Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 20186 Vilja ganga til liðs við VR SUÐURNES: Á aðal- fundi Verslunarmanna- félags Suðurnesja sem haldinn var í Reykjanesbæ sl. fimmtudag var sam- þykkt með öllum greidd- um atkvæðum, að geng- ið verði til viðræðna við VR um sameiningu félag- anna. Á fundinum kynnti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, starfsemi félagsins og Gils Ein- arsson, fyrrum formað- ur Verslunarmannafélags Suðurlands (VMS), sagði frá reynslunni af samein- ingu VR og VMS. Á vef VR segir að í máli Ragnars Þórs formanns hafi komið fram að hann væri ánægð- ur með þessa ákvörðun og að slík sameining myndi styrkja stöðu félagsmanna á svæðinu og VR í heild- ina. Það hefðu fyrri sam- einingar VR við önnur landsbyggðarfélög sýnt, þar sem þeim hafi fylgt efling félagsstarfs og auk- in þjónusta á viðkomandi svæðum. Náist samkomu- lag milli félaganna í við- ræðum, sem ekki er talið að muni taka langan tíma, verður tillaga um sam- einingu lögð fyrir félags- menn VS í allsherjarat- kvæðagreiðslu. Samn- ingurinn yrði svo lagð- ur fram til staðfestingar á næsta aðalfundi VR. -mm Samið við ljósmæður LANDIÐ: Samning- ar tókust á föstudags- kvöld milli Sjúkratrygg- inga Íslands og ljós- mæðra sem sinna heima- þjónustu. Endurskoðað- ur rammasamningur um þjónustuna var undirrit- aður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigð- isráðherra. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamn- ings hófu þegar störf. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði mikinn létti að búið væri að semja um þessa mikil- vægu þjónustu og ná lend- ingu sem hún taldi að all- ir gætu unað við. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samn- ingsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjón- ustunnar,“ sagði Svandís. Samningurinn gildir til 31. janúar 2019 og heim- ilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans. -mm Um geymslu- þolsmerkingar LANDIÐ: Matvælastofn- un hefur uppfært leiðbeining- ar um geymsluþolsmerking- ar matvæla og hvetur fram- leiðendur til að kynna sér nýja útgáfu. Leiðbeiningarnar, sem voru fyrst gefnar út árið 2015, fjalla um það hvernig skal merkja geymsluþol mat- væla. Þær taka sérstaklega fyrir muninn á „best fyrir“ og „síð- asti notkunardagur“ og hvora merkinguna skal nota á hvaða matvæli. Í nýrri útgáfu hafa nokkur atriði verið skýrð bet- ur. Framleiðendur eru hvatt- ir til að kynna sér leiðbeining- arnar. -mm Atvinnuleysi var 2,8% í mars LANDIÐ: Samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 203.400 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnu- markaði í mars 2018, sem jafngildir 81,4% atvinnuþátt- töku. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,8% og hef- ur aukist miðað við sama tíma fyrir ári síðan. -mm Bilun í dælu- brunni BORGARNES: Síðastlið- inn föstudag kom upp bilun þegar unnið var við tengingu og gangsetningu á fráveitu- dælustöð (brunni) við Bjarn- arbraut í Borgarnesi. Vegna þessa þurfti um helgina að setja fráveituna á yfirfall við Bjarnarbraut; „sem er baga- legt þar sem útrásarrörið er við göngubrú og útsýnispall við útrásina,“ sagði í tilkynn- ingu á vef Borgarbyggðar. Á mánudagsmorgun var nýjum varahlut síðan komið fyrir og áfram haldið vinnu við gang- setningu á brunninum. -mm Slysavarnadeildin Sumargjöf var stofnuð 22. apríl 1948 og hélt upp á 70 ára afmæli sitt á sumardaginn fyrsta. Haldið var upp á daginn með veislu í Mettubúð og komu um 90 manns og þáðu kaffiveit- ingar í tilefni dagsins. Afhjúpaður var minnisvarði um Mettu Krist- jánsdóttur við Mettubúð sem var húsnæði slysavarnadeildarinnar og björgunarsveitarinnar Sæbjarg- ar áður en Björgunarstöðin Von í Rifi var tekin í notkun. Á kopar- skildi sem er á minnisvarðanum er einnig texti um upphaf á bygg- ingu Mettubúðar sem var mikill áfangi í sögu slysavaranadeildar- innar Sumargjafar og björgunar- sveitarinnar Sæbjargar. Það voru þær Jenný Guðmundsdóttir, Björg Lára Jónsdóttir og Guðrún Alex- andersdóttir sem afhjúpuðu minn- isvarðan. Sumargjöf bárust gjafir á afmæl- isdaginn og barst peningaupphæð til minningar um Mettu Jónsdótt- ur í Geirakoti, frá Ólöfu Gísla- dóttur. Emanúel Ragnarsson færði deildinni einnig peningaupphæð í tilefni dagsins. Þá gaf Sumargjöf út blað í tilefni afmælisins og kom það út á dögunum. Þar er fjallað um sögu deildarinnar ásamt fleiru skemmtilegu og myndum úr starfi hennar. Þennan sama dag héldu slysavarnakonur sinn árlega köku- basar sem fyrir löngu er búinn að festa sig í sessi og seldist allt á bas- arnum sem konur höfðu bakað og buðu til sölu. þa Sumargjöf sjötíu ára Félagskonur í Sumargjöf í siglingu með Björginni. Hluti félaga í Sumargjöf. Minnisvarðinn afhjúpaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.