Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 20188 Séra Elínborg í Dómkirkjuna B O R G A R F J : Biskup Íslands hef- ur ákveðið að skipa séra Elínborgu Sturludóttur í embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra. Fjór- ir umsækjendur voru um emb- ættið. Biskup skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kjör- nefndar prestakallsins. Séra El- ínborg hefur undanfarin ár ver- ið sóknarprestur í Stafholti í Borgarfirði, en var áður prestur í Grundarfirði. -mm Akstursbann á hálendisvegum Akstursbann er nú á fjölmörg- um hálendisvegum og -slóðum sem eru mjög viðkvæmir með- an frost er að fara úr jörð. „Því miður ber talsvert á því að öku- menn virði ekki merkingar um þessar lokanir sem settar eru á til að hlífa bæði vegunum sjálf- um og náttúrunni í kringum þá fyrir átroðningi og skemmdum sem auðveldlega verða á þessum árstíma. Því er rétt að árétta að það er beinlínis lögbrot að fara inn á veg framhjá merkinu „all- ur akstur bannaður“,“ segir í til- kynningu frá Vegagerðinni. -mm Dregur úr fjölgun LANDIÐ: Í apríl voru brott- farir erlendra ferðamanna frá Leifsstöð 147 þúsund sam- kvæmt talningu Ferðamála- stofu og Isavia. Það eru sex þús- und færri farþegar en fóru utan í apríl á síðasta ári, sem gerir 3,9% samdrátt. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2010 sem ferða- mönnum fækkar milli saman- burðarmánaða. Þá mælist veru- lega minni hlutfallsleg aukning milli ára í samanburði við síð- ustu ár, en ferðamönnum fækk- ar þó ekki. Þannig hafa frá ára- mótum 628 þúsund erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð, sem er 3,7% fjölgun frá síð- asta ári. Aukningin milli áranna 2016 og 2017 var hins vegar 55,7% fyrstu fjóra mánuði ár- anna. -mm Sífellt fleiri tengj- ast ljósleiðara LANDIÐ: Nýting á ljósleiðara til heimila þaut upp á síðasta ári þegar ljósleiðaratengdum heim- ilum fjölgaði um 14.297 eða 33,8%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofn- unar (PFS) þar sem farið er yfir stöðu og tölur á íslenska fjar- skiptamarkaðinum árið 2017. Heimili sem nýta sér kopar- samband eða Ljósnet fækkaði um 9.215, sem er 10,9% lækk- un milli ára. Af 133.574 heim- ilum með fast netsamband eru nú 56.649 tengd ljósleiðara alla leið sem er 42,4%. 76.925 heimili eru því enn í koparsam- bandi. Talið er að um 100.000 heimili hafi átt kost á ljósleið- ara í lok ársins 2017. Það þýðir að 56,6% heimila velja sér ljós- leiðara þegar þau hafa kost á honum. Þessi nýting er til fyr- irmyndar á alþjóðavettvangi og stendur Ísland vel í samanburði við nágrannaþjóðir. -mm Ærslabelgur væntanlegur BORGARNES: Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti við- auka við fjárhagsáætlun 2018 á fundi sínum á mánudaginn. Meðal þess sem gert er ráð fyrir í viðaukanum eru kaup á svokölluðum ærslabelg fyr- ir 2,5 milljónir króna. Verður belgnum komið fyrir í Borgar- nesi. Ærslabelgir eru uppblásn- ir, niðurgrafnir belgir, leiktæki sem börn á öllum aldri geta hoppað á eins og trampólíni. Hefur slíkum belgjum verið komið fyrir víða um land, með- al annars í Stykkishólmi á síð- asta ári og þá hefur lengi verið ærslabelgur á Húsafelli. -kgk Árekstur í göngunum HVALFJ: Árekstur tveggja bíla, rútu og fólksbíls, varð neð- arlega í Hvalfjarðargöngun- um laust fyrir hádegi síðastlið- inn fimmtudag. Göngin voru af þeim sökum lokuð fyrir umferð í um tvo tíma. Einungis ökumenn voru í bílunum og slösuðust þeir ekki. Um tildrög óhappsins sagði á vef Spalar að fólksbíln- um hafi verið ekið niður í göng- in að norðanverðu á miðakrein- inni, sem ætluð er til umferðar í gagnstæða átt. Hann hafi því skollið beint framan á rútukálf sem var á