Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 201826 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það er ekki sjálfgefið að vera val- inn til þess að vera fulltrúi flokks til sveitarstjórnarkosninga. Ég þurfti að hugsa mig lengi um áður en ég ákvað að láta slag standa. Þeg- ar málefnavinna flokksins hófst og boltinn fór að rúlla áttaði ég mig á því hversu skemmtilegt og gefandi þetta getur verið. Það að fá að taka þátt í að móta framtíðarsýn og hug- myndir sem ætlunin er að vinna eftir er mikill ábyrgðarhluti en við vonumst til þess að þær hugmyndir sem við höfum falli jafn vel í kram- ið hjá íbúum sveitarfélagsins og þær gera hjá okkur. Við framsóknarfólk ætlum að sækja fram í skólamálum bæði á leikskóla- og grunnskólastigi. Nú er búið að samþykkja að byggja nýjan og glæsilegan leik- skóla á Kleppjárnsreykjum auk þess að gera löngu tímabærar endurbæt- ur og stækkun við grunnskólann í Borgarnesi. Þessu ber að fagna og munum við sjá til þess að fram- kvæmdirnar fari af stað. Við ætlum ekki að staldra of lengi við heldur gera framsæknar áætlan- ir um aukningu á leikskólaplássi í Borgarnesi samhliða áætlunum um stórsókn í íbúðaframboði án þess þó að skerða það góða þjónustustig sem við höfum í leikskólum sveitar- félagsins, en það er ekki sjálfgefið í dag að geta boðið upp á leikskóla- pláss frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að tryggja nýliðun kennara með bættum kjörum og góðu starfsumhverfi, einnig vilj- um við stórefla sérfræðiþjónustu til þess að koma til móts við ólík- an hóp nemenda með fjölbreytt- ar þarfir. Framsókn vill stuðla að menntun leiðbeinenda í leik- og grunnskólum og koma til móts við þá með því að laun verði ekki dreg- in af starfsmönnum í námslotum. Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að vera framsýnn og tryggja verður að skólarnir séu þannig tækjum og tæknibúnaði búnir að þeir geti skil- að af sér virkum þáttakendum inn í nútímasamfélag. Við viljum nota kjörtímabilið í að vinna framtíðarstefnu í grunnskóla- málum í samráði við íbúa sveitar- félagsins með það að markmiði að uppfylla ofangreind atriði. Getum við ekki öll verið sammála um það að þjónustustig í skólamál- um bæði á leik- og grunnskólastigi er fyrir flesta grunnforsenda þegar valið er framtíðarheimili. Davíð Sigurðsson. Höfundur skipar annað sæti Fram- sóknarflokksins í Borgarbyggð. Framsækni í skólamálum Hvalfjarðarlistinn – H-listinn - mun bjóða fram í sveitarstjórnar- kosningunum 26. maí nk. Við sem skipum listann höfum margvís- lega reynslu og menntun sem við teljum að nýtist vel við stjórnun sveitarfélagsins. Við bjóðum fram krafta okkar til að gera gott sveit- arfélag betra. Stefnuskrá Hvalfjarðarlistans er ekki hlaðinn loforðum um marg- víslegar framkvæmdir enda myndi það stangast á við meginstefnu okkar sem er að aðhalds sé gætt í rekstri sveitarfélagsins og fram- kvæmdum stillt í hóf, þannig að hægt sé að hafa útsvarið lágt. Hvalfjarðarlistinn vill jafna stöðu íbúa þannig að allir hafi að- gang að hitaveitu og góðu neyslu- vatni. Að sjálfsögðu vonum við að borun eftir heitu vatni að Eyri skili tilætluðum árangri og viljum jafn- framt skoða aðra möguleika til að sjá íbúum okkar fyrir heitu vatni. Forsendur Orkuveitunnar eru t.d. að breytast með tilkomu nýrrar lagnar og nýs miðlunartanks og við viljum ræða við forsvarsmenn fyr- irtækisins um aðkomu þess að hita- veituvæðingu á ákveðnum svæðum í Hvalfjarðarsveit. Hitaveituvæð- ingin getur orðið stærsta einstaka verkefni næstu ára og þá skiptir ábyrg stjórnun fjármála öllu. Við leggjum líka mikla áherslu á að neysluvatnsmál í heild verði tekin til skoðunar á kjörtímabilinu. Skólamálin eru okkur hugleikin því þar er lagður grundvöllur að framtíð barnanna okkar. Við erum stolt af grænfánaskólunum okkar, Heiðarskóla og Skýjaborg og við viljum að vel sé búið að