginn alltaf þannig hjá mér að verkefnin verða fleiri en ég kannski ætlaði í upphafi,“ segir Rúna Björg og hlær. „Ég tel mig þó vera nokkuð duglega að gæta þess að ofgera mér ekki. fyrstu árin hjá Aftureldingu var ég með meistara- flokk karla og kvenna, yngri flokka og handboltaakademíu fjölbrauta- skólans í Mosfellsbæ. Þegar ég tók ákvörðun um að fara í háskólanám varð ég að minnka við mig hjá Aft- ureldingu. Þetta tímabil hef ég að- eins verið með meistaraflokk karla, að hluta til. Ég ákvað reyndar líka að ég myndi ekki taka fullt nám heldur fara þetta á mínum hraða, það hefur ekki alveg gengið eftir, ég er búin að vera í fullu námi frá því ég byrjaði. Þegar ég var byrjuð vildi ég bara klára þetta sem fyrst,“ bæt- ir hún við. Ætlaði aldrei að verða þjálfari Rúna Björg hefur alla tíð stund- að íþróttir en ætlaði sér þó aldrei að verða þjálfari. „Ég æfði fótbolta sem krakki en hætti því svo vegna meiðsla. Ég var alltaf að meiðast í íþróttum og fann að það var best fyrir mig að hreyfa mig bara ein og vinna með meiðslin. Þó ég hafi allt- af haft gaman af líkamsrækt ætlaði ég mér alls ekki að verða styrktar- þjálfari. Ég stefndi alltaf á listnám,“ segir Rúna Björg og bætir því við að hún sé mjög listræn. „Eftir að ég útskrifaðist með stúdentspróf frá fjölbrautaskóla Vesturlands fór ég á listnámsbraut við Tækniskólann. Þá stefndi ég á að læra arkitekt- úr eða einhverja hönnun, en end- aði svo á að fara á Hvanneyri í um- hverfis- og skipulagsfræði eftir út- skrift úr Tækniskólanum. Eftir eitt ár á Hvanneyri fann ég að þetta var bara alls ekki fyrir mig og ég tók al- gjöra u-beygju og skráði mig í ÍAK einkaþjálfaranám á Keili. Þar fann ég strax mína köllun og fékk mik- inn áhuga á náminu og þá sérstak- lega meiðslaforvörnum. Ég var í tvö ár á Keili þar sem ég fór í gegnum einkaþjálfaranámið og svo sérhæfði ég mig í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna á afreksstigi. Ég tók mörg auka námskeið og áfanga sem snéru að styrktar- og endurhæfing- arþjálfun. Þegar ég fæ áhuga á ein- hverju get ég alveg orðið heltekin af því og þyrstir alltaf í að læra meira. Mér líður oft eins og því meira sem ég læri, því minna vitiég,“ segir hún og hlær. „Ég reyni alltaf að vera dugleg að endurmennta mig og sækja námskeið og læra eins og ég get, þó ég hafi nú róast aðeins með árunum.“ Metabolic er fyrir alla Rúna Björg er fædd og uppalin á Akranesi og starfaði sem einkaþjálf- ari við Íþróttamiðstöðina á Jaðar- sbökkum áður en hún opnaði Me- tabolic stöðina. „Metabolic er æf- ingakerfi sem hentar öllum sem vilja bæta sitt líkamlega atgervi. Þá skiptir engu máli hvort það er einhver sem er nýstiginn upp úr sófanum eftir áralanga kyrrsetu eða íþróttamann- eskja sem vantar að bæta frammi- stöðu sína í sinni íþróttagrein. Þetta kerfi var fundið upp af Helga Jón- asi Guðfinnssyni, sem er einn af upphafsmönnum ÍAK námsins á Keili, en hann er einn sá fremsti á þessu sviði og byggir þetta kerfi upp á mjög nákvæman hátt. Í Me- tabolic eru engar tilviljanir. Unnið er út frá því að bæta frammistöðu í æfingum, en bætt líkamsstaða og meiðslaforvarnir eru aldrei langt undan. fyrir okkur eru allir íþrótta- menn og þjálfunin tekur mið að því að bæta alla þætti; liðleika, styrk, kraft og úthald. Öll þurfum við að bæta ákveðna færni, hvort sem það eru stefnubreytingar inn á fótbolta- velli eða að stökkva á eftir barna- börnunum. Til