Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Nostalgía gamla kverúlantsins „Drottinn ég er kominn í þitt heilaga hús...“ Þannig hljóðar upphaf bænar sem gjarnan er flutt við upphaf fermingarguðsþjónustu. Þetta rifjast upp fyrir mér nú vegna þess að á mánudaginn voru rétt fjörutíu ár frá því ég og jafnaldrar mínir í sveitinni staðfestum skírnina. Við athöfnina var verk- efnum skipt milli hópsins og mér hafði verið úthlutað að fara með bænina í upphafi samkomunnar. Á þeim tíma var maður afar óframfærinn; feim- inn og skorti sjálfstraust sem heldur hefur aukist síðan. Ég lagði því á mig að æfa lestur þessarar bænar svo rækilega að enn í dag get ég farið með hana utanbókar. Það var fremur kaldur og næðingssamur vordagur þarna í maí 1978. Reyndar held ég að almennt hafi vorað seinna í þá daga en við eigum að venjast í seinni tíð. Kannski eru það gróðurhúsaáhrifin? Kannski er það líka sú staðreynd að bændafólk þess tíma átti mikið undir að hlýnaði snemma á vorin, gróður tæki vel við sér, þannig að hægt væri að hefja vor- verkin tímanlega. Þá eins og nú veðja menn á hvenær hlýnar að vori þegar hrútunum er hleypt til ánna. Of mikil bjartsýni í þeim efnum gat komið mönnum í koll, rétt eins og það gat verið þreytandi þegar kindurnar voru að bera fram á sumar og gróður jafnvel farinn að spretta úr sér. Fyrir fermingaraldur okkar hafði verið los á prestum í Reykholti. Ein- hverjir komið til afleysinga um stuttan tíma, einn lasnaðist í miðri jóla- hugvekju og dó í kjölfarið. En uppfræðari okkar jafnaldranna var korn- ungur séra Hjalti Hugason. Vonandi ekki okkar vegna, en hann ákvað að hætta prestsskap eftir þennan eina vetur og gerast fræðimaður. Síðar þetta ár kom því nýr prestur á höfuðstað héraðsins og hefur sá ekki hvik- að síðan. Ég gleymi aldrei þegar ég sá séra Geir koma akandi í hlað á hárauðum Skoda Rapid; með upprúllað skeggið, pípuhatt á höfði, í lafa- frakka og með pípu, rétt eins og Sherlock Holmes. Hann sló nýjan tón, setti ný viðmið í tísku þess tíma sem þá hafði einskorðast við að saumað var úr efnisvalinu í vefnaðarvörudeild Kaupfélagsins í Borgarnesi. Þarna bárust því á svipstundu tískustraumar sem sveitafólkið hafði ekki kynnst áður. Raunar var séra Geir eins og klipptur út úr tvö hundrað ára gömlu tískublaði Familie Journal eða Hjemmet og var bara býsna mikill töffari. Og er enn. Nú fermingarathöfnin gekk vel, allavega í minningunni. Ekki leið yfir neinn og engum svelgdist á messuvíninu. Eftir kalsasama myndatöku úti í kirkjugarði var haldið heim og slegið upp veislu. Matur góður og fullt hús fólks í alsparifötunum. Drengurinn alsæll með gjafirnar; hnakk frá for- eldrunum, nokkra svefnpoka frá fjarskyldari og fjöldan allan af símkeytum með frómum óskum. Um kvöldið var kíkt í fjárhúsið en seint um kvöldið sofnað út frá It’s now or never sem Elvis söng svo undurblítt á fyrstu seg- ulbandsspólunni sem ég eignaðist og gat spilað í nýja sambyggða útvarps- og segulbandstækinu. Tæki þetta átti síðar eftir að verða dýrt á fóðrum, át hverja segulbandsspóluna á fætur annarri og reyndist því dýrt í rekstri. Engu að síður voru þessi sambyggðu tæki mikil raritet og færðu á svip- stundu vestræna menningu inn á heimilin. Allt í einu var hægt að velja um aðra tónlist en þá sem bauðst náðarsamlegast í viðtækinu þegar Jón Múli og Pétur þulir hjöluðu við lýðinn á Gufunni. Allt gekk þetta því að óskum og vafalítið hefur draumurinn snúist um bænina sem greypt var í hugann ...til að lofa þig og ákalla, og allt það. Magnús Magnússon Leiðari Sæferðir munu ekki bjóða upp á ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Ástæðan er sú að fyrirtækinu tókst ekki að finna ferju sem uppfyllir kröfur yfirvalda um siglingar af þessu tagi. Sem kunnugt er stóð fyrirtækið fyr- ir áætlanasiglingum yfir Faxafló- ann síðasta sumar. Um var að ræða tilraunaverkefni í samvinnu við Akraneskaupstað og Reykjavíkur- borg. Var leigð ferja erlendis frá til siglinganna. Fyrsta ferðin var farin um miðjan júnímánuð og siglt var fram yfir miðjan nóvember. Nú er ljóst að ekkert verður af slíkum siglingum þetta sumarið. