Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.05.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 201810 Veitur opna nýja hreinsistöð AKRANES: Í dag, miðviku- daginn 16. maí, taka Veit- ur í notkun nýja hreinsistöð á Akranesi. Er öllum Akur- nesingum boðið af því tilefni í heimsókn að Ægisbraut 31 frá klukkan 16-18. Þar munu Inga Dóra Hrólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Veitna og Sæv- ar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ávarpa samkomuna og að því loknu verður gestum boð- ið að skoða stöðina og þiggja veitingar. „Með nýju hreinsi- stöðinni leggjum við okkar af mörkum í umhverfismálum með bættir fráveitu,“ segir í tilkynningu frá Veitum. -arg Aflatölur fyrir Vesturland dagana 5. - 11. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 21 bátur. Heildarlöndun: 2.631.788 kg. Mestur afli: Víkingur AK: 2.590.638 kg í einni löndun. Arnarstapi: 25 bátar. Heildarlöndun: 138.955 kg. Mestur afli: Bárður SH: 43.228 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 27 bátar. Heildarlöndun: 370.863 kg. Mestur afli: Hringur SH: 72.872 kg í einni löndun. Ólafsvík: 41 bátur. Heildarlöndun: 607.876 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 139.718 kg í þremur róðrum. Rif: 31 bátur. Heildarlöndun: 626.963 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 130.890 kg í fjórum löndun- um. Stykkishólmur: 8 bátar. Heildarlöndun: 12.345 kg. Mestur afli: Rán SH: 3.151 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Víkingur AK - AKR: 2.590.638 kg. 6. maí. 2. Hringur SH - GRU: 72.872 kg. 9. maí. 3. Rifsnes SH - RIF: 69.784 kg. 8. maí. 4. Tjaldur SH - RIF: 60.923 kg. 7. maí. 5. Steinunn SH - ÓLA: 48.660 kg. 9. maí. -kgk Sjávarrannskóknasetrið Vör er tíu ára um þessar mundir. Af því til- efni var haldin málstofa í Félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík í síðustu viku. Yfirskrift málstofunnar var: „Eru tækifæri í Breiðafirði?“ Ólafur Sveinsson formaður stjórnar Varar ávarpaði málstofuna í upphafi og bauð gesti velkomna. Næst tóku til máls þau Jónína Herdís Ólafsdótt- ir og Jóhann Garðar Þorbjörnsson líffræðingar hjá útibúi Hafró og Varar. Þau opnuðu málstofuna með erindi um hafrannsóknir í Breiða- firði þar sem þau fóru yfir starf- semi útibúsins og þau verkefni sem í gangi eru. Arnljótur Bjarki Bergs- son sviðsstjóri hjá Matís flutti einn- ig erindi um rannsóknir og þróun verðmætasköpunar. Kristín Ýr Pétursdóttir meðstofn- andi og vörumerkjastjóri hjá Ankra/ Feel Iceland, fjallaði um mikilvægi þess að vanda sig við uppbyggingu á vörumerki og markaðssetningu. Sagði hún frá þróun og stofnun fyrirtækisins og vörumerkisins Feel Iceland. Tinna Hrund Birgisdóttir framkvæmdastjóri Reykjavík foods flutti erindi sem hún nefndi „Ný hugsun - meiri verðmætasköpun.“ Í því fjallaði hún um hvernig það kom til að Reykjavík foods fór að selja lúxusmatvæli í dósum. Það var svo Tryggvi Stefánsson rannsókna- stjóri Algalíf Iceland sem flutti síð- asta erindið á málstofunni. Hann fjallaði um uppbyggingu nýs iðnað- ar í nýju landi. Sagði hann frá starf- semi Algalíf Iceland og þeim tæki- færum sem felast í ræktun þörunga á Íslandi. Málstofan heppnaðist vel. Góð mæting var og sköpuðust áhuga- verðar umræður um erindin sem flutt voru. Var það álit þátttakenda að spurningunni hafi verið svarað og að vissulega eru mörg tækifæri í Breiðafirði. þa Málstofa um tækifærin í Breiðafirði Aðalfundur Háskólans á Bifröst fyrir árið 2017 var haldinn mið- vikudaginn 9. maí síðastliðinn. Á fundinum var fjallað um skóla- starfið á liðnu ári og þróun þess til næstu framtíðar. „Rekstur skól- ans batnaði mjög á árinu 2017 eft- ir þrjú erfið rekstrarár. Skólinn skil- aði 34 milljóna kr. hagnaði en þar af var söluhagnaður eigna 21,5 millj- ón. Á árinu 2016 var 49,5 milljóna kr. tap á rekstrinum. Meginástæð- ur bættrar afkomu voru hækkað framlag ríkisins til skólans og lækk- un á launakostnaði. Þá voru eignir tveggja íbúðafélaga af þremur seld- ar á árinu,“ segir í tilkynningu. Nemendur í Háskólanum á Bif- röst voru 842 á árinu 2017. Þar af útskrifuðust 292 en nýnemar voru 455. Fjarnám verður sífellt fyrir- ferðarmeira í skólastarfinu. 