Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 201818 Íris Björg er ötul baráttukona gegn umskurði drengja og stend- ur á bak við samtökin Intact Ice- land, eða Ósnortið Ísland. Hún safnaði, ásamt Katrínu Sif Sigur- geirsdóttur ljósmóður, undirskrift- um frá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum til styrktar frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur; frum- varpinu sem í daglegu tali er kallað umskurðarfrumvarpið. Í frumvarp- inu er mælst til þess að sett verði átján ára aldurstakmark á umskurð drengja og ekki verði leyfilegt að umskera drengi án læknisfræðilegr- ar ástæðu. Hins vegar verði þeim í sjálfvald sett hvað þeir gera eftir átján ára aldur. Ísland er ennþá heima Íris Björg er alin upp í Hvalfjarð- arsveit, á bænum Kalastöðum. Þar búa foreldrar hennar ennþá en sjálf flutti hún til Danmerkur árið 2005 til að nema og leggja stund á hjúkrunarfræði. Þar kynntist hún manni sínum, Klaus Petersen, og í dag á hún með honum þrjú börn. Hún segir þó að Ísland verði allt- af heima. „Mér finnst ég alltaf vera með annan fótinn á Íslandi. Ég fylgist vel með öllu heima og fjöl- skyldan er á Íslandi og svona,“ seg- ir Íris Björg. Umhugað um öll börn Eftir að hafa klárað hjúkrunar- fræðinám fór Íris Björg í sérnám í því sem á dönsku kallast „sund- hedsplejerske“. Þar sinnir hún skyldum skólahjúkrunarfræðings og sér um ungbarnaeftirlit. Starfið er ekki sambærilegt neinu á Íslandi. „Þetta er nokkurs konar sérmennt- un í barnaheilbrigði, ef svo má að orði komast.“ Henni er umhugað um börn. „Alveg frá því ég útskrif- aðist sem hjúkrunarfræðingur hef ég starfað með börnum,“ segir hún. Hún hefur þar að auki klárað nám í brjóstagjafarráðgjöf og rak ráðgjaf- arþjónustu á tímabili þar sem hún aðstoðaði konur sem lentu í vand- ræðum með brjóstagöf. Umskurn án deyfingar Á síðustu árum hefur henni líka verið mjög umhugað um umskurð drengja. „Þegar ég starfaði fyrst sem hjúkrunarfræðingur kynnt- ist ég umskurði drengja fyrst. Mín fyrsta hugsun var að pæla í af hverju foreldri myndi vilja gera þetta við barnið sitt.“ Hún hafi þó hugsað sem svo í byrjun að þetta gæti varla verið stórmál, þar sem þetta væri leyfilegt. „En eftir því sem ég sá meira af umskornum drengjum fór ég að upplifa þetta meira sem vandamál,“ segir hún. Hún man sérstaklega eftir nokkr- um mæðrum sem komu með börn sín nokkurra vikna gömul á opið hús í heilsugæslunni þar sem hún starfaði. Á opnu húsi geta kon- ur mætt með börnin sín, vigtað þau og hitt aðrar mæður. „Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik þar sem mæður stóðu yfir litlum mánaðargömlum ný-umskornum dreng og voru að tala um þetta hvað þeim þætti þetta gott og fal- legt og hvað þetta liti vel út. Svo stendur maður á hliðarlínunni og þykir þetta hvorki gott né fal- legt.“ Deyfingar séu mismunandi og mæðurnar hafi rætt um hvaða deyfingu þeirra barn fékk í að- gerðinni. „Í eitt skipti heyrði ég af þriggja vikna barni sem fékk enga deyfingu, það fékk bara sleikjó að sjúga,“ segir Íris Björg. „Maður getur ekkert sagt við þessu og ekk- ert gert, því þetta er leyfilegt.“ Hún hafði þegar farið að fylgj- ast með málum tengdum umskurði þegar hún var ólétt að þriðja barni sínu og eina drengnum árið 2013. Þegar hún var í sérnámi sínu hitti hún svo mann sem var umskor- inn í æsku. „Sagan hans olli því að ég ákvað að skrifa um umskurð í lokaverkefninu mínu.