norðurleið. Bílstjóri fólksbílsins áttaði sig ekki á að hann æki á röngum vegarhelm- ingi. Ökutækin skemmdust mik- ið og úr þeim rann olía sem tíma tók að hreinsa upp áður en óhætt var að opna göngin að nýju fyrir umferð. Mikill viðbúnaður við- bragðsaðila var vegna óhapps- ins, eins og ætíð þegar óhöpp verða í jarðgöngum. -mm Sólberg ÓF 1 gnæfði yfir hafnarbakkann í Grundar- firði miðvikudaginn 9. maí þar sem það lá við festar í höfninni. Togspil í skipinu hafði bilað og komu við- gerðarmenn frá Reykjavík með varahluti og gerðu við spilið í Grundarfjarðarhöfn. Skipið kom fyrst til Íslands í fyrra og er eitt af fullkomn- ustu veiðiskipum flotans og afar glæsilegt á að líta. tfk Eitt glæsilegasta skip flotans í Grundarfjarðarhöfn „Sala á nýjum bílum með þróuðustu og sparneytnustu bensín- og dísil- vélunum mun dragast verulega sam- an vegna fyrirséðra verðhækkana frá og með 1. september 2018 grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða gagnvart nýja alþjóðlega mengun- arstaðlinum WLTP sem tekur við hlutverki eldri staðla við mælingar á eyðslu eldsneytis og útblæstri kol- díoxíðs (CO2),“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Innleiðing á WLTP í Evrópu verður í tveimur skrefum, fyrst með uppreiknuðu gildi núverandi NEDC staðals 1. september 2018 og svo að fullu þann 1. september 2019. „Fyr- irséð er að CO2 gildi bifreiða munu hækka og leiða til hærri vörugjalda og þar með útsöluverðs á nýjum bílum. Einnig mun taka gildi upp- færður mengunarstaðall, EURO6c, þann 1. september næstkomandi með hertum kröfum um útblástur sótagna og nituroxíðs (NOx). Kröf- urnar kalla á uppfærðar vélar sem munu að sögn framleiðenda hækka í innkaupum um á bilinu 1500-3000 evrur. Allir bensín- og dísilbílar auk tvinn- og tengitvinnbíla munu verða fyrir áhrifum af breytingunum.“ Samkvæmt heimildum Bílgreina- sambandsins er talið útilokað að ís- lensk stjórnvöld hafi ráðrúm til að koma í veg fyrir hækkanirnar 1. september næstkomandi. „Hins vegar er afar mikilvægt að stjórn- völd grípi til ráðstafana sem komi í veg fyrir sambærilegar hækkanir 1. september 2019 þegar WLTP tekur gildi að fullu.“ Þá minnir Bílgreina- sambandið á að nokkur Evrópu- lönd hafi þegar ákveðið að bregðast við svo bílverð hækki ekki umtals- vert fyrir neytendur. Dönsk stjórn- völd hafa t.d. þegar ákveðið að lækka vörugjöld um sem nemur verðhækk- unum sem ella hlytust af tollflokka- breytingunum. Bílar eru verðteygin vara Að mati Bílgreinasambandsins er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til mótvægisaðgerða sem hamli gegn stórfelldum verðhækkunum á nýj- ustu bensín- og dísilbílunum. Það væri mjög í þágu ríkissjóðs og ekki síður umhverfisins. Bílar eru afar verðteygin vara og markaðurinn bregst við með leifturhraða eins og raunin varð í efnahagshruninu 2008 þegar verðhækkanir um 25-30% höfðu í för með sér um 50% sam- drátt í sölu nýrra bíla. Tekjur ríkis- sjóðs af vörugjöldum og virðisauka- skatti af nýjum bílum nema millj- örðum króna á ári hverju. Verði ekki gripið til mótvægisaðgerða mun hægja verulega á endurnýj- un bílaflotans, þar sem meðalaldur- inn er um 12 ár um þessar mundir, vegna þess að neytendur munu í rík- ari mæli velja notaðan bíl í stað nýs. Það mun hægja á endurnýjun flotans og lengja líftíma meira mengandi bíla. Að mati Bílgreinasambandsins er ekki ólíklegt að árið 2019 muni sala á nýjum bílum verða á bilinu 40-50% þess sem hún var árið 2017 grípi stjórnvöld ekki til raunhæfra aðgerða með hagsmuni neytenda og umhverfisins að leiðarljósi. mm Líkur á að verð á nýjum bílum hækki verulega Opel bílar á ýmsum aldri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.