Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 21. árg. 16. maí 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna og skipasali Óskum eftir eignum á sölu og leiguskrá! Mikil eftirspurn eftir flestum stærðum eigna Hringdu núna í síma 630-9000 og bókaðau skoðun á þinni eign SK ES SU H O R N 2 01 8 lögheimili.is Framtíðarreikningur -í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. 20 ÁR Go West / Út og vestur er ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur á Snæfellsnesi. Það hefur nú í tíu ár lagt mikla áherslu á líkamlega hreyfingu og umhverfismál í sinni þjónustu og er nú að uppskera. Fyrirtækið hlaut í síðustu viku vottun Vakans, gæðakerfi ferðaþjónustunnar, um að það uppfylli efsta stig kerfisins um vistvæna ferðaþjónustu. Á meðfylgjandi mynd er glaður hópur að fagna Vakavottuninni á toppi Snæfellsjökuls. Sjá nánar bls. 10. Á Hólum í Hvammsveit í Dölum bar ær ein þremur lömbum í lið- inni viku. Það væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ein gimbrin virtist eitthvað skrýtin strax eftir að hún kom í heiminn. Þegar Rebecca Cathrine Kaad Os- tenfeld, bóndi á Hólum, skoðaði gimbrina betur kom í ljós að hún er blind. Þá var ekki annað að gera en að taka gimbrina með heim og fylgjast vel með henni. „Þar sem hún er svo lítil og ósjálfbjarga þarf að hugsa alveg rosalega vel um hana. Fyrstu dagana tókum við annað lamb hingað inn með henni svo hún væri ekki ein. Við skellt- um á lömbin pampers bleium og höfðum þau í stofunni,“ segir Re- becca og hlær. Núna er hitt lamb- ið farið út aftur en litla gimbrin fær enn að búa inni á heimilinu. „Hún sefur mjög mikið en er öll að verða sprækari og kíkir í heim- sókn í fjárhúsin. Hún er mjög hænd að Kristjönu Maj, 9ára dótt- ur minni, en hún er jafnframt eig- andinn,“ segir Rebecca. Fær að sofa upp í Gimbrin hefur ekki enn fengið nafn en að sögn Rebeccu vilja þau finna eitthvað alveg sérstakt nafn fyr- ir hana. „Kristjana hefur gefið yfir 100 kindum nöfn en það gengur ekkert að finna nafn á þessa gimb- ur. Hún mun fá eitthvað alveg sér- stakt nafn.“ Gimbrin lifir góðu lífi á Hólum en hún fær m.a. að sofa uppi í rúmi hjá eiganda sínum. „Það er alveg dásamlegt að sjá þær saman. Um síðustu helgi svaf gimbrin upp í hjá Kristjönu og þær kúrðu saman,“ segir Rebecca og hlær. Þessa dag- ana snýst líf gimbrarinnar um að drekka og fá nýja bleiu. Rebeccu fannst við hæfi að hún myndi fá föt við hæfi og auglýsti því eft- ir bleikum samfellum á gimbr- ina. „Við eigum þrjú börn en þau eru öll orðin svo stór að ég er fyr- ir löngu búin að losa mig við öll barnaföt. Ég auglýsti því eftir samfellum á hana og held að nú sé ég búin að útvega nógu margar. Ég verð að segja að ég bjóst aldrei við að ég myndi þurfa á barnaföt- um að halda aftur,“ segir Rebecca og hlær. „Innkaupalistinn hefur líka tekið breytingum frá því sem áður var, nú er efst á listanum að kaupa Pampers bleiur í stærð tvö, litla lambið er búið að vaxa upp úr stærð eitt.“ Í sumar verður gimbrin höfð heima við en á Hólum er dýra- garður og passar litla gimbrin þar fullkomlega inn. „Hún getur ekki farið á fjall svona blind svo hún fær að vera heima og mun sjálfsagt fylgja dóttur minni mikið í sumar, rétt eins og hún gerir nú þegar,“ segir Rebecca að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni Lítil gimbur gistir hjá eiganda sínum Hér má sjá hversu vel fer um litlu gimbrina hjá eiganda sínum. Fyrstu dagana í nýju heimkynnum gimbrarinnar fékk hún að hafa með sér vin úr fjárhúsunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.