Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. Athug- ið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. Alls bárust 54 lausnir við krossgátunni í blaði síðustu viku. lausnin var: „Munnmæli“. Vinningshafi að þessu sinni er Sigríður Matthíasdóttir, loga- fold 182, 112 Reykjavík. Þ R Y K K Ö S L A R S T E F J Ó R L U G T A Ð A E I A Ó S K I Ð R U N S K E G G Ð I Ð U A N D R Á T A U V E R U N D A L A S J Ó R E U R G U R Æ S T V A G G I M A U S Á R R E N N A T Ö F U R T V Á E L J A L E R E G G V E R F L Ó R I O F R A U L A N A I L Á N Þ Í Ð A F O R N L Ó I Ð N O R Ð F A T A F L A I Í Ó L A G E I R A S R Ó L Á A R T N A T N I V A M M L A U S N Á L Æ G E I R Á M U R H A B Æ R G Æ T T S T U Ð L U N D T Ú R A Á A R N I R Á Ð I T Ó M U N N M Æ L I Birta Skiki Áfangi Fyrir stundu Ósoðna Gagn Pára Skæði Þröng Fönn Sönglar Málmur Spyrja Nes- oddi Espa Fjölda Umgerð Kvöld Kvakar Geisla- baugur Fag Hik Hafrót Púkar 4 Vangá Árla Rask Kusk Hætta Afkimi 11 í röð Brekka Maður 2 Drift Jurta- seyði Hljóp Aðstoð Sjór Í kirkju Ekki Blunda Ambátt Á reikn. Grugg Skraut Stía Stefna Mun 7 Óhóf Bardagi Læti Elfan Anga Ýfir Nabbi Næði 5 KL. 15 Nudd Safi Hvíldi Flík Síðan Óragur Eysill Brall Rösk Skáþak Taldi Yfir- höfn Jurt Trjóna Stór 8 Risa Fæða Ask Grunaði Tákn Reykur Magn Reim 1 Enda- sneið Sýður Freri Leiði Þófi Grip Laust 6 Á skipi Berg- mál Óregla Snemma Tæp Ílát Loðna Dvelja Land- bára Veður- far Venda Bað 1000 3 Baun Reipi Vein Tölur Snáf Á fæti Ryk Fiskur Læsir Ruglaði 1 2 3 4 5 6 7 8 L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Þessi heimur er nokkuð margbreytilegur og jafn- vel svo að sumum þykir nóg um. Meðan við hér á Suður- og Vesturlandi höfum fengið lítið af sólskini en rúmlega nóg af rigningu hafa aðrir landshlutar fengið ósparlega af gæðum veður- farsins og ýmsar grannþjóðir okkar liðið veru- lega fyrir þurrkatíð svo til vandræða horfir. Þó Veðurstofan sé stundum að spá einhverju góðviðri bregðast þau fyrirheit ekki síður en kosningaloforð stjórnmálamanna. Á sínum tíma var Dalvíkingurinn Haraldur Zophoní- asson orðinn leiður á ótíðinni og ávarpaði þá- verandi veðurstofustjóra (eða stýru): Var ég búinn að vona og þrá veðrið góða og hlýja. Útbúðu nú aðra spá elsku Teresía. Þó nú hafi verið ótrúlega langur sólarleysis- tími hefur það svosem gerst áður að fólk hafi verið óánægt með tíðarfarið og borið sig upp undan því samanber þessa vísu: Þessa tíð er þungt að bera þykir okkur. En hvernig skyldi veðrið vera? -Veit það nokkur? Ætli það sé ekki marga hér á Suður- og Vesturlandi farið að langa í sólarglætu og hugsa eins og Bjarni frá Gröf: Sífellt er mig sól að dreyma, samt er þoka. Það er eins og eiga heima inni í poka. Það er ekki einu sinni öruggt með veður- fræðingana að þeir viti hvernig veðrið muni haga sér enda orti Páll Bergþórsson: Víst er stundum vont að fá veðrið til að skána og löngum hafa loftin blá leikið á Pál og spána. Það eitt eigum við þó öll sameiginlegt að deyja fyrr eða síðar hvað sem fyrir okkur ligg- ur þangað til. Væntanlega verður okkur flest- um fundinn staður í einhverjum kirkugarði en þeir eru nú breytilegir líka. Á Reykjum í lýt- ingsstaðahreppi er hver innangarðs og hefur sumum þótt það nokkuð sérkennilegt og lagt útaf með sínum hætti. Um þetta orti Sigurður í Hróarsdal: Lýtingar þóttu löngum hálir líkt og áll í straumi hörðum. Þeir trúa því að soðnar sálir séu þar í kirkjugörðum. Klerksins hafa ei kenning snjalla kúra þar sálir