Skessuhorn - 25.07.2018, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 21
Eins og lesendum Skessu-
horns er sjálfsagt flestum kunnugt
stendur til að leggja nýjan Vest-
fjarðarveg milli Bjarkalundar og
Skálaness. Vegurinn sem nú ligg-
ur þar á milli er að stórum hluta
illa farinn malarvegur sem ræður
engan veginn við þá umferð sem
þar fer um. Skiptar skoðanir hafa
þó verið í Reykhólahreppi um
hvar leggja skuli nýjan veg. Hall-
ast Vegagerðin helst að svokallaðri
ÞH-leið sem myndi fara í gegn-
um Teigsskóg en skógurinn nýtur
náttúruverndar og því ekki væn-
legur kostur að mati margra. Eins
og Skessuhorn hefur áður greint
frá var leitað til norsku verkfræði-
stofunnar Multiconsulant til að
rýna í vegkosti um sveitarfélagið
og finna út hver væri vænlegasta
staðsetningin fyrir nýjan veg. Fyrr
í sumar var svo haldin íbúafundur
þar sem kynntar voru niðurstöður
norsku sérfræðinganna og komu
þeir þá með nýjan valkost, svo-
kallaða R-leið, þar sem Þorska-
fjörður væri þveraður með 800
metra langri brú og landfyllingu
milli Reykjaness og Skálaness.
Þær leiðir sem til greina koma
að svo stöddu eiga það allar sam-
eiginlegt að koma Gufudals-
megin að bænum Skálanesi. Af
því tilefni heimsótti blaðamaður
Skessuhorns hjónin Svein Hall-
grímsson og Andreu Björnsdótt-
ur bændur á Skálanesi og heyrði
hvað þau hafa um málið að segja.
Á leið sinni vestur á Barðaströnd
sá blaðamaður fljótt að um brýnt
verkefni er að ræða, vegurinn
sem nú þarf að aka er bæði sein-
farinn og afar lélegur. Á leiðinni
voru þó verktakar að störfum við
að bera ofan í veginn og reyna að
bæta hann en blaðamaður hugsaði
þó með sér að þennan veg myndi
sjálfsagt enginn vilja aka daglega.
Það er þó einmitt það sem Andrea
húsfreyja á Skálanesi gerir en hún
vinnur sem þroskaþjálfi í Grunn-
skólanum á Reykhólum og er það
þeim hjónum því mikilvægt að fá
öruggari og betri veg hið fyrsta.
Stór kostur að fá veg-
inn í gegnum Reykhóla
Aðspurð hvaða leið sé að þeirra
mati ákjósanlegasti kosturinn
segjast þau sammála um að það
væri R-leiðin. „Eftir að hafa heyrt
það sem Norðmennirnir höfðu
að segja um þessa leið líst okkur
best á hana. Kostirnir eru bara svo
margir og sá stærsti væri að fá um-
ferðina í gegnum Reykhóla. Ég er
viss um að það myndi styrkja bæj-
arfélagið mikið, auka möguleika í
ferðaþjónustu, hafa jákvæð áhrif
á alla verslun og þjónustu sem
myndi svo hagnast bæjarbúum.
Umhverfisspjöll yrðu minni því í
stað þess að setja þrjár brýr með
sex snertipunktum í fjöru með til-
heyrandi raski á dýralífi, eins og
ætlunin er að gera með ÞH-leið,
yrði bara ein brú og tveir snerti-
punktar í fjöru. Við myndum
einnig losna við að þurfa að fara
yfir Teigsskóg sem nýtur náttúru-
verndar,“ segir Sveinn og bætir
því við að fyrir þau persónulega
myndi R-leiðin líka koma best út.
„Það væri vissulega mjög gott fyr-
ir okkur að geta keyrt beint inn
á Reykhóla þar sem við sækjum
alla helstu þjónustu. ÞH-leiðin
myndi þar að auki skemma meira
af okkar jörð heldur en R-leiðin.
En það er ekki eina ástæðan fyrir
okkar afstöðu og við erum í sjálfu
sér ekkert mótfallin ÞH-leiðinni
þó við teljum hina vera betri. En
við erum hrædd um að ef ákveð-
ið verður að fara ÞH-leið komi
margir til með að kæra og biðin
eftir nýjum vegi þar af leiðandi
lengjast,“ segir Andrea.
Ekki svo mikið ónæði
af veginum
Aðspurð hvort R-leið gæti ekki að
þeirra mati komið sérstaklega illa
fyrir einhverja nefnir Sveinn ábú-
endur á Stað og Árbæ á Reykja-
nesi en nýr vegur þyrfti að fara í
gegnum bújarðir þeirra. „Bænd-
ur á Reykjanesinu eru ekki hrifn-
ir af því að fá veginn í gegnum
þeirra jarðir, sem við skilju mjög
vel. Þetta er þó eitthvað sem við
búum við hér og svona er þetta
bara. Ónæðið truflar ekki jafn
mikið og margir gætu haldið. Við
sofum alveg þó bílar keyri hér
framhjá, þetta er ekkert verra en
að vera í þéttbýli. Þó það sé leið-
inlegt að segja það snýst þetta
bara um stærri hagsmuni móti
þeim minni,“ segir Sveinn. „Veg-
urinn hér fyrir utan lá meira að
segja, þar til fyrir örfáum árum,
alveg uppvið eldhúsgluggann
okkar. Svo ef einhver skilur þeirra
sjónarmið eru það við,“ seg-
ir Andrea. „Bændur í Djúpadal
gætu líka farið illa úr því ef R-
leið verður fyrir valinu. Þá mun
þeirra bær enda meira úr alfara-
leið sem veldur þeim áhyggjum
því þau reka ferðaþjónustu,“ segir
Sveinn. „Það gæti þó boðið upp á
ýmsa möguleika fyrir þau líka. Ég
er viss um að ferðamenn myndu
alveg koma jafn mikið til þeirra, ef
ekki meira þar sem umferðin þar
framhjá yrði þá lítil sem engin og
kyrrðin því mikil. Þetta gæti orð-
ið algjör paradís fyrir ferðamenn,“
bætir Andrea við.
