Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 23 Hettupeysur í mörgum litum Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína Sími: 666 5110 smaprent@smaprent.is www.smaprent.is Smáprent Hópur hestakvenna á Vesturlandi hefur nú tekið sig saman og stofn- að töltgrúbbu þar sem konurnar æfa saman undir handleiðslu Ragnheið- ar Samúelsdóttur reiðkennara. Aðal áherslan innan grúbbunnar er að hittast og hafa gaman saman og svo geta þær sem vilja tekið þátt í að sýna hóptölt á ýmsum viðburðum hesta- manna á Vesturlandi. Þrátt fyrir að grúbban hafi aðeins verið til í tæp- an mánuð hafa konurnar þegar sýnt á tveimur sýningum, annars vegar á Skeifudeginum á Mið-Fossum og hins vegar á Vesturlandssýningunni í Faxaborg. „Við hittumst fyrst á nám- skeiði hjá Ragnheiði helgina 6.-8. apríl og stukkum eiginlega strax út í djúpu laugina og fórum að sýna. Fyrir sýningarnar vorum við aðeins búnar að æfa saman fimm sinnum,“ segir Harpa Sigríður Magnúsdótt- ir, einn af stofnendum grúbbunnar, í samtali við Skessuhorn. Er með hestasótt af verstu gerð Harpa Sigríður er mikil hestakona. Hún er búsett á Syðstu-Fossum í Andakíl ásamt eiginmanni Unn- steini Snorra Snorrasyni og Ísaki Reyr 18 ára syni sínum og Magnúsi Snorra tveggja ára syni þeirra hjóna. Harpa Sigríður er fædd og uppalin í Árnessýslu þar sem hún hefur stund- að hestamennsku eins lengi og hún man eftir. Hún flutti á Hvanneyri til að hefja nám árið 2012 og kynnt- ist þá Unnsteini. Hún hefur verið í Borgarfirðinum síðan og vinnur í dag sem leiðbeinandi á leikskólan- um Andabæ á Hvanneyri. „Hesta- mennska hefur alltaf spilað stóran þátt í mínu lífi. Því hefur oft verið fleygt fram að ég hafi alla tíð verið með hestasótt af verstu gerð,“ segir hún og hlær. „Ég er mikið náttúru- barn og elska að vera þar sem ég get komist út í náttúruna hvenær sem er. Ég hef prófað að búa á mölinni og það var ekki fyrir mig, ég vil bara vera í sveit. Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp við þessar aðstæð- ur og að geta gefið börnunum sínum tækifæri til þess líka. Magnús Snorri sonur okkar er mikill sveitakall eins og við og finnst fátt skemmtilegra en að hjálpa til úti í húsum. Hann hef- ur svo ömmu og afa í næsta húsi sem eru líka forréttindi,“ bætir Harpa Sigríður við. Hestamennskan í stóru hlutverki Harpa Sigríður og Unnsteinn eru með um 100 ær og 25 hross og það mætti segja að hestamennskan sé ríkjandi áhugamál á bænum. Unn- steinn vinnur mikið og getur því ekki tekið jafnan þátt í áhugamálinu en Harpa Sigríður ver miklum tíma í hesthúsinu að þjálfa. „Ég er aðallega að þjálfa upp og temja góða alhliða reiðhesta en ég er líka með einn sem ég er að þjálfa upp sem keppnis- hest fyrir mig. Ég hef lítið verið að keppa undanfarið en er núna í námi sem heitir Reiðmaðurinn. Þar er ég með hest sem mig langar mikið að geta keppt á,“ segir hún. Á Syðstu- Fossum er augljóst að hestamennsk- an er í forgangi. Þar hafa þau Harpa Sigríður og Unnsteinn komið sér upp ágætlega rúmgóðri þjálfunarað- stöðu innandyra enda miklum tíma varið þar. Allar konur með töltandi hest velkomnar í hópinn Töltgrúbban er að sögn Hörpu Sigríðar fyrir allar konur á Vest- urlandi sem hafa aðgang að hesti með þokkalegt tölt. „Það eru eng- in önnur skilyrði en að geta komið með hest sem töltir og auðvitað að vera kona. Hugmyndin er fyrst og fremst að ná saman konum á Vest- urlandi sem stunda hestamennsku til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það eru engin skilyrði um að taka þátt í sýningum eða að mæta á all- ar æfingar, bara að vera með og hafa gaman,“ segir Harpa Sigríður. Tölt- grúbban er í örlítilli pásu um þess- ar mundir en þráðurinn verður tekin upp að nýju í haust. „Margar í hópn- um eru bændur og nú er að koma háannatími hjá þeim, sauðburður, heyskapur og önnur störf sem þarf að sinna yfir sumarið. Hugmyndin er að hittast að nýju í haust og taka þá ákvörðun um hvernig við viljum hafa æfingar og hvernig fyrirkomu- lag grúbbunnar á að vera,“ segir Harpa Sigríður og bætir því við að stofnuð hefur verið Facebook-síða fyrir grúbbuna og þangað geti allar áhugasamar konur leitað eftir frekari upplýsingum. „Ég útiloka þó ekkert að við munum hittast fyrir haustið og gera eitthvað skemmtilegt sam- an. En væntanlega verða ekki æfing- ar fyrr en snemma á næsta ári þegar við erum allar komnar með hesta inn í hús á ný. Vonandi verður svo nóg um sýningar næsta vor.“ Hópurinn hefur stækkað hratt Aðspurð hvort hún þekki til fleiri kvenna í töltgrúbbum svarar hún því að hugmyndin hafi einmitt kom- ið frá annarri slíkri grúbbu á höf- uðborgarsvæðinu. „Ragnheiður stofnaði sambærilega grúbbu innan hestamannafélagsins Spretts og er að þjálfa þann hóp kvenna. Ég veit líka til þess að fleiri svona grúbbur á höf- uðborgarsvæðinu og eflaust víðar. Þetta er skemmtileg leið til að sam- eina konur í hestamennsku.“ Í Tölt- grúbbu Vesturlands eru um 60 kon- ur skráðar í dag og að sögn Hörpu Sigríðar hefur hópurinn stækkað mjög hratt. Hún segist eiga von á að næsta vor verði hópurinn orðinn töluvert stærri. „Sýningarnar voru báðar mjög góðar og skemmtilegar. Það tóku 26 konur þátt á Skeifudeg- inum og 24 konur á Vesturlandssýn- ingunni. Ég er viss um að það muni verða töluvert stærri hópur næst. Ég veit að konur af Snæfellsnesi voru uppteknar í öðru á þessum tíma og komust ekki þrátt fyrir að hafa viljað. Ég vona að næst komist þær með, það verður gaman að hitta allar þess- ar konur og sjá hvað hópurinn getur gert,“ segir Harpa Sigríður brosandi að lokum. arg Töltgrúbba fyrir konur á Vesturlandi Frumsýndu nýverið fyrsta atriðið sem hópurinn þjálfaði Flottur hópur kvenna í töltgrúppu. Ljósm. Árdís H. Jónsdóttir. Hópur kvenna á Vesturlandi tók sig saman og stofnaði töltgrúppu og hafa þær tvisvar komið saman og sýnt hóptölt á hestamannaviðburðum á Vesturlandi. Ljósm. Árdís H. Jónsdóttir. Harpa Sigríður Magnúsdóttir, bóndi á Syðstu-Fossum, er einn af stofnendum Töltgrúbbu Vesturlands. Á myndinni er Harpa Sigríður á baki hests sem hún er að þjálfa upp sem keppnishest.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.