“ Athuganir hennar á umskurði hafi svo orðið til þess að hún fór að berjast gegn umskurði á drengjum. Mismunandi skilaboð Hjúkrunarfræðingafélag hennar hefur gefið út að það telji umskurð drengja ósiðlegan. En aftur á móti hefur heilbrigðisráðuneytið í Dan- mörku ekki gefið út svipaða yfirlýs- ingu. Hjúkrunarfræðingar séu því á milli steins og sleggju og lokaverk- efni Írisar Bjargar fjallaði um þá tog- streytu sem þessi misvísandi skila- boð valda. „Mér er mikið í mun að berjast á móti umskurði,“ segir Íris Björg. „Það eina sem ég get gert í dag er að reyna að höfða til samvisku foreldranna. Foreldrarnir hafa svo alltaf úrslitavaldið þegar kemur að ákvörðuninni. Sumir vilja bara ekk- ert heyra neitt og segja bara að við ræðum þetta ekki.“ Þar sem hennar félag hefur gefið út að það telji um- skurð ósiðlegan og brjóti gegn rétt- indum barnsins og í verkahring Íris- ar Bjargar er að leiðbeina foreldrum um umönnun barna sinna telur hún það í verkahring sínum að ráðleggja fólki ekki að umskera drengina sína. Ekki bara trúarlegt, líka menningarlegt Þegar frumvarp Silju Daggar Gunn- arsdóttur þingkonu kom fram í janúar síðastliðnum hafði Íris Björg þegar verið farin að spyrjast fyr- ir um umskurð drengja á Íslandi. „Það vildi svo til að ég hafði þegar skrifað til landlæknis og umboðs- manns barna á Íslandi um umskurð án læknisfræðilegrar ástæðu.“ Hún hafi verið að forvitnast um hvern- ig væri staðið að umskurði drengja á Íslandi, hve margir gengjust und- ir aðgerðina og aðstæður almennt. „Svo sé ég frumvarp Silju Daggar fljótlega eftir það.“ Frumvarpið hefur verið gagnrýnt fyrir að refsiramminn sé of harður. Biskup Íslands sagði að með frum- varpinu væri verið að glæpavæða trú- arbrögð gyðinga og múslima. „Mér finnst það misskilið í umræðunni á Íslandi að þetta sé eingögnu trúar- legt. Þetta er líka menningarlegt,“ segir Íris Björg og tekur dæmi um lönd eins og Bandaríkin, Tyrkland og Erítreu þar sem ekki sé umskor- ið af trúarlegum ástæðum, heldur menningarlegum. „Í Tyrklandi til dæmis eru eiginlega allir karlmenn umskornir og í stórri rannsókn sem var gerð þar kom í ljós að flestir sem voru umskornir voru það af því þeir töldu það hreinlegra og að það kæmi í veg fyrir vandamál.“ Það séu ein- mitt ein rökin sem sett hafi verið fram umskurði til stuðnings, að það sé hreinlegra og minnki sýkingar- hættu. „Maður yrði líka hreinni und- ir nöglunum ef maður drægi af sér neglurnar,“ áréttar Íris Björg. Hún bendir á að vissulega geti safnast óhreinindi undir forhúð karlmanna „en við erum með aðgang að hreinu vatni. Mér finnst það móðgun við karlkynið að halda að þeir geti ekki þrifið sig nógu vel undir forhúðinni og þess vegna þurfi að skera þetta af þeim.“ Snýst um að senda merki Fyrir stuttu var frumvarpið tekið af dagskrá Alþingis og líklegt þykir að því verði skotið til ríkistjórnarinn- ar. Írisi Björgu finnst, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast í kring- um frumvarpið, að vert sé að halda rétt áfram með þetta mál. Helst hef- ur refsiramminn í frumvarpinu ver- ið gagnrýndur, hann sé of harður, en mælst er til allt að sex ára fang- elsisvistar þess sem framkvæmir um- skurð á dreng. „Maður heyrir mik- ið hjá fólki, að ef þetta væri hættu- legt þá væri þetta bannað,“ segir Íris Björg. „Það er náttúrulega vitað mál að stundum þarf að banna hluti til að senda skilaboð. Senda merki um að þetta sé ekki í lagi, okkur þyki þetta ekki í lagi og börnin eigi að hafa val- ið.