Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 11 Sala og ráðgjöf www.lifland.is Reykjavík Akureyri Borgarnes Blönduós Hvolsvöllur Sími 540 1100 lifland@lifland.is Lyngháls Óseyri Borgarbraut Efstubraut Ormsvöllur 16. maí - Þórður Guðjónsson frambjóðandi ræðir framtíðaruppbyggingu við Jaðarsbakka 17. maí - Gestur Pétursson, forstjóri Elkem, ræðir framtíðaruppbyggingu á Grundartanga ásamt atvinnutækifærum kvenna 22. maí - Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrum samgönguráðherra, ræðir samgöngumál á breiðum grunni 23. maí - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræða áskoranir næsta kjörtímabils Allir velkomnir. Súpufundir á Akranesi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN xd.is Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman upplýsingar um rekstur og efnahag tólf stærstu sveitarfélaga landsins. Greiningin nefnist; „Bet- ur má ef duga skal“ og vísar í frem- ur dapurlega niðurstöðu á rekstri en ekki síst er skuldsetning sveitar- félaga sem gerir fjárhagslegt svig- rúm þeirra erfitt. Þá kemur fram að þau sveitarfélög sem koma best út úr þeim samanburði taka hlut- fallslega minnst til sín í formi skattheimtu. Þá mælist ánægja íbúa með leik- og grunnskóla mest í þeim sveitarfélögum sem koma best út úr rekstrarsamanburðin- um. Það eru Akraneskaupstaður, Seltjarnarnes og Garðabær sem koma best út þegar fjárhagsstaða sveitarfélaganna er borin saman, en Reykjanesbær, Reykjavík og Hafnarfjörður verst. Seltjarnarnes, Garðabær og Vestmannaeyjar inn- heimta hlutfallslega lægstu skatt- ana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Akureyri, Fjarða- byggð og Reykjavík taka hlutfalls- lega mest til sín. Hagkvæmt að búa í vel reknum sveitarfélögum Áhugaverður mælikvarði á skatt- heimtu er að bera saman hvernig skattar og önnur gjöld leggjast á sama einstaklinginn eftir því hvar hann væri búsettur. Miðað við þennan mælikvarða er ódýrast að búa í Garðabæ en dýrast að búa í Árborg. Mismunurinn ríflega 180 þúsund krónur á ári milli þessara tveggja sveitarfélaga. Mikil fylgni er á milli fjárhagsstöðu sveitarfé- laga og skattlagningar. Með öðr- um orðum er hagkvæmast að búa í vel reknum sveitarfélögum. Auð- vitað er mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélög njóta góðs af því ef meðaltekjur íbúa eru háar en að sama skapi má segja að þar sem skattheimta er lágt hlutfall með- altekna hafi sveitarstjórnir stað- ist ákveðna freistingu. Þau hefðu getað hækkað skatta til jafns við önnur sveitarfélög og aukið þann- Fjárhagur Akraneskaupstaðar sterkur í samanburði stærstu sveitarfélaga Leikskólabörn á Akranesi fyrr í vor. „Skattheimta á sveitastjórnarstigi hefur á undanförnum árum vaxið töluvert um- fram það sem réttlætist af auknum lögbundnum verkefnum sveitarfélaga,“ segir í samantekt Samtaka atvinnulífsins. ig álögur á íbúa. Niðurstaðan er því sú að ódýrast er að búa á Akra- nesi með tilliti til skatta og gjalda. Einnig mælist ánægja íbúa með leik- og grunnskóla mest í þeim sveitarfélögum sem koma best út úr rekstrarsamanburðinum og er Akranes þar í þriðja sæti á lands- vísu og í öðru sæti á landinu hvað varðar ánægju íbúa. Ábyrgðarhluti að styrkja ekki fjárhagsstöðuna Í lokaorðum skýrslu SA er brýnt fyr- ir sveitarstjórnarfólki að greiða nið- ur skuldir. Þar segir: „Það veldur vonbrigðum að ekki hafi verið meiri afgangur af rekstri sveitarfélaganna til að greiða hraðar niður skuldir í þessari miklu efnahagsuppsveiflu og einna lengsta samfellda hagvaxt- arskeiði Íslandssögunnar. Lukk- an getur snúist skyndilega og er því ábyrgðarhluti að nýta góða tíma til að styrkja fjárhagsgrundvöll sveitar- félaga.“ Fagnar niðurstöðunni „Við fögnum gríðarlega að sjá svona samanburð sem veitir okkur stað- festingu um það sem er í gangi í okkar samfélagi. Undanfarið hef- ur átt sér stað mikil uppbygging á Akranesi, íbúum hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir um og hefur þjónustustig bæjarins hald- ist, ef ekki gott betur,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. mm Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.