fjarri ljósum. En hvernig skildi Kölska falla að kroppa þá alla uppúr dósum. Allmargir lenda í því að verða gamlir áður en þeir deyja. Misjafnt hvernig það fer í menn. Skrokkurinn bilar á sumum en hausinn á öðr- um og sumir ýmist bila jafnt á báðum svið- um eða halda sér ótrúlega vel þrátt fyrir tölu- verðan árafjölda. Rósberg Snædal orti á seinni árum sínum: Vísnarausið víða ber vitni klausum stolnum því að hausinn á mér er eins og laus frá bolnum. Bjarni frá Gröf sá þó ekki ástæðu til annars en bera sig vel: Þó að ellin andann slævi ennþá hef ég dágóð spil. Lífið vakir alla æfi yfir því að vera til. Haraldur frá Kambi var prýðishagyrðingur. Svolítið ölkær að vísu og svo merkilegt sem það er man ég ekki til að hafa heyrt honum eignaða hringhendu þó hann sé fæddur og uppalinn í því mikla hringhenduhéraði Skaga- firði. Flestar af hans vísum eru einfaldar sjálf- rennandi ferskeytlur eins og til dæmis þessi: Milli tanna laus og létt leikur tunga vökur, þegar hún er að ríma rétt rökum hlaðnar stökur. „Það hefur sínar afleiðingar þetta ljúfa líf“ sagði einn góðvinur minn „hérna í den“ og stundum var svosem ekki mikið við að vera í skammdeginu fyrir tíma sjónvarpsins og menn misánægðir með útvarpsdagskrána eins og gengur. Allavega sagði Bjarni frá Gröf: Frá kerlingar- og krakkasöng hvergi er griðastaður. Af því nóttin er svo löng er ég barnamaður. Það er mikilvægt að reyna að hafa góð áhrif á umhverfi sitt eftir því sem aðstæður leyfa og meðan útvarpsmessur voru á hverjum sunnu- degi hlustuðu margir grandvarlega á hverja messu og gerðu sitt besta til að temja sér og öðrum kristilegan þankagang. Bjarni Pálsson orti um fjártík sína og betrunartilraunir þær sem hann hafði í frammi: Tíkin mín fer nú lítt að lögum, læknað gat ég þó margan brestinn. Ég setti´ana inn á sunnudögum og sagði´enni að hlusta vel á prestinn. Fyrir rúmum tveimur áratugum eða svo meðan blaðið Dagur – Tíminn var enn við lýði var þar stundum vísnaþáttur og áttu ýmsir sómamenn sínar andans afurðir þar á prenti. Þeirra á meðal var maður sem orti undir nafn- inu Búi og einhvern tímann var þar birt eftir hann þetta svartagallsraus: Gróðahyggju hafurtask hata ég og fyrirlít. Þeir sem kvóta- brúka brask bara ættu að éta- kartöflur. Fjármagnstuðran fitnar enn fíkniefna seljandans Farið burtu brotamenn! beina leið til – Andesfjalla. Einatt þiggja merkir menn margan feitan bitlinginn. Ljótum konum leiðist enn og langar þá í – afþreying. Ég tel mig geta fullyrt að þeir sem voru mest áberandi í viðskiptalífinu fyrir hrun voru að minnsta kosti langflestir ef ekki allir háskóla- gengnir og eru það væntanlega góð meðmæli með þeim ágætu menntastofnunum. Allavega skorti þá sjaldan fögur orð og fyrirheit. Hins- vegar veit ég ekkert hverjum Onni á Kjörseyri lýsti með þessum orðum: Beitti mælsku mjúkum hreim með því ýmsa blekkt’ann. Elskaður af öllum þeim sem ekki mikið þekkt’ann. Svo við snúum okkur aðeins að öðrum hlið- um tilverunnar þá gæti verið heppilegt að rifja upp vísuna eftir Margréti frá Bugðustöðum: Hvar sem dögum eyða á aldrei mun ég gleyma. Fyrir handan fjöllin blá fegurðinni heima. Og ljúkum svo þættinum með annarri eftir son hennar, Kristján Samsonarson: Glöggt er fylgst með grannans stig. Gát að honum beinist. En að þekkja sjálfan sig sumum erfitt reynist. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Lífið vakir alla æfi - yfir því að vera til

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.