þess þurfum við styrk og kraft í öllum hreyfiplön- um. Við vinnum með öll orkukerfin á vísindalegan hátt og allar æfingar eru úthugsaðar, allt frá upphitun að teygjum í lok æfingar,“ segir Rúna Björg og bætir því við að í Metabo- lic sé alltaf hægt að aðlaga æfingarn- ar að þörfum hvers og eins. Mætum öllum þar sem þeir eru „Metabolic hentar vel fyrir fólk sem hefur verið að glíma við meiðsli, en við gerum kröfur um að fólk láti okkur vita áður en þjálfun hefst ef það er eitthvað sem við þurfum að varast. Svo hvetjum við iðkendur til að láta okkur vita á æfingum ef eitt- hvað er, því við eigum okkar góðu og slæmu daga og þjálfun á að taka mið að því. Það er nefnilega alltof margt hægt að gera og algjör óþarfi að pína sig í gegnum eitthvað sem við ráðum illa við. Við leggjum mik- ið upp úr því að mæta öllum þar sem þeir eru og gæta þess að allir vinni við viðeigandi álag,“ segir Rúna Björg. „Í Metabolic er gott að byrja í MB2 þar sem unnið er meira með frjálsan búnað, eins og bolta, lóð og ketilbjöllur. Í MB3 er hægt að byrja ef iðkendur kunna sín mörk, þar er unnið meira með þyngri lyftingar og tæknilegri æfingar. MB4 eru svo vinsælu þoltímarnir okkar þar sem unnið er með markvissa lotuþjálf- un á Assault hjólunum okkar eða róðravélum. Svo færum við okkur í markviss útihlaup yfir sumartím- ann. MB Kraftþjálfun er svo í boði fyrir íþróttafólk og lengra komna sem vilja bæta styrk og sprengikraft. Auk Metabolictíma bjóðum við upp á vandaða hópeinkaþjálfun þar sem unnið er á sérhæfðari hátt í minni hópum, þar er tilvalið að byrja eft- ir langa kyrrsetu. Þetta smellpass- ar allt saman. Æfingarnar eru sett- ar upp á töflu og svo vinna allir á sínum hraða og þjálfararnir, sem eru allir faglærðir, fylgjast vel með og leiðbeina,“ segir Rúna og bætir því við að nánari upplýsingar megi finna inni á vefsíðunni www.meta- bolicakranesi.is. Stefnir á að opna þjálf- unarstöð í Reykjavík Aðsókn Skagamanna í Metabolic hefur verið mjög góð og nú stefn- ir Rúna Björg á að opna nýja stöð í Reykjavík. „Við erum þrjár sam- an sem ætlum að opna Metabolic þjálfunarstöð í Reykjavík. Við erum núna að leita að húsnæði og erum meira að segja með augastað á einu. Um leið og hentugt húsnæði finnst förum við á fullt í að gera klárt og opna. Það gæti þess vegna orðið eft- ir mánuð eða bara á næsta ári,“ seg- ir Rúna Björg. Aðspurð hvort hún ætli þá að flytja til Reykjavíkur seg- ist hún ekki ætla að gera það. „Ég hef alltaf búið á Akranesi og líður vel hér. Atvinnutækifærin eru mun fjölbreyttari á höfuðborgarsvæðinu en ég trúi því að hver sé sinnar gæfu smiður. Því hef ég kosið að búa hér og gera gott úr því sem ég hef. Hér er svo gott að ala upp börn og mér líður vel hérna. Það gengur vel með Metabolic stöðina og í kringum hana hefur myndast náið samfélag sem mér þykir mjög vænt um. Ég verð í allt öðru hlutverki í bænum. Þar mun ég ekki þjálfa einsog ég geri hér, hinar tvær ætla að sjá um það hlutverk. Hlutverk mitt verður að sjá um utanumhald og rekstur,“ segir Rúna Björg að endingu. arg Stefndi á listnám en fann köllunina í líkamsræktinni Rætt við Rúnu Björg styrktar- og einkaþjálfara á Akranesi Rúna Björg Sigurðardóttir rekur þjálfunarstöðina Metabolic Akranesi og stefnir nú á að opna nýja Metabolic stöð í Reykjavík. Aðstaðan er mjög snyrtileg og góð í Metabolic Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.