Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 20182 Þeir sem misstu af frásögn Vilborg- ar Davíðsdóttur af landnámskonunni Auði djúpúðgu síðastliðinn vetur geta tekið gleði sína á ný, því Sögu- loft Landnámssetursins efnir til fjög- urra aukasýninga í haust. Sjá nánar í Skessuhorni í dag. Útlit er fyrir fremur hæglátt haust- veður næstu daga. Á fimmtudag og föstudag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s og hvassast verður með norður- ströndinni. Lengst af rigning um land- ið norðanvert en bjartviðri sunnan- lands. Hiti 4-12 stig, hlýjast syðst. Á laugardaginn eru líkur á norðaust- lægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s. Dá- lítil rigning á Norður- og Norðaustur- landi, en skýjað með köflum og smá- skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 5-11 stig, mildast sunnan heiða. Á sunnu- dag er útlit fyrir austlæga átt, skýjað verður með köflum og skúrir verða í flestum landshlutum. Hiti yfirleitt 5-10 stig að deginum. Á mánudag má gera ráð fyrir austanátt og rigningu, einkum sunnan- og austanlands. Í síðustu viku var pólitísk spurning á vef Skessuhorns. Spurt var: „Hvaða einkunn gefur þú ríkisstjórninni sem nú situr við völd?“ Svarmöguleikarn- ir voru frá 1 og upp í 10. Svörin skipt- ust á allar einkunnir. Alls tóku 485 þátt í spurningunni og var niðurstað- an sú að vegið meðaltal ríkisstjórnar- innar var einkunnin 4,07. Langflest- ir gáfu ríkisstjórninni 1,0, eða 177 af þeim sem þátt tóku. Fylgjendum ríkis- stjórnarinnar til gleði voru næstflest- ir, eða 48, sem gáfu henni einkunnina 10. Svör annarra dreifðust nokkuð jafnt milli svarmöguleikanna. Í næstu viku er spurt: Hvernig bækur finnst þér skemmti- legast að lesa? Bændur og búalið, sem nú arka um fjöll og ragast í fé í réttum, eru Vest- lendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Breyta skipulagi til að hægt verði að stækka BORGARNES: Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd borgarbyggðar hefur samþykkti fyrir sitt leyti lýsingu á breyt- ingu á Aðalskipulagi borgar- byggðar fyrir Miðnes í borgar- nesi, svæðið sem afmarkast frá Gunnlaugsgötu að egilsgötu. Með fyrirhugaðri deiliskipulag- stillögu mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og þarf því að gera breytingu á aðalskipu- laginu. „engar ábendingar bár- ust sveitarfélaginu í lýsingarferli og tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum í aðalskipulagstil- lögu,“ segir í bókun nefndarinn- ar. samkvæmt tillögu að deili- skipulagi er áformað að sameina lóðirnar nr. 12-16 við egilsgötu, og stækka jafnframt um 823 fm. einnig er gert ráð fyrir stækk- un hótelbyggingar um 300 fer- metra með hækkun um eina hæð á miðhluta hússins. Að sögn péturs Geirssonar eiganda Hót- els borgarness er ekki ákveðið hvort fyrirhuguð stækkun verð- ur nýtt undir sal eða fleiri her- bergi. Hótel borgarnes rekur í dag starfsemi á um sex þúsund fermetrum beggja megin við egilsgötu; í hótelbyggingunni og fyrrum verslunar- og skrif- stofuhúsi Kaupfélags borgar- firðinga handan götunnar. -mm Eldur kviknaði í smáhýsi HVALFJ.SV: Á þriðja tíman- um síðastliðinn miðvikudag var slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar kallað út vegna elds í smáhýsi sem stendur skammt norðan við gamla íbúð- arhúsið á brekku á Hvalfjarðar- strönd. eldurinn hafði kvikn- að út frá gasi sem notað var við eldamennsku. Náði eldurinn að læsa sig í vegg hússins, sem er bjálkahús, og voru skemmd- ir fremur litlar. slökkvistarf tók því skamma stund. tvennt var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Var fólkinu brugðið en slasaðist ekki. -mm MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Hafist var handa við gerð Vita- stígs á breiðarsvæðinu á Akranesi 21. ágúst síðastliðinn og stend- ur nú vinna við stíginn sem hæst. Akraneskaupstaður fékk styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í apríl síðastlið- Unnið að gerð göngustígs á Breið inum. styrkurinn nam 11,1 milljón króna og var veittur til að ljúka við um 150 metra langan stíg frá bíla- stæði og aðkomutorgi að áningar- staðnum við Akranesvita, yst á tang- anum á breið. stígurinn er hluti af heildarskipulagi fyrir ferðamanna- staðinn á breiðinni. er áhersla lögð á gott aðgengi verði fyrir alla að svæðinu. Það er verktakafyrirtækið skófl- an ehf. á Akranesi sem annast gerð göngustígarins. Áætlað er að fram- kvæmdum við Vitastíg á breið verði að fullu lokið í síðasta lagi um næstu mánaðamót. kgk Stígurinn er um 150 metra langur og nær frá bílastæðinu að áningarstaðnum við Akranesvita. Gerð stígarins er hluti af heildarskipulagi fyrir ferðamanna- staðinn á