Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Side 18

Skessuhorn - 25.07.2018, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201818 Bragi Geir Gunnarsson á og rek- ur Hverinn á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar er gott tjaldstæði, veitingastaður og gistiaðstaða. „Þetta blauta sumar,“ segir Bragi þegar blaðamaður Skessuhorns tyllir sér niður andspænis honum inni á veitingastaðnum. „Nei, nei, ég er mjög ánægður með traffíkina þrátt fyrir veðrið,“ bætir hann sam- stundis við glaður í bragði og seg- ir að það sé búið að vera meira að gera á veitingastaðnum en nokkurn tímann fyrr. Góð aðstaða fyrir ættarmót Bragi tók við Hvernum í maí 2011 og hefur staðurinn farið í gegnum miklar úrbætur síðan. „Ég ætlaði fyrst bara að kaupa veitingastað- inn og tjaldstæðið en svo gat ég ekki annað en keypt gróðrarstöð- ina Björk með. Á þessum tíma voru glerin brotin í gróðurhúsinu og það þurfti að verja miklum tíma í að hreinsa upp svæðið og gera það snyrtilegra.“ Nú er búið að breyta gróðurhúsi í gistiaðstöðu, hálfgerða „inni“ gistingu, fyrir þá sem vilja tjalda á þurru landi. „Við köllum þetta Hobbitahúsið og nú eru þrjú ár síðan það kom í gagnið. Þetta er gífurlega vinsælt hjá ferðamönnum og núna sérstaklega í þessu rigning- arsumri,“ segir Bragi. Ásamt Hob- bitahúsinu þá býður Hverinn upp á heimagistingu fyrir 25 manns í uppbúnum rúmum og gott og mik- ið tjaldstæði. „Hér er tilvalið að koma og halda ættarmót, það eru þegar búin að vera nokkur og fleiri bókuð í sumar. Svo erum við með þessa flottu partýskemmu þar sem 85 manns komast auðveldlega fyrir og geta átt góðar stundir saman.“ Sumarið hefur gengið vel Ferðamenn sem stoppa við hjá Braga eru aðallega fólk á einkabíl- um. „Rúturnar keyra beint hérna í gegn. Fólkið þar er með fyrirfram planaða dagskrá og allt er þaul- skipulagt niður í hverja mínútu. Aftur á móti þá eru gestir og við- skiptavinir okkar mun afslappaðri. Þeir koma hérna og stoppa á leið sinni um Borgarfjörðinn, fá sér að borða eða bara til að njóta útiver- unnar,“ segir Bragi sem bætir við hlæjandi að hann hafi fyrst orðið var við Íslendinga fyrir tíu dögum síðan. „Það er líklega heimsmeist- aramótinu í fótbolta að þakka en svo ferðast flestir Íslendingar bara þangað sem er gott veður.“ Heilt yfir segir Bragi sumarið hafa gengið vel þrátt fyrir leiðinlegt veður. „Fólk er þegar búið að bóka ferðirnar sínar hingað til Íslands þannig það er að koma hvort sem það er sól eða rigning.“ Starfsemi verður í Hvernum fram að síðustu helginni í október en þá er heilög helgi fyrir Braga. „Það er fyrsti í rjúpu og því missi ég aldrei af, það er alveg heilagur tími,“ segir hann að lokum. glh „Matvælastofnun hefur borist ábending frá Býflugnaræktenda- félagi Íslands. Stjórn félagsins hef- ur lýst yfir áhyggjum sínum af rétt- arstöðu býflugnabænda og vel- ferð býflugna í tengslum við notk- un eiturefna við eyðingu á skordýr- um,“ segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. „Notkun eiturefna við garðaúðun, eftirlit með slíkri starf- semi og útgáfa starfsleyfa á því sviði heyrir ekki undir Matvælastofnun. Öðru máli gegnir hins vegar með velferð býflugna. Samkvæmt lögum um velferð dýra nr. 55/2013 hefur Matvælastofnun eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Í 2. gr. laganna er tekið sérstaklega fram að lögin taki til býflugna. Matvæla- stofnun vill að þessu tilefni vekja at- hygli þeirra sem leyfi hafa til gar- ðaúðunar að samkvæmt starfsleyfi þeirra skulu þeir ávallt gæta varúð- ar við meðferð varnarefna þannig að ekki valdi tjóni á heilsu eða um- hverfi utan þess svæðis sem verið er að meðhöndla og skal leitast við að koma í veg fyrir neikvæð umhverf- isáhrif. Sé þess kostur skal skipta út varnarefnum sem eru talin geta haft í för með sér óæskileg áhrif á heilsu manna eða skaða umhverfið utan þess sem verið er að meðhöndla, fyrir hættuminni varnarefni. Varn- arefnum skal einungis dreift á þau svæði sem meðhöndla skal. Í starfsleyfinu kemur einnig fram að áður en úðun hefst skuli meta hættuna á því hvort úðinn berist annað en honum er ætlað. Tilkynna skal umráðendum aðliggjandi lóða við úðunarstað fyrirfram um fyrir- hugaða úðun. Við þetta bætist síð- an sú hætta að hunangsframleiðsla býflugna sem nýtt er til manneldis getur orðið fyrir skemmdum ef bý- flugur sem lent hafa í garðaúðun- areitri bera það inn í búið og eitr- ið borist þannig hugsanlega ofan í neytendur. Hafa ber í huga að bý- flugnabú eru nú nokkuð á annað hundrað og er að finna víðs vegar um landið. Matvælastofnun brýn- ir fyrir þeim sem leyfi hafa til gar- ðaúðunar að kanna vel hvort bý- flugnabú eru í nágrenni við þá garða þar sem til stendur að úða.“ mm Nóg að gera í Hvernum á Kleppjárnsreykjum Veitingastaðurinn hefur aldrei verið vinsælli. Bragi Geir Gunnarsson, rekur Hverinn á Kleppjárnsreykjum. Freisting vikunnar Þetta hrökkbrauð er einstaklega einfalt að gera og gott að eiga þessa uppskrift í skúffunni inn í eldhúsi. Það er auðvelt og tekur enga stund að henda í eitt heima- bakað hrökkbrauð. Ég tala nú ekki um þegar það koma gestir, þá er oft skemmtilegra að bjóða upp á eitthvað sem maður hefur búið til sjálfur. Hrökkbrauðið er best ný- bakað, sjálf set ég smjör og læt það bráðna ofan á. Gott er líka að stappa niður lárperu og smyrja ofan á með dulitlu salti yfir fyrir bragðlaukana. Innihald: 1 dl sólblómafræ 1 dl hörfræ 1dl sesamfræ 1 dl graskersfræ 1dl gróft haframjöl 3 dl fínt spelt 1 tsk himalayasalt 2 dl vatn 1¼ dl olía (bragðlítil) Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Allt hrá- efni sett saman í skál. Deiginu er svo skipt til helminga á tvær ofnplötur. Gott er að hafa smjörpappír undir deiginu svo það festist ekki við ofnplötuna. Notist við smjörpappír til að fletja deigið út. Skerið með pizzuskera áður en sett er inn í ofn. Bakið í um 8-10 mínútur eða þar til fallegur litur er kominn á hrökkbrauðið. Best bor- ið fram volgt með smjöri. Verði ykkur að góðu, Sveinbjörg Stefánsdóttir Heimabakað hrökkbrauð Við garðaúðun á að huga að velferð býflugna

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.