þeim og að það sé eftirsóknarvert að vera með barn í leik- og grunnskóla Hval- fjarðarsveitar. Við leggjum mikla áherslu á um- hverfismálin og viljum láta skoða stöðu þeirra í Hvalfjarðarsveit í upphafi næsta kjörtímabils. Stefnu þarf svo að marka í góðri samvinnu við íbúa/landeigendur. Hér er átt við fráveitur, lífrænan úrgang, skógrækt og landgræðslu. Áhersla er lögð á ábyrga umgengni við náttúruna og Hvalfjarðarlistinn vill að í starfsemi á Grundartanga verði gætt ítrustu umhverfissjón- armiða. Hvalfjarðarlistinn vill að eldri borgurum í sveitarfélaginu sé vel sinnt jafn þeim sem þarfnast að- stoðar og eins hinum sem eru sjálfbjarga. Við sem skipum listann viljum að stuðningur við félags- starf aldraðra verði áfram með sama sniði og verið hefur. Opin stjórnsýsla er mikilvæg og Hvalfjarðarlistinn vill að haldinn sé íbúafundur áður en fjárhags- áætlun er samþykkt í sveitarstjórn og einnig þegar ársreikningur liggur fyrir. Hvalfjarðarlistinn leggur áherslu á að að vinnubrögð sveitarstjórnar séu ávallt skilvirk, fagleg og sann- gjörn. Ágæti kjósandi við biðjum um stuðning þinn og hvetjum þig til að setja x við H - Hvalfjarðarlist- ann. Brynja Þorbjörnsdóttir Höf. er sveitarstjórnarfulltrúi og oddviti Hvalfjarðarlistans. Gerum gott sveitarfélag betra Í þetta sinn göngum við að kjörborði og kjósum einstaklinga til setu í sveit- arstjórn Dalabyggðar, samkvæmt kosningalögum. Þá er vert fyrir okk- ur kjósendur að skoða lögin vel og undirbúa okkur áður en komið er í kjörklefann, þar sem hætta getur ver- ið á að við ógildum seðilinn okkar ef ekki er fyllstu aðgátar gætt. Þó vil ég benda góðfúslega á nokk- ur atriði sem við þurfum að hafa í huga og taka afstöðu til sjálf. Að kjósa óbundinni kosningu er ekki einfalt. Við þurfum að vita af fólkinu og þekkja eitthvað til þess, því ekki kjósum við ókunnugt fólk. Við kjósum ekki bara vini okkar, af því að við þekkjum þá. Eða foreldra og ná- granna, bara til að fylla út blaðið, nei þetta er val og það val þarf að vanda. Því þurfum við nú að fara og kynna okkur hverjir búa hér, eru kjörgengir og við viljum veita okkar atkvæði. Þegar við veltum þessu fyrir okk- ur er gott að setja niður á blað hvaða kosti við viljum að fulltrúarnir hafi að bera: Eru þau gagnrýnin á eigin verk og annarra eða bara annarra? Eru þau baráttufólk eða yppta bara öxlum og fylgja straumnum? Geta þau komið fyrir sig orði í riti og hljóði, svo sómi sé að? Eru þau gætt þeim eiginleika að hlusta til enda áður en þau sjálf tala eða grípa framí og hefta þar með frekari umræðu? Spyrja þau krefjandi spurning og vilja fá rök með og móti? Og ekki síst; standast þau mótlæti og geta verið í fararbroddi ef upp kemur krísuástand? Og ég gæti talið upp áfram, en læt þetta duga því ég treysti ykkur til að vinna þetta verk. Þetta og fleira þurfum við að hafa í huga þegar við leitum okkur að fólki til forystu í sveitarfélaginu og ég er ekki að halda því fram að einhver einn eða fleiri hafi alla þá kosti sem þarf til að bera, heldur þarf að vega og meta og síðan er það okkar að velja. Vandamálið við persónukjör/ óbundnar kosningar er helst það að maður vill kjósa fólk sem maður þekkir og treystir. Því getur verið erf- itt fyrir fólk sem ekki er virkt í samfé- laginu að finna sér kandítata og getur jafnvel verið óyfirstíganlegt og fólk því ekki mætt á kjörstað. Ég nefni sem dæmi fólk sem hefur flutt hing- að á síðustu misserum, eldra fólk sem ekki getur kynnt sér íbúana nema að litlu leyti og ungmenni í framhalds- skóla sem ekki dvelja hér langdvöl- um lengur en hafa hér kosningarétt. Og svo flytur fólk jú fram og til baka og því þarf maður að vera viss um að viðkomandi eigi hér heima, til að geta kosið hann. Framundan er því mikil vinna hjá okkur, viljum við gera þetta vel. Vald- ið er okkar og í þessu tilviki höfum við mikið vald. Við þurfum að fara vel