Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 29 Nýfæddir Vestlendingar Akranes - miðvikudagur 16. maí Súpufundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi kl. 12. Sjá auglýsingu í blaði vikunnar. Stykkishólmur - miðvikudagur 16. maí Kynningarfundur um heilsueflingu eldri aldurshópa (65+). Stykkishólmsbær býður til fundarins í samstarfi við Janus heilsueflingu. Fyrirtækið sinnir ýmissi ráðgjöf og þjónustu sem nær til heilsu og lífsgæða eldri borgara. Dr. Janus Guðlaugsson, forstöðumaður verkefnisins, mun kynna starfsemina og segja frá verkefniu Fjölþætt heilsurækt 65+ í sveitarfélögum - Leið að farsælum efri árum. Fundurinn verður haldinn á Fosshóteli Stykkishólmi og hefs kl. 17:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Akranes - fimmtudagur 17. maí Súpufundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi kl. 12. Sjá auglýsingu í blaði vikunnar. Akranes - fimmtudagur 17. maí Kári mætir Gróttu í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikið verður í Akraneshöllinni frá kl. 18:00. Dalabyggð - fimmtudagur 17. maí Framboðsfundur í Dalabúð. Framboðsfundur vegna komandi sveitarstjórnarkosninga verður haldinn í Dalabúð í Búðardal kl. 20:00. Húsið opnar korteri fyrr. Þeir sem hafa áhuga á að vera kosnir í sveitarstjórn Dalabyggðar og vilja taka þátt í fundinum eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700 eða með tölvupósti á dalir@dalir.is. Gerð verður hljóðupptaka af fundinum og birt á vef sveitarfélagsins. Akranes - fimmtudagur 17. maí ÍA tekur á móti ÍR í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Akranesvelli. Akranes - fimmtudagur 17. maí Konukvöld Samfylkingarinnar í Jónsbúð kl. 20:00. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Borgarbyggð - fimmtudagur 17. maí Framboðsfundur í Borgarnesi. Sameiginlegur framboðsfundur allra framboða sem bjóða fram í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Fundurinn á fimmtudag hefst kl. 20:30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Akranes - föstudagur 18. maí ÍA tekur á móti Haukum í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikið verður á Akranesvelli frá kl. 19:15. Akranes - mánudagur 21. maí ÍA mætir Keflavík í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu. Leikið verður á Akranesvelli og hefst leikurinn kl. 14:00. Akranes - mánudagur 21. maí Fjölskyldudagur Samfylkingarinnar að Stillholti kl. 14:00. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Akranes - þriðjudagur 22. maí Súpufundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi kl. 12. Sjá auglýsingu í blaði vikunnar. Akranes - þriðjudagur 22. maí Vortónleikar Skólakórs Grundaskóla á sal skólans kl. 17:30. Fram koma um 50 nemendur sem starfa í tveimur hópum innan kórsins. Kórinn flytur blöndu af alls konar lögum. Gestasöngkona á tónleikunum er Skagakonan Rakel Pálsdóttir, sem syngur með kórnum lagið Óskina mína úr Söngvakeppninni ásamt fleiri lögum. Stjórnendi kórsins er Valgerður Jónsdóttir og meðleikari er Flosi Einarsson. Aðgangseyrir er 500 kr. Akranes - miðvikudagur 23. maí Súpufundur Sjálfstæðisflokksins á Akranesi kl. 12. Sjá auglýsingu í blaði vikunnar. Borgarbyggð - fimmtudagur 24. maí Skallagrímur mætir Elliða í fyrsta leik sumarsins í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Akranes- fimmtudagur 24. maí XS Partý Samfylkingarinnar kl. 20:00. Sjá auglýsingu í blaði vikunnar. Á döfinni 11. maí. Drengur. Þyngd: 4.120 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Áslaug Margrét Gísladóttir og Alexandre Fortes Reis, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Íbúð í Borgarnesi 37 ára karlmaður óskar eftir húsnæði í Borgarnesi eða sveitinni í kring. Er reglusamur og reyklaus með fastar tekjur. Hef meðmæli. Upplysingar í síma 659-0879 eða á jobbi80@gmail.com. Óska eftir gömlum munum Óska eftir ýmsum gömlum munum á sanngjörnu verði; tóbakspontum, baukum, frímerkjum gömlum eða nýjum, á umslögum eða aflkippum og fleiri gömlum munum. Hafið samband í síma 893-0878. Markaðstorg Vesturlands ÓSKAST KEYPT 9. maí. Drengur. Þyngd: 3.294 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Rannveig Jóhannsdóttir og Sigurbrandur Jakobsson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. LEIGUMARKAÐUR 7. maí. Stúlka. Þyngd: 3.742 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Sigursteinn Orri Hálfdánarson, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 5. maí. Drengur. Þyngd: 4.272 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Heiðrún Arna Friðriksdóttir og Lárus Blöndal Guðjónsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Jóna Björk Indriðadóttir. 11. maí. Stúlka. Þyngd: 4.314 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Freyja Þöll Smáradóttir og Davíð Örn Gunnarsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 13. maí. Stúlka. Þyngd: 2.666 gr. Lengd: 47 cm. Foreldrar: Eyrún Jónsdóttir og Magnús Geir Guðmundsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. Fyrrum eigendur Gámaþjónustunn- ar í Ólafsvík, hjónin Jenetta Bárðar- dóttir og Benóný Ólafsson, færðu nýverið Snæfellsbæ að gjöf borð með sætum. Gjöfin var í tilefni þess að þau hjón eru að hætta hjá Gáma- þjónustunni. Sagði Jenetta við af- hendinguna að samstarfið við Snæ- fellsbæ hafi alltaf gengið frábærlega. Gat hún þess að Ásgeir Þorvarðar- son, vinur þeirra og stjórnarmaður hjá Samhentum kassagerð, hafi frétt af þessari gjöf og ákveðið að bæta við borði, en Ásgeir hóf á sinni tíð búskap og starfsferil á Hellissandi hjá Skúla Alexanderssyni. Enn fremur sagði Jenetta að þau hafi ákveðið að bæta við bekk og er hann gefinn í minningu dóttur hennar, Áslaugar Arnardóttur, sem ólst upp í Ólafsvík og hefði orðið 50 ára á þessu ári. „Svo gefum við annan bekk til minningar um for- eldra mína þau Bárð Jensson og Ás- laugu Aradóttur sem voru fædd og uppalinn hér í Ólafsvík, en Bárður hefði orðið 100 ára í október á þessu ári. Foreldrar mínir tóki virkan þátt í samfélaginu hér í Ólafsvík; pólitík, leikfélaginu, kvenfélaginu og verka- lýðsfélaginu þar sem faðir minn var í forystu í nokkur ár. Móðir mín var ein af stofnendum Slysavarnafélags- ins,“ sagði Jenetta. Gunnar Bragason framkvæmda- stjóri Gámaþjónustunnar og dóttur- fyrirtækja þess sagði að þessir bekkir væru gerðir úr endurunnum plast- efnum og væru því viðhaldsfríir og ágætlega veðraþolnir. Gat hann þess að eitt svona borð væri framleitt úr á að giska sex þúsund venjulegum sjampóbrúsum. Kristinn Jónasson bæjarstjóri tók til máls og þakkaði fyrir gjafirnar og sagði að þeim yrði komið fyrir á gönguleiðum um bæjarfélagið. af Snæfellsbæ afhentar minningargjafir Gestir og gefendur við afhendingu borðanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.