Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 27 Nú eru framundan sveitarstjórnar- kosningar og við kjósendur erum farin að verð vör við það. Á litlum stöðum eins og Borgarnesi kemur þetta fram í óvæntum vinabeiðnum á samfélagsmiðlum, extra brosum í röðinni í Bónus og hrósi fyrir eitt- hvað mjög hversdagslegt. Allt mjög skemmtilegt! Áður en lengra er hald- ið er rétt að taka fram að ég er ekki í framboði en ég hef mjög sterkar skoðanir á mörgum málefnum sveit- arfélaga, þá allra helst skipulagsmál- um sem þessi grein mun fjalla um og þá mitt ylhýra Borgarnes. Mér er nokkuð sama hvaðan gott kemur og mun styðja hverja persónu eða flokk sem fær brautargengi í kosningun- um að því að gera bæinn að paradís urbanismans. Það er skylda okkar allra að vinna saman að bættri bú- setu, ekki satt? Á mínum ferli sem arkitekt hef ég starfað mikið að einhverju sem má kalla „dreifbýlisarkitektúr“ og hönnun í litlum þéttbýliskjörnum og í sveitinni. Prinsippin eru nokk- urn veginn þau sömu og þegar hugsað er um borgina en áherslur eru þó öðruvísi. Starf hönnuðarins er mun meira tengt samfélaginu og þá í tengslum við framtíðarsýn íbúa, fyrirtækja og stofnana sem eru fyr- ir á staðnum. Að gefinni reynslu er mikil hjálp fólgin í einhvers konar þekkingu til að takast á við óttann við breytingar. Það sem hefur verið mest áberandi í þessum verkefnum er hversu lítil tiltrú er á heimasvæð- unum sem um ræðir. Orðræða eins og; „þetta myndi aldrei ganga hérna - við erum svo fá - það er ekki víst að þetta verkefni gangi upp til lengri tíma,“ er eitthvað sem ég hef heyrt - og það frá heimaönnum jafnt sem verkkaupa að tala um sín eigin verk- efni og heimabyggð. Afar lítið er byggt upp í Borgar- nesi. Hlutfallslega hefur hvað minnst fjölgun íbúa verið í Borgarbyggð af sveitarfélögum á jaðarsvæðum höf- uðborgarsvæðisins og má sjá það í samanburði í tölum Hagstofunnar. Fyrirtæki hafa kosið að fara annað að byggjast þannig upp annarsstaðar en hér. Í minni vinnu fæ ég mjög oft fyrirspurnir frá fólki um hvort ein- hver íbúð sé í hönnun - þá ætlar við- komandi að komast á biðlista. En ekkert er í boði né í pípunum. Þetta er allt frá einstaklingum upp í fjöl- skyldufólk. Sama má segja um fyrir- tæki, en þá er helst spurt um skrif- stofurými. Þessu hef ég reynt að koma á framfæri í nokkur ár en ekk- ert hefur gerst. Ég ætla alls ekki að ásaka neinn sérstaklega en einhver ástæða er fyrir því að nær enginn vöxtur er í Borgarbyggð miðað við ævintýralega fólksfjölgun í sveitar- félögum eins og Árborg og Ölfusi. Það er ekki gott að gera ekki neitt! Þess vegna finnst mér skipulags- málin þurfa að vera ofarlega skrifuð í kosningabaráttunni í Borgarbyggð og að því tilefni langar mig til að gefa nokkur ráð til frambjóðenda. 1. Látið fagfólk um verkið Kjörnir fulltrúar verða ekki sjálf- krafa sérfræðingar á sviði skipulags- mála, svona rétt eins og þeir verða ekki sjálfkrafa sérfræðingar í sér- kennslu barna í grunnskólum, leik- skólafræðum, öldrunarsérfræðing- ar eða ræktun grænna svæða. Hlut- verk pólitíkusanna í sveitarstjór- num er að marka stefnu, eins og t.d. „að auka græn svæði á skipulags- svæði X“ eða „finna skal land fyrir skotsvæði innan sveitarfélagsmark- anna.“ Svo er best að láta fagfólkið um restina. Pólitíkusarnir koma þá sterkir inn þegar setja skal markmið í uppbyggingu og gleymum ekki að sveitarstjórnir hafa skipulagsvald- ið til að gera slíkt. Það eru til verk- færi til slíkrar stefnumótunarvinnu, t.d. með gerð rammaskipulags fyrir afmörkuð svæði. Hugtakið má víkka út og ég bendi á stórkostlegt svæðis- skipulag sem ráðgjafafyrirtækið Alta gerði fyrir Svæðisgarðinn á Snæ- fellsnesi. 