með það vald. Við þurfum að kynna okkur hvaða kosti við höfum, það eru jú allir frá 18 -65 ára sem eru skyld- ugir að taka kjöri, hvort sem þeim lík- ar það betur eða verr, nema lögmæt forföll hamli. Á innansveitar feisbooksíðu okkar í Dölum, hafa nokkrir þegar lýst því yfir að þau sækist eftir kjöri. Það er gott og gefur okkur því tækifæri á að kynna okkur þau og sum þeirra hafa nú þegar sent frá sér ágætis kynning- arefni á síðuna. Ástæða þess að það er persónukjör er að það var þrýstingur á að kjósend- ur gæti kosið fólk, en ekki lista og því til áréttingar var bent á að það væri lýðræðislegra. Nýtum því tækifærið okkar í komandi kosningum, kjós- um það fólk sem okkur hugnast og kynnum okkur hvernig ber að standa að kjörinu, þar sem auðvelt er að gera mistök á kjörseðlinum sem get- ur valdið vafa atkvæði eða ógildu at- kvæði og ekki viljum við það. Njótið vorsins og lífsins. Þorgrímur E Guðbjartsson. Okkar val - okkar framtíð Fyrir fjórum árum síðan hafði ég búið í Grundarfirði í eitt ár og líkaði það vel. Þegar ég sá svo auglýsingu um kynningarfund hjá Samstöðu – lista fólksins datt mér í hug að mæta og heyra hugmyndir þeirra. Ég ákvað að stíga út fyrir þægindaram- mann og eftir fundinn var ég komin í stjórn félagsins og í sveitarstjórn- arkosningum nokkrum vikum síðar skipaði ég annað sæti listans. Sigur í kosningunum var síðan kunngerður og ég komin bæði í bæjarstjórn og bæjarráð. Fyrsta árið var gríðarlega mikill skóli og hafði ég gaman af. Nú fjórum árum síðar hef ég setið marga fundi um hin ýmsu mál sem snúa að sveitarfélaginu okkar. Sum þessara mála komu á óvart en önn- ur ekki og hefur skilningur minn og kunnátta aukist til muna. Enda hef ég margoft sagt á kjörtímabilinu að allir ættu að prófa að sitja í sveitar- stjórn, til þess að víkka sýn og auka skilning. Þar sem mér finnast sveit- arstjórnarmálin áhugaverð og ég tel mig enn geta lært og gert betur þá tók ég ákvörðun um að gefa kost á mér önnur fjögur ár. Það sem stendur upp úr eftir þessi fjögur ár er fólkið sem ég hef kynnst og lært af. Ég hef eignast vini og kunningja sem ég hefði kannski annars ekki kynnst. Gott samstarf í bæjarstjórn og bæjarráði hefur ver- ið algjörlega ómetanlegt og megum við Grundfirðingar vera stolt af því, enda margir sem öfunda okkur að því. Ég þakka þeim liðsmönnum L - listans sem nú stíga til hliðar fyrir gott samstarf og býð nýja hjartan- lega velkomna. Ég er virkilega stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi einstaklinga sem nú skipa listann. Þarna fara saman einstaklingar á breiðu aldursbili, með ólíka reynslu og bakgrunn, allir jafn ákveðnir í því að vilja vinna vel fyrir sveitarfélagið sitt. Ég tel að L – listi Samstöðu hafi unnið gott verk í samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn síðustu fjögur ár og viljum við halda ótrauð áfram að bæta samfélagið okkar enn frekar. Nú hef ég búið fimm ár í Grunda- firði og ekki einu sinni hef ég séð eftir þeirri ákvörðun að flytja hing- að. Hér er yndislegt að búa, sam- félagið er opið og vingjarnlegt og börnin geta skoppað frjáls um. Hér höfum við þá fallegustu náttúru sem fyrirfinnst og auðugt dýralíf sem heillar. Það er hægt að fara í fjall- göngur, skoða fjöruna, hoppa í fossa og svo margt, margt fleira, bara rétt í túngarðinum. Það er eftirsóknar- vert! Nýtum það sem við höfum enn betur og gerum sveitarfélagið okkar þannig enn eftirsóknarverð- ara. Það er það sem við hjá L – lista Samstöðu viljum gera. Því bið ég þig um að setja X við L þann 26. maí nk. Berghildur Pálmadóttir Höf. skipar 4. sæti á L – lista Sam- stöðu – lista fólksins í Grundarfirði. Senn líður að kosningum Hettupeysur í mörgum litum Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína Sími: 666 5110 smaprent@smaprent.is www.smaprent.is Smáprent

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.