“ Börn hafi rétt á að taka ákvarðanir um eigin líkama Íris Björg upplifir mikinn stuðn- ing við hennar baráttu gegn um- skurði drengja og við frumvarpið, sem hún vonar að verði að lögum þótt það verði lítillega breytt. „Það eru svo margir búnir að senda sögur á Alþingi til stuðnings frumvarpinu, undirskriftarlistar og svona. Ef mað- ur skoðar þetta þá eru flestir með frumvarpinu, það eru bara trúar- félög sem setja sig upp á móti þessu.“ Hún leggur áherslu á að ekki sé verið að stinga upp á banni við umskurði, heldur verði sett 18 ára aldurstak- mark á aðgerðina nema ef um er að ræða umskurð af læknisfræðileg- um ástæðum. „Ég hef fengið hatur- spósta. Maður er kallaður gyðinga- hatari,“ segir hún hugsandi. „Sem er furðulegt þar sem þetta snýst ekki bara um gyðinga og sýnir kannski mest að fólk hefur ekki kynnt sér málið nógu vel. Ef ég væri gyðinga- hatari þá væri mér alveg sama hvað er gert við þessi börn. En mér er annt um öll börn og þau hafa rétt á að taka ákvarðanir um eigin líkama.“ Hún bendir á að aðgerðin sé óaftur- kræf. Spurningin snúist svolítið um hvort tefla eigi saman trúarskoðun- um foreldranna, sem vilja iðka sína trú á líkama barnsins, eða trúfrelsi barnsins í framtíðinni. „Þótt þetta sé menningarlegt líka, þá er verið að merkja barnið einni trú.“ Bíósýning í Háskólabíói Íris Björg stefnir að því að koma til Íslands um miðjan þennan mán- uð. Hún hefur, í samstarfi við annað baráttufólk gegn umskurði drengja, leigt sal í Háskólabíói þar sem sýnd verður myndin Cut: Slicing through the Myths of Circumcison. „Þetta er heimilarmynd eftir gyðing sem fór að velta fyrir sér hvað umskurður væri og af hverju hann væri umskor- inn og af hverju gyðingar umskera,“ útskýrir Íris Björg. Hún segir mynd- ina skoða umskurð út frá mörgum sjónarhornum; trúarlegum, læknis- fræðilegum og siðfræðilegum. „Þetta er yfirveguð og góð heimildarmynd sem sýnir vel hvernig mismunandi fólk upplifir umskurð. Að lokinni sýningu verða umræður og leikstjór- inn verður á staðnum og stendur fyr- ir svörum.“ Sýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 17. maí og Íris Björg hefur nú þegar boðið öllum þing- mönnum á Alþingi á sýninguna ásamt forsvarsmönnum trúfélaga, stofnana og samtaka sem málið varða. klj „Börn hafa rétt á að taka ákvarðanir um eigin líkama“ Íris Björg Þorvaldsdóttir er baráttukona gegn umskurði drengja Samtökin Intact Iceland eru samtök sem Íris Björg stendur á bak við. Á morgun, fimmtudag verður bíósýning í Háskólabíói í Reykjavík á vegum samtakanna. Íris Björg á þrjú börn, tvær stúlkur og einn dreng. Henni varð mjög umhugað um umskurð drengja þegar hún var ólétt að syni sínum, sem er jafnframt hennar yngsta barn. Með Íris Björgu á myndinni er miðstúlka hennar, Isolde Bitten. Íris Björg Þorvaldsdóttir er baráttukona gegn umskurði drengja. Hún býr í Danmörku en er alin upp í Hvalfjarðarsveit og hefur stutt vel við umskurðarfrumvarpið svokallaða, til dæmis með undirskriftasöfnun hjá hjúkrunarfræðingum og ljós- mæðrum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.