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri á Akranesi, segir þessa nið- urstöðu ekki koma á óvart. Bæjar- yfirvöld hafi verið í sambandi við Sæferðir í vetur og fylgst með leit þeirra að bát sem uppfyllir skilyrði til siglinga af þessu tagi. „Þrátt fyr- ir að byrjað hafi verið síðasta haust að leita að báti sem uppfyllir öll skilyrði sem sett eru af Samgöngu- stofu þá hefur sú leit því miður ekki borið árangur. Um tíma í vet- ur voru þeir komnir með bát sem síðan gekk þeim úr greipum,“ seg- ir Sævar í samtali við Skessuhorn. „Af því að um tilraunaverkefni er að ræða er ekki auðveldlega hægt að finna báta sem uppfylla þessar ströngu kröfur sem gilda um sigl- ingar af þessu tagi hérlendis, sem og okkar kröfu um að siglingin taki ekki meira en hálftíma,“ seg- ir hann. Þrátt fyrir að ekkert verði af siglignum á komandi sumri segir Sævar að um langtímaverkefni að ræða í huga bæjaryfirvalda. „Meg- inatriðið er að þessi samgöngubót verði til staðar í framtíðinni, sér- staklega þegar uppbygging á Sem- entsreit verður komin vel á veg. Þegar þar verður risin byggð og hótel niður við höfnina er alveg skýrt í mínum huga að sigling- ar milli Akraness og Reykjavíkur verði hlutur sem við Skagamenn getum nýtt okkur,“ segir hann. „Við lærðum heilmikið á tilrauna- siglingunum í fyrra. En ég tel að við þurfum að hafa að minnsta kosti tvö ár undir í tilrauninni til að safna nægilegum upplýsingum áður en ákvörðun verður tekin um siglingar í framtíðinn,“ segir Sæv- ar Freyr Þráinsson að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Engin Akranesferja mun sigla í sumar Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi síðastliðinn mánudag að setja í auglýsingaferli tillögur að breytingu á deiliskipulagi og aðal- skipulagi Borgarbyggðar sem gerir ráð fyrir að heimila skotæfingasvæði í landi Hamars, ofan við Borgarnes. Sveitarstjórn staðfestu þannig af- greiðslu umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar frá því í síðustu viku. Sveitarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum gegn tveimur þessa niðurstöðu málsins, sem vissulega er með þeim umdeildari síðari ár. Eft- ir að lýsing að skipulaginu hafði ver- ið auglýst mótmæltu 123 einstak- lingar skipulagsbreytingunni með formlegum hætti, bæði einstakling- ar, félagasamtök og aðrir hagsmuna- aðilar. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að breyta landnotkun 16,7 ha svæðis í landi Hamars úr landbún- aði í opið svæði til sérstakra nota. Gert er ráð fyrir sjö bílastæðum, félagshúsi, skeetvelli, riffilbraut og göngustíg frá bílastæði að skeetvelli og meðfram riffilbraut. Þá verður ný reið- og gönguleið lögð 400 m sunnan við væntanlegt skotæfinga- svæði. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu, frá Bjarnhólum sunnan efnistökusvæðis og verður samnýttir með núverandi reið- og gönguleið. Breytingin er ekki háð umhverfismati skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. mm Sveitarstjórn samþykkti auglýsingu vegna skotæfingasvæðis Sveitarfélagið Borgarbyggð stend- ur í þessari viku fyrir þremur sam- eiginlegum framboðsfundum allra framboða sem bjóða fram til sveit- arstjórnar 26. maí. Á mánudag- inn var fundur í Logalandi, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Í gærkvöldi var svo fund- ur í Lindartungu en annað kvöld, fimmtudaginn 17. maí, verður fundur klukkan 20:30 í Hjálm- akletti í Borgarnesi. Fyrirkomulag fundanna er að fulltrúar framboð- anna halda samanlagt átta mín- útna framsöguræður og var dreg- ið um röð þeirra. Fundunum stýr- ir Hrefna Bryndís Jónsdóttir at- vinnuráðgjafi en Gunnlaugur A Júlíusson gegnir stöðu tímavarð- ar. Eftir framsöguerindi er fundar- gestum boðið að koma sér fyrir við borð, sem frambjóðendur skiptast á um að sitja við. Þannig sköpuð- ust líflegar umræður um ólík mál sem snerta íbúa. Á fundinum í Logalandi var þokkaleg mæting í ljósi þess að mikill annatími er nú í sveitum landsins og margir sem ekki gefa sér tíma til fundahalda. Framboðs- ræður voru málefnalegar og ljóst að ekki greinir mikið milli fram- boða í málefnum og áherslum fyrir kosningarnar. Í Borgarbyggð bjóða fram fjórir listar; Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylk- ingar og óháðir og Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs. Venju fremur hátt hlutfall frambjóðenda eru að stíga sín fyrstu skref í for- ustu stjórnmálanna og fyrirséð að mikil endurnýjun verður í sveitar- stjórn. mm Þrír framboðsfundir í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.