Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 02.05.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018 21 Söngleikurinn Smellur var frum- sýndur fyrir fullu húsi í Bíóhöll- inni á Akranesi síðastliðið föstu- dagskvöld. Söngleikurinn er færð- ur á fjalirnar af nemendum á ung- lingastigi í Grundaskóla. Höf- undar verksins eru Einar Viðars- son, Gunnar Sturla Hervarsson og Flosi Einarsson, en þeir kenna allir við skólann. Fjörtíu nemend- ur stíga á svið í sýningunni en alls koma áttatíu nemendur að upp- setningunni með einum eða öðr- um hætti. Söngleikurinn gerist á níunda áratugnum og er verkið svipað miklum 80s anda, allt frá búning- um til textans. Gestir sem muna þá tíma þegar Wham og Duran Dur- an réðu ríkjum fá þátíðarþrá fyr- ir allan peninginn þegar persónur drekka sódastrím eða láta þreytuna líða úr sér með aðstoð fótanudd- tækisins á meðan hlýtt er á dóms- dagsfréttir kaldastríðsáranna. Húmorinn ræður ríkjum í sög- unni og Smellur er mjög fyndinn söngleikur. Mikið var hlegið í saln- um og oft þurftu leikarar að bíða augnablik áður en þeir gátu haldið áfram á sviðinu til að leyfa áhorf- endum að ná andanum. Tónlistin í verkinu er samin í anda stórsmella níunda áratugar- ins og er ljómandi skemmtileg. Krakkarnir fluttu músíkina af ör- yggi og yfirvegun en því miður heyrði blaðamaður ekki nægilega vel í söngnum í öllum lögunum. En það sem hann heyrði kunni hann að meta. Söngatriðin eru studd með metnaðarfullum dans- atriðum sem dansarar sýningar- innar skiluðu frá sér af stakri prýði og mikilli nákvæmni. Af frumsýn- ingunni var raunar ekki annað að merkja en að verkið allt hafi verið mjög vel æft og alls staðar vandað til verka. Öllum sem stigu á stokk virtist líða vel á sviðinu, ekki var að sjá neinn taugatitring í hópn- um. Leikararnir stóðu sig afar vel. Í stórum hlutverkum sem smáum má sjá marga mjög efnilega leik- ara sem gætu lagt fagið fyrir sig í framtíðinni ef þeim sýndist svo. Sviðsmyndin er litrík og flott og grípur auga áhorfandans. Með því að kveikja ljós á bakvið hana á mismunandi stöðum breytist hún eftir því hvað er til umfjöllunar á sviðinu hverju sinni. Er það mjög einföld og sniðug lausn til að gera leikmyndina lifandi. Flæði sýningarinnar er mjög gott og aldrei var dauður tími á frumsýningarkvöldinu. Aftur er það merki um að verkið hafi verið vel æft, leikstjórn góð og allir vel undirbúnir hvort sem þeir stóðu á sviðinu, að tjaldabaki eða úti í sal. Viðtökur frumsýningargesta voru á eina leið; allir virust hæst- ánægðir með sýninguna og fengu krakkarnir standandi lófatak að sýningu lokinni. Smellur er enda mjög vel heppnuð og flott sýningin en umfram allt hin besta skemmt- un. kgk Smellur er hin besta skemmtun Það er nóg framundan hjá Karla- kórnum Kára á þessu tíu ára afmæl- isári. Laugardaginn 5. maí verða vortónleikar í Grundarfjarðar- kirkju en sérstakir gestir þar verður Grundartangakórinn undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Kórarnir munu syngja saman og í sitthvoru lagi skemmtileg dægurlög og lofa góðri skemmtun. Svo mun kórinn halda veglega tónleika sunnudag- inn 13. maí í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þar munu stórsöngvar- arnir Elmar Gilbertsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson koma fram með kórnum og ætti enginn tónlistar- unnandi að láta þetta fram hjá sér fara. tfk Karlakórinn Kári með tónleika Lionsklúbbur Grundarfjarðar af- henti Björgunarsveitinni Klakki ágóðan af kútmagakvöldinu sem klúbburinn hélt í vetur. Upphaf- lega var ætlunin að sveitin fjár- festi í hjartastuðtæki sem hægt væri að nota í útköllum en ágóðinn af kútmagakvöldinu var vel rúmlega yfir því markmiði og mun nýtast til tækjakaupa. Alls var upphæðin 1.050.381 kr. og veitti Ketilbjörn Benediktsson, formaður Klakks, honum viðtöku á fundi Lionsklúbbs Grundarfjarðar miðvikudaginn 25. apríl síðastliðinn. tfk Á myndinni eru f.v. Sigurlaug R Sævarsdóttir, Ásthildur Erlingsdóttir, Ketilbjörn Benediktsson, Hólmfríður Hildimundardóttir og Erna Sigurðardóttir Lions afhendir Björgunar- sveitinni Klakki veglegan styrk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.