2. Þétta byggð í Borgarnesi Þetta er ekki bara tískubóla frá Reykjavík. Þétting er nauðsynleg og mikil vakning um þetta er að eiga sér stað um heim allan, enda er þétt- ing byggðar áhald í hönnun þétt- býlisrýma. Afleiðingarnar eru að byggðin verður mun hagkvæmari í rekstri og meiri líkur á að mannlíf blómstri. Ímyndum okkur að Borg- arnes sé verksmiðja þar sem bygg- ingarefnið, þ.e. steypan, malbikið, ljósastaurarnir og grænu svæðin séu yfirbyggingin en fólkið framleiðslu- afurðin. Yfirbyggingin er langt í frá að vera hagkvæm miðað við fram- leiðslu og í raun væri verksmiðjan komin á hausinn fyrir löngu. Borg- arnes, eins og við þekkjum það í dag, hlýtur að vera rekið í mínus. Þess vegna er svona erfitt að endur- nýja gangstéttirnar, reka snjómokst- ur og garðslátt. Rökin hafa verið að landrými sé takmarkað á Digranes- inu sjálfu en það er ekki rétt. Auð- veldlega væri hægt að bæta við sem nemur um 200 íbúðum innan bæjar- markanna án þess að leggja svo mik- ið sem eina einustu nýja íbúðargötu. Ekki þyrfti að byggja hátt né fara út í stórkostlegar landfyllingar né nið- urbrot kletta. 3. Laða að fjölbreyttan hóp íbúa Þegar búið er að úthluta lóðum, ganga frá skipulagsmálum og jafn- vel koma íbúðum í byggingu er rétt að fara í að laða að mögulega íbúa. Þá er gengið út frá því að skipu- lagsvinnan hafi verið með fólk í huga, t.d. gera ráð fyrir fjölskyldu- húsnæði í nánd við grunn- eða leik- skóla, eldri borgara nálægt félags- starfi og heilsugæslu, praktískt ver- sus lúxus og svona má lengi telja. Hinn mikli skipulagsgúrú Jan Gehl sagði að blanda fjölbreyttra hópa gerði mannlífið ríkara og borgar - (í þessu tilfelli bæjar) - umhverfið ríkara sömuleiðis. Til dæmis gjör- breyttist miðborg Kaupmanna- hafnar þegar hún var endurskipu- lögð út frá kenningum Gehls á sjö- unda áratug síðustu aldar til hins betra. Nota má markaðstæknina til að laða að ólíka hópa og til eru alls- konar vísindi til að láta þeim líka vel á sínum svæðum í hinum urban- ísku fræðum. En munum að þarna á undan þarf að hafa farið fram vönd- uð skipulagsvinna. 4. Laða að verktaka Verið búin að setja stefnu er varðar verktaka og hvernig má gera svæð- ið aðlaðandi í þeirra augum. Metn- aðarfullir verktakar eru vitlausir að taka þátt í metnaðarfullum verk- efnum. Það er því í höndum ráð- hússins og stjórnmálamanna að móta stefnu í þeim efnum og hvað gera má til að liðka fyrir uppbygg- ingu. Þarna er ég ekki að tala um að gera eitthvað subbulegt í reykfyllt- um bakherbergjum en frekar að setja upp traust kerfi sem byggist á sanngirni og jafnrétti á milli ólíkra framkvæmdaraðila. Fiskisagan flýg- ur hratt í heimi verktaka og enginn leggur í að framkvæma á svæði þar sem þessi mál eru ekki í lagi. 5. Markið stefnu í fagurfræði bygginga Fagurfræði er bannorð í mann- virkjageiranum, er jafnvel álitinn samnefnari aukins byggingarkostn- aðar. En fagurfræðin þarf ekki að vera dýr - hún krefst meiri hugs- unar. Þrátt fyrir að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafið markað menningarstefnu í mann- virkjagerð árið 2007 er afar litlu púðri beitt í byggingarreglugerð- inni, sem kom út árið 2012 í þá átt. Skammarlega litlu. Þegar horft er til hinna Norðurlandanna má sjá að fagurfræði byggingarlistarinn- ar er mjög mikilvæg samfélögun- um og það sést greinilega þegar ný verkefni eru í gangi hvort sem um er að ræða dreifbýli eða stórborg- ir. Það má benda á að Stykkishólm- ur markaði sér stefnu um verndun gamalla húsa fyrir um fjörutíu árum