Ekki ný hugmynd
Sveinn og Andrea segjast þó ekki
vera bjartsýn á að Vegagerðin fall-
ist á tillögu norsku sérfræðing-
anna. „lagning þessa vegar hefur
nú staðið til lengi en alltaf virð-
ist Vegagerðin vera á móti því sem
íbúarnir vilja og magna neikvæðn-
ina í garð hugmynda sem aðrir en
þeir sjálfir koma með. Ég hef haft
það á tilfinningunni að ef hug-
myndin kemur ekki frá Vegagerð-
inni skipti engu hversu góð hún
er, Vegagerðin sér henni allt til
foráttu,“ segir Sveinn og Andrea
tekur undir. „Það heyrðist nú bara
á starfsmönnum Vegagerðarinn-
ar á fundinum núna í sumar þeg-
ar þeir sögðu; „við ráðum þessu
sko,“ eins og við værum bara lítil
börn með frekju,“ bætir hún við.
Sveinn rifjar þá upp að hugmynd-
in um brú yfir Þorskafjörð sé í
sjálfu sér ekki ný af nálinni en hún
hafi einnig verið sett fram upp-
úr 1970. „Það var hann Magnús
í Botni, eða Mangi vítamín eins
og hann var gjarnan kallaður, sem
kom með þessa hugmynd. Á þess-
um árum keyrði hann hér um all-
ar sveitir og seldi ýmsan varning,
allt frá vítamínum upp í vaðstíg-
vél. Hann kom þá með þessa hug-
mynd að setja brú yfir Þorska-
fjörð. Honum var alveg alvara og
hannaði brú og veg, ekki ósvipað
því sem norsku sérfræðingarnir
leggja til. Magnús var alltaf tölu-
vert á undan sinni samtíð,“ segir
Sveinn og hlær. „Þá voru gerðar
mælingar að frumkvæði Magnús-
ar en hugmyndin fékk ekkert betri
móttökur frá Vegagerðinni á þeim
tíma. Mælingunum og öllu sem
þeim fylgdi var stungið svo djúpt
ofan í skúffu hjá Vegagerðinni
að gögnin hafa ekki fundist aft-
ur. Ég vona bara að ekki fari eins
núna og Vegagerðin skoði þennan
möguleika af alvöru með jákvæðu
hugarfari. R-leiðin er mögulega
sá kostur sem gæti leyst hnútinn
sem vegamál hafa verið hér í hart-
nær tvo áratugi,“ bætir hann við.
„Svo væri kannski hægt að setja
útskot á miðri leið yfir fjörðinn
þar sem hægt væri að stöðva bíla
og njóta útsýnisins, hugsaðu þér
hvað það gæti komið vel út,“ bæt-
ir Andrea brosandi við áður en við
kveðjum.
arg
Nýr Vestfjarðarvegur mun koma upp
við Skálanes í Gufudalssveit
Rætt við Svein og Andreu á Skálanesi um lagningu nýs vegar
Hér er horft yfir Þorskafjörð frá Skálanesi þar sem norsku sérfræðingarnir leggja
til að vegfylling og brú verði lögð.
Sveinn Hallgrímsson og Andrea Björnsdóttir bændur búa á Skálanesi í Gufudalssveit þar sem nýr Vestfjarðarvegur mun
koma, hvaða leið sem verður fyrir valinu.
INGI TRYGGVASON hrl.
FASTEIGN Í BORGARNESI
LIT ehf. lögmannsstofa
Ingi Tryggvason hrl. s 860 2181
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
TIL SÖLU
GUNNLAUGSGATA 21B
Húsið selst til brott-
flutnings eða niðurrifs og
brottflutnings.
Timburhús á steyptum
sökkli, kjallari, hæð og ris
samtals 124 ferm.
Nánari upplýsingar veitir
Ragnar Frank Kristjánsson
sviðsstjóri hjá Borgarbyggð
s. 433 7100 eða ragnar@borgarbyggd.is
Tilboðum skal skilað skriflega til Inga Tryggvasonar hrl. í síðasta lagi
1. ágúst 2018 á netfangið ingi@lit.is
Húsið skal fjarlægt í síðasta lagi 22. ágúst 2018.
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Fyrsti blaðamaðurinn
– fyrstur til margs
Um náttúrur Jóns lærða
Dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur flytur
Snorrastofa í Reykholti
Fyrirlestrar í héraði á Reykholtshátíð
Laugardagurinn 28. júlí 2018
kl. 13 í Bókhlöðu Snorrastofu
Í fyrirlestrinum verður fjallað
um ímynd og hlutverk þessa
sérstæða og fróðleiksfúsa
manns sem þurfti að fóta sig í
samfélagi fáfræði og fátæktar
í margvíslegum skilningi.
Umræður
Verið velkomin
R 1 7 4
G 3 0
B 3 4
PA N T O N E
2 0 1
C 2 0
M 1 0 0
Y 1 0 0
K 1 5
H E X
a e 1 e 2 2
R 2 1 6
G 5 0
B 4 8
PA N T O N E
2 0 0
o r
PA N T O N E
2 0 1 ( 7 0 % )
C 9
M 9 5
Y 9 0
K 1
H E X
d 8 3 2 3 0