Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Víkingur Ó. og HK skiptu með sér stigunum eftir viðureign liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu á laug- ardag. Leikurinn einkenndist af baráttu og hörku þar sem bæði lið fengu sín færi en gekk illa að nýta þau. Lokatölur urðu 1-1. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og liðin létu finna fyrir sér frá fyrstu mínútu. Heimamenn virk- uðu líklegri framan af leik og þeir skoruðu fyrsta mark leiksins á 32. mínútu. Eftir hornspyrnu Víkings brunuðu þeir upp í sókn. Ásgeir Marteinsson fékk boltann á hægri vængnum og sendi frábæra fyrir- gjöf beint á kollinn á Kára Pét- urssyni sem skallaði hann í netið. Heimamenn komnir yfir, 1-0. Leikurinn róaðist fyrst eftir markið en áður en langt um leið fóru liðsmenn Víkings að setja pressu á heimamenn. Það skilaði sér fljótt því á 40. mínútu vann Kwame Quee boltann á miðjum vallarhelmingi HK. Hann lék á þrjá varnarmenn og lét bylmings- skot vaða á markið. Skotið var varið en boltinn féll fyrir fætur Gonzalo Zamorano sem lagði hann í autt markið og jafnaði metin. Litlu munaði að HK kæmist yfir að nýju á lokamínútu fyrri hálfleiks en Francisco Mansilla varði meist- aralega gott skot Ólafs Arnar Eyj- ólfssonar. Síðari hálfleikur fór fremur ró- lega af stað en baráttuna vant- aði ekki. Eftir því sem leið á náðu heimamenn heldur yfirhöndinni í leiknum. Ólafsvíkingar björguðu á línu á 59. mínútu þegar HK átti skalla eftir horn og skömmu síðar fengu þeir víti eftir samstuð í teig Víkings. Bjarni Gunnarsson steig á punktinn og smellti boltanum í inn- anverða stöngina þaðan sem bolt- inn skrúfaðist fyrir markið aftur og að lokum aftur fyrir endamörk. Hvorugu liði tókst að skapa sér afgerandi marktækifæri það sem eftir lifði. Lokatölur leiksins urðu 1-1 og liðin skiptu því með sér stigunum. Víkingur situr í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum, jafn mörg og þrjú næstu lið fyrir ofan en tveimur stigum á eftir toppliði ÍA. Næst leikur Víkingur á laugar- daginn, 19. maí, þegar liðið held- ur norður til Grenivíkur og mætir Magna. kgk Jafntefli í hörkuleik Víkingur Ó. hefur fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sumarsins. Ljósm. úr safni/ þa. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni lék á mánudag á úrtökumóti fyrir Opna banda- ríska meistaramótið í golfi. Leiknir voru tveir hringir á Buckinghams- hire vellinum í Englandi og aðeins fjögur efstu sætin gáfu þátttökurétt á Opna bandaríska. Valdís Þóra lék vel á fyrri hring úrtökumótsins og var í 9. sæti að honum loknum á tveimur höggum yfir pari. Hún náði sér hins vegar ekki á strik á síðari hring mótsins. Lék hann á tólf höggum yfir pari og lauk leik á samtals 14 yfir pari í 42. sæti mótsins. Valdís Þóra lék fyrst íslenskra kylfinga á Opna bandaríska meist- aramótinu í fyrra en verður ekki með í ár. kgk Valdís Þóra komst ekki á Opna bandaríska ÍA vann góðan útisigur á Haukum, 0-1, þegar liðin mættust í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í knatt- spyrnu á föstudagskvöldið síðasta. Liðunum er báðum spáð prýðilegu gengi í sumar og fyrirfram var því búist við jöfnum leik. Sú varð einmitt raunin. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, sem einkenndist af mikilli barát- tu. Bæði lið náðu að skapa sér nok- kur ágætis marktækifæri framan af leik en tókst ekki að nýta þau. Það var síðan á 39. mínútu sem Unnur Haraldsdóttir náði að brjóta ísinn og koma ÍA yfir. Staðan 0-1 í hál- fleik. Liðin tóku upp þráðinn þaðan sem frá var horfið í síðari hálfleik. Leikurinn einkenndist af baráttu og jafnræði. Haukar lögðu áhers- lu á sóknarleikinn og fengu nokkur ágæt marktækifæri en Skagakonur vörðust vel og náðu að halda hei- maliðinu markalausu allt til leik- sloka. Þær sýndu jafnframt ágætis sóknartilburði á köflum í síðari hál- fleik en þær sóknir báru ekki áran- gur. Lokatölur urðu því 0-1 og þrjú stig í hús hjá ÍA í fyrsta leik sumars- ins. Eftir fyrstu umferðina eru Ska- gakonur í fjórða sæti deildarinnar, en liðin fyrir ofan unnu einnig sína leiki í fyrstu umferðinni. Næst lei- kur ÍA á morgun, fimmtudaginn 17. maí, þegar liðið tekur á móti ÍR í fyrsta heimaleik sumarsins á Akranesvelli. kgk Unnu góðan útisigur í fyrsta leik Skagakonur fagna marki Unnar Haraldsdóttur skömmu fyrir hálfleik. Reyndist það verða eina mark leiksins. Ljósm. sas. ÍA bar sigurorð af Þór með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í annarri umferð 1. deild- ar karla í kanttspyrnu. Leikið var á Þórsvelli á Akureyri á uppstign- ingardag. Leikurinn var líflegur og jafnræði með liðinum. Var það að- eins mark Steinars Þorsteinssonar snemma í síðari hálfleik sem skildi á milli. Skagamenn voru sterkari í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa sér mörg afgerandi marktækifæri. Stefán Teitur Þórðarson fékk ágætt færi á 19. mínútu þegar heima- menn töpuðu boltanum klaufalega en brenndi af. Besta færi fyrri hálf- leiks fengu Þórsarar. Árni Snær Ólafsson varði skot en Bjarki Við- arsson tók frákastið en tókst ekki að skora. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleik- inn af miklum krafti en það voru Skagamenn sem skoruðu aðeins fimm mínútum eftir hléið. Þórð- ur Þorsteinn Þórðarson átti góð- an sprett upp hægri kantinn, sendi boltann fyrir á Arnar Má Guðjóns- son sem átti slakt skot að markinu. En heimamönnum tókst ekki að hreinsa boltann frá heldur barst hann á Steinar sem lagði hann snyrtilega í hornið fjær og kom ÍA yfir. Heimamenn lögðu allt í sóknar- leikinn það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora. Næst komust þeir á lokamínútu leiksins þegar Arnór Snær Guðmundsson bjarg- aði á marklínu eftir misheppnað úthlaup Árna Snæs í markinu. Lokatölur 0-1 fyrir ÍA og sigur í fyrstu tveimur leikjum mótsins staðreynd og sex stig komin í hús. Skagamenn tróna á toppi deildar- innar með sex stig, tveimur stigum á eftir næstu liðum. Næst leikur ÍA föstudaginn 18. maí næstkomandi, þegar liðið mætir Haukum á Akra- nesvelli. kgk Skagamenn sóttu sigur til Akureyrar Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmark ÍA gegn Þór á Akureyri. Ljósm. úr safni/ gbh. Páll Sindri Einarsson var hetja Kára þegar liðið krækti í fyrsta sigur- inn í sögu félagsins í 2. deild karla í knattspyrnu. Hann skoraði öll mörk liðsins í 1-3 útisigri gegn Hugin á Seyðisfirði á laugardag. Varð hann þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora þrennu í þriðju efstu deild Íslandsmótsins. Heimamenn fengu algera draumabyrjun þegar Manuel Ga- sent Navarre kom þeim yfir strax á 5. mínútu leiksins. Þannig var staðan allt þar til lítið var eftir. Páll Sindri jafnaði metin fyrir á 74. mín- útu og kom Kára síðan yfir á loka- mínútu leiksins með marki úr auka- spyrnu. Í uppbótartíma innsiglaði Páll Sindri þrennuna og 1-3 sigur Kára. Liðið fékk fyrstu stigin í 2. deild í hús með sigrinum og situr í sjö- unda sæti með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Næst leikur Kári á morgun, fimmtudaginn 17. maí, þegar liðið tekur á móti Gróttu í Akraneshöllinni. kgk Sögulegur sigur Kára Byrjunarlið Kára austur á Seyðisfirði. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.