Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 21
Gömlu bílastæði starfsfólks sláturhússins voru full af mótorhjólum enda komu
gestir víðsvegar að á sýninguna. „Þetta er fastur liður í vorkomunni hjá okkur,“
sagði einn reykvískur félagi sem þarna var kominn líkt og flest undanfarin ár.
Stöðugur straumur var í vöfflusöluna og ilminn lagði langt á haf út í hægviðrinu.
Mótorhjólafólk og aðrir gestir slaka á í góða veðrinu.
Ný mótorhjól og létt bifhjól til sýnis og sölu.
„Minna kjaftæði - meiri skóg“ auglýstu þær Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Ás-
laug Þorvaldsdóttir á bolum sínum.
Á laugardaginn fór fram fyrsta
umferð Íslandsmótsins í torfæru;
Sindratorfæran á Hellu á Rang-
árvöllum. Var hún haldin af Flug-
björgunarsveitinni á Hellu og Akst-
ursíþróttanefnd Umf. Heklu. Ekk-
ert vantaði upp á sýninguna hjá
ökumönnunum sem skemmtu fimm
þúsund gestum sem mættir voru til
að fylgjast með keppninni. Braut-
irnar framan af keppni voru ekn-
ar með miklum tilþrifum, stökk-
um og veltum. Á eftir komu hrað-
ari brautir sem reyndu mikið á bíla
og menn, þrautir sem enduðu með
fleytingum og mýrarakstri eins og
torfærukeppnum sæmir.
Í fyrsta sæti í götubílaflokki
varð Eðvald Orri Guðmundsson
á Pjakknum. Hlaut hann veglegan
bikar auk inneignar hjá Sindra. Í
öðru sæti varð fyrrum Íslandsmeist-
arinn Ívar Guðmundsson á Kölska
og í þriðja sæti Haukur Birgisson á
Þeytingi. Tilþrifaverðlaunin komu
svo í hlut Steingríms Bjarnasonar
á Strumpnum en hann sýndi góða
takta í flestum brautum dagsins.
Í sérútbúna flokknum var það Þór
Þormar Pálsson á Thor sem stóð
uppi sem sigurvegari. Má segja að
hann hafi komið séð og sigrað því
hann hlaut einnig Tilþrifaverðlaun
fyrir það þegar hann sló heimsmetið
í vatnafleytingum og ók á 102 km/
klst á ánni og sló þar með fjögurra
ára gamalt met Guðbjörns Gríms-
sonar á Kötlu Turbo. Þór var ekki
hættur heldur uppskar flest stig eft-
ir daginn og vann þar með Helluna
sem er farandbikar af sverustu gerð
og heldur honum til eignar í eitt ár.
Þór hafði verið í harðri baráttu við
Atla Jamil á Thunderbolt en Atli
missteig sig örlítið í vatnaakstrin-
um sem kostaði hann dýrmæt stig.
Í öðru sæti var það svo Ingólfur
Guðvarðarson sem tókst að klára
allar brautir á Hellu. Þriðja sæt-
ið kom í hlut Geirs Everts Gríms-
sonar sem sýndi flotta takta og klár-
aði ána í fyrsta skipti eftir fjölmörg
döpur ár þar. Aukaverðlaun dags-
ins voru svo veitt Gesti J. Ingólfs-
syni fyrir að tvíhjóla í ánni en fleyta
samt alla leið.
Athygli er vakin á því að keppni
í Íslandsmótinu í torfæru verður
einu sinni í sumar haldin á Vestur-
landi, en 21. júlí fer keppnin fram
í Hvalfjarðarsveit. Í millitíðinni
verður keppt á Suðurnesjum 2. júní
og Egilsstöðum 30. júní.
mm/kb/ Ljósm. Dóri Bjöss.
Tilþrif á fyrsta Íslandsmóti
sumarsins í torfæru
Á fótboltadeginum í
Ólafsvík síðastliðinn
fimmtudag undirrituðu
forsvarsmenn Umf. Vík-
ings/ Reynis, UMFG
Grundarfirði og Snæ-
fellsness samstarfsins í
knattspyrnu áframhald-
andi samstarfssamn-
inga við Landsbankann.
Samningarnir eru allir til
þrigga ára og gilda því út
árið 2020. Á meðfylgjandi
mynd eru forsvarsmenn
félaganna ásamt Þórhöllu
Baldursdóttur útibús-
stjóra Landsbankans.
af
Landsbankinn styrkir íþrótta-
félög á Snæfellsnesi