síðan. Það gerði bæinn að því sem hann er í dag, einn sá allra falleg- asti á landinu og þvílík frumkvöðla- hugsun þar. Fagurfræðin á ekki að- eins að ná til bygginga heldur rým- anna á milli þeirra, opnu svæðanna. Í Borgarnesi þarf að rísa upp gegn almennum sóðaskap, ómerktum bílum í misgóðu ástandi um allan bæ og svæðum í órækt. Við höf- um landslagið en engin vill búa í fjarskafallegum bæ. 6. Náttúruvernd innan bæjarmarkanna Setjið stefnu í náttúruvernd inn- an þéttbýlisstaðarins. Það nær til klettanna sem eru einkenni bæjar- ins, þeirra víka og voga sem ekki hefur verið fyllt upp í og þess hátt- ar. Ég er ekki að tala um að allt slíkt beri að friða í hvelli heldur skuli vera gerð áætlun um hvað má nota til uppbyggingar og hvað ekki. 7. Íbúakynningar Haldið íbúum upplýstum um áætl- anir ykkar með kynningum á net- inu og íbúafundum. Haldið ráð- gefandi íbúakosningar um minni málefni og gefið þannig kjósend- um aukna rödd svona eins og ná- grannar okkar á Akranesi gerðu um strompinn fræga. Íbúar þurfa líka að læra að breytingar eru ekki alltaf til hins verra og framförum er að- eins náð ef við leyfum hlutunum að þróast. Þessir punktar sem hér á und- an eru taldir upp eru hugleiðingar mínar sem íbúa í Borgarnesi sem vill framfarir og búa í nútímalegu samfélagi sem er öflugt, fjölbreytt og í sífellri sókn. Jafnframt er ég að telja þessa punkta upp sem fagmað- ur sem hef kosið að búa hér og ég vil fá fleiri fagmenn í minni stétt og hinum skapandi greinum til að setj- ast hér að. Ég sé fyrir mér að hér verði flóra lítilla, skapandi fyrir- tækja sem leiðir af sér fjölbreyttari samsetningu íbúa. Það leiðir af sér fjölbreyttara val kaffihúsa og pöbba, úrval afþreyingar á sviði íþrótta og menningar. Með öðrum orðum að hér sé suðupottur hugmynda og hugvits. Ég meina, við höfum allt til þess að bera. Ósnortna náttúru í göngufæri, frábæran menntaskóla og tvo háskóla og svo bara skrepp til höfuðborgarinnar á innan við klukkutíma! Getum við ekki verið sammála um að Borgarnes sé bær tækifæranna? Þess vegna hafna ég gamaldags viðhorfum að hér eigi bara að vera láglaunasvæði, verk- efni skuli rísa og falla með bíla- stæðum og bensínsjoppum, byggð- ar með sama lagi og vöruskemmur séu framtíðin fyrir ungt fólk. Ég nefndi fyrr hér að oft hafa neikvæð viðmót verið helsti drag- bíturinn í annars spennandi verk- efnum. Viðhorfið að Borgarnes beri ekki „fín og flott“ verkefni, við séum alltof sveitó til að þrífast í þannig heimi. Þetta eru viðhorf sem ég hef heyrt í þau sjö ár sem ég hef verið starfandi sem arkitekt og hönnuður í Borgarnesi. Árið 2011 gekk fólk að því vísu að ég myndi flytja fljótt í burtu af því að arki- tektagráðan myndi ekki nýtast hér. Nú, árið 2018, horfi ég af stolti á fjögurra stjörnu hótel sem er í þann veginn að opna sem mun skaffa á fjórða tug starfsfólks vinnu. Þar eru líka í byggingu 28 íbúðir fyrir eldri borgara og mun vonandi losa um fasteignir fyrir yngra fólk í bæn- um. Það verkefni var afar umdeilt og mætti mikilli andstöðu en sem betur fer voru húsbyggjandi og verktaki fullir eldmóðs og bjartsýni fyrir staðnum. Ég er hér enn starf- andi og þetta stórkostlega verkefni fyrir bæinn er að verða að veru- leika. Þannig ekki dirfast að segja að Borgarnes sé ekki hentugt fyrir flott og metnaðarfull verkefni. Sá flokkur sem er til í þessa veg- ferð fær mitt atkvæði og stuðning næstu fjögur árin og jafnvel lengur. Sigursteinn Sigurðsson. Höfundur er starfandi arkitekt í Borgarnesi og ekki í framboði. Skipulagsmál eru okkar mál Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.