85% nemenda í háskóladeildum eru í fjarnámi og 84% nemenda í Há- skólagátt. Eins og fram hefur kom- ið er Háskólinn á Bifröst í farar- broddi í fjarnámi meðal íslenskra háskóla. Á fundinum fóru Vilhjálmur Egilsson rektor og Hafsteinn Sæ- mundsson fjármálastjóri yfir stöðu skólans, fjármál og eignasölu lið- ins árs. Eignir tveggja íbúðafélaga, hluti skólahúsnæðis og rekstur hót- els var selt á árinu sem er hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu íbúðafélaga á Bifröst. „Stofnun sem nær 100 ára aldri, eins og Háskól- inn á Bifröst fagnar á þessu ári, þarf sífellt að aðlagast breyttu samfélagi og þörfum fyrir menntun. Skóla- starfið á Bifröst er því í sífelldri þróun og á árinu 2017 var bryddað upp á nokkrum nýjungum, fyrst og fremst í meistaranáminu. Háskól- inn á Bifröst er vel í stakk búinn að takast á við fyrirsjáanlegar breyt- ingar í íslensku samfélagi. Háskólar munu í framtíðinni þurfa að þjóna vel fólki á öllum aldri sem jafnframt er á vinnumarkaði. Með uppbygg- ingu fjarnáms og sveigjanleika til að stunda nám með vinnu býður skól- inn upp á tækifæri fyrir fólk til að auka þekkingu sína og getu til að láta til sín taka í atvinnulífinu og samfélaginu,“ segir í tilkynningu í tengslum við aðalfund Háskólans á Bifröst. mm Bjartari tímar framundan hjá Háskólanum á Bifröst Svipmynd frá því í fyrrasumar þegar alþjóðlegur sumarskóli var starfræktur á vegum Háskólans á Bifröst. Myndin er tekin við Glanna. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Go West /Út og vestur er ferða- þjónustufyrirtæki sem hefur nú fengið vottun Vakans, gæðakerfi ferðaþjónustunnar, um að það upp- fylli efsta stig kerfisins um vist- væna ferðaþjónustu. Það eru hjón- in Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson sem reka Út og vestur ehf. og eru þau að halda upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins þetta árið. Þau hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á líkamlega hreyfingu og umhverfismál í sinni þjónustu. „Það hefur verið mjög lærdóms- ríkt ferli að innleiða gæðakerfi Vak- ans, þ.e. að skrifa niður og skerpa á hugmyndum og framkvæmd vist- vænnar ferðaþjónustu. Stór þáttur í því er að lýsa hvernig við göng- um um og njótum náttúra landsins, gulleggið okkar sem við verðum að passa upp á. Ekki síður er mikilvægt að gera sér vel grein fyrir hvernig við mætum okkar áhugasömu gest- um um land og þjóð. Það geta t.d. verið áleitnar spurningar um hvern- ig okkur Íslendingum hefur farnast í hlutverki gestgjafa upp á síðkast- ið,“ segir Jón Jóel. Hann segir að uppáhaldsstað- ir þeirra séu Breiðafjarðarsvæð- ið, Dalir og Snæfellsnes. „Þangað liggja rætur okkar. Við vitum hvað það svæði hefur að gefa, bæði fyr- ir líkama og sál. Við erum með að- stöðu á Arnarstapa og hefur Snæ- fellsjökull og þjóðgarðurinn í heild mikið aðdráttarafl í okkar þjón- ustu. Við bjóðum göngur á Jökl- inn sem og göngu- og hjólaferð- ir víðar á Snæfellsnesi. Þá þekkj- um við líka önnur svæði prýðilega, eins og Suð-Austurland (Skaftafell og Öræfasveit), Fjallabak (bakgarð Eyjafjallajökuls), Hornstrandir og ýmsar perlur í nágrenni Reykjavík- ur. Við höfum staðið fyrir lengri og skemmri ferðum á þessum svæðum. Okkur er það sannarlega kapps- mál að ferðaþjónum á Vesturlandi fjölgi í gulldeild Vakans. Því fleiri, því betra. Það mun styrkja okkur og landshlutann í heild,“ segir Jón Jóel. mm Fyrst með gullmerki Vakans á Vesturlandi Maggý og Jón Jóel með vottunarplaggið um helgina, hér við grunnbúðir fyrirtækisins á Arnarstapa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.