Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 13 Framlagning kjörskrár Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar, vegna sveitar- stjórnarkosninga sem haldnar verða þann 26. maí 2018, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, á almennum skrifstofutíma frá og með 16. maí 2016 til kjördags. Hvalfjarðarsveit 14. maí 2018 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri. SK E S S U H O R N 2 01 8 SK ES SU H O R N 2 01 8 Kjörskrá vegna sveitar- stjórnarkosningar 26. maí 2018 Kosningar til sveitastjórna fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið samþykkt og lögð fram af bæjarstjórn Akraness. Kjósendur á kjörskrá á Akranesi eru þeir sem eiga þar skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskráin liggur frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð, frá og með 16. maí næstkomandi og er þar opin almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma fram til kjördags. Alls eru á kjörskrá 5.183 einstaklingar, þar af 2.638 karlar og 2.545 konur. Þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri vegna kjörskrár er bent á að snúa sér til sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur allt til kjördags gert leiðréttingar á kjörskrá ef við á. Mjög mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatrygging- ar í nýjustu könnun Verðlagseftir- lits Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í síðustu viku. Í könn- uninni kemur fram að 107% mun- ur er á milli hæsta og lægsta til- boðsins í ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu. Lægsta verðið var hjá VÍS, 129.559 kr. fyrir ábyrgð- artryggingu og 43.631 kr. fyrir kaskótryggingu, samtals 170.190 krónur. TM var með hæsta til- boðið, 261.061 kr. fyrir ábyrgðar- tryggingu og 90.800 fyrir kaskó- tryggingu, samtals 351.861 krón- ur. Könnunin var gerð í samstarfi við bifreiðaeigenda sem fékk tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar ásamt bílrúðutryggingu og kaskó- tryggingu fyrir árgerð 2009 af VW Polo. Könnun verðlagseftirlitsins er staðfesting á því að bíleigend- ur þurfa reglulega að leita tilboða í lögbundnar ökutækjatryggingar. Ekki síst er það mikilvægt í ljósi þess að öllum bifreiðaeigendum er skylt að kaupa ábyrgðartrygg- ingu fyrir ökutæki sitt ásamt slysa- tryggingu ökumanns og eiganda. Í könnun ASÍ var því gerður verð- samanburður á þessum trygging- um auk bílrúðu- og kaskótrygging- ar en kaskótryggingin veitir trygg- ingarvernd ef hinn tryggði veldur sjálfur tjóni á eigin bifreið vegna áreksturs og veltu eða ef tjón verð- ur vegna innbrots, þjófnaðar eða skemmdarverka. Tiltölulega lítill munur er á til- boðunum frá Verði og Sjóvá en ábyrgðartryggingin var ódýrari hjá Sjóvá, 159.332 kr. en 165.558 kr. hjá Verði. Kaskótryggingin var hins vegar ódýrari hjá Verði, 52.663 kr. samanborið við 62.432 kr. hjá Sjóvá. Heildarverð fyrir ábyrgðartryggingu og kaskótrygg- ingu hjá Verði var 218.221 kr. en 221.766 kr. hjá Sjóvá. Þó að verð vegi þungt þegar tekin er ákvörðun um val á trygg- ingarfélagi þarf líka að skoða fjár- hæð sjálfsábyrgðar, sem er sá pen- ingur sem eigandi þarf sjálfur að reiða af hendi vegna tjóna. Engin eigin áhætta eða sjálfsábyrgð er á ábyrgðartryggingu hjá VÍS. Hjá TM leggst 35.000 kr. viðbótarið- gjald eftir tjón umfram 200.000 kr. en það fellur í gjalddaga þegar tryggingafélagið hefur greitt fyrr- nefnda upphæð. Sjálfsábyrgðin hjá Verði er 34.600 kr. en Sjóvá inn- heimtir iðgjaldsauka að upphæð 25.300 krónur vegna tjóna sem fara yfir 100.000 krónur. Í öllum þessum tilfellum er verið að tala um sjálfsábyrgð vegna ábyrgðar- tryggingar (skyldutryggingar) en eigin áhættu vegna kaskótrygg- ingar má sjá í töflunni. Þá skal tek- ið fram að iðgjöld hjá trygginga- félögunum geta hækkað við endur- nýjun í kjölfar tjóns. „Miklar verðhækkanir hafa orðið á bílatryggingum síðustu ár en hækkanirnar eru langt um- fram hækkun á vísitölu neyslu- verðs. Á árunum 2014-2018 hafa bílatryggingar hækkað um 25% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7%. Bílatryggingar hafa því hækkað um 17 prósentu- stig umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir að bílar hafa lækkað um 13% í verði og varahlutir um 20% á sama tímabili. Ef tímabilið frá 2016-2018 er skoðað hækkuðu bílatryggingar um 15% en vísitala neysluverðs um 4% og hækkuðu bílatryggingar því um 11% um- fram verðlag á því tímabili,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. mm 107% verðmunur á bílatryggingum Hvalfjarðarsveit óskar eftir aðila til að annast rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum nú í sumar. Viðkomandi skal samkvæmt nánara samkomulagi ann- ast umsjón með starfsemi laugarinnar í júní, júlí og ágúst, annast baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvör- um eins og klór og öðru sem rekstr- inum tengist. Rekstraraðili skal einn- ig ábyrgjast að starfsmenn er annast sundlaugarvörslu hafi lokið skyndi- hjálparnámskeiði. Æskilegt er að starfsmenn hafi náð 20 ára aldri og geti uppfyllt skilyrði um reglur og öryggi á sundstöðum. Umsóknum um rekstur sundlaug- arinnar að Hlöðum 2018 skal skila á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fyrir föstudaginn 18. maí nk. Umsóknum skal fylgja samantekt um umsækjanda m.a. fyrri störf, reynslu af rekstri og starfsmannahaldi. Nánari upplýising- ar veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 eða á netfangið skuli@ hvalfjardarsveit.is. Samhliða þessu starfi vantar Hval- fjarðarsveit að ráða í starf skrifstofu- manns/skjalavarðar. Nánari upplýs- ingar má finna á vef sveitarfélagsins. mm Vantar að ráða rekstraraðila Í gærmorgun var Bláfáninn dreginn að húni við Langasand á Akranesi. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfis- merki sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangurs- ríkt starf að umhverfismálum. Til- gangur verkefnisins er að stuðla að verndun lífríkis haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta ör- yggi og efla umhverfisvitund. Blá- fáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstaraðila þar sem hann blaktir við hún og er þetta sjötta árið í röð sem Langisandur vær þessa við- urkenningu. Var það Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sem dró fánann að húni með aðstoð leikskólabarna sem komu til að fylgjast með afhend- ingu fánans. Veðrið setti aðeins strik í reikninginn en rétt áður en fáninn var afhentur bæjarstjóra kom haglél og var athöfnin því ekki löng. Leik- skólabörnin eru þó öllu vön og tóku lagið í haglélinu áður en þau héldu aftur í sína skóla. arg Bláfáninn dreginn að húni við Langasand Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, tók við fánanum. Leikskólabörnin aðstoðuðu Sævar við að draga fánann að húni. Þrátt fyrir haglél og rok gáfu börnin sér tíma til að taka lagið þegar búið var að draga fánann að húni. Börnin komu sér vel fyrir hjá fánastönginni við Langasand áður en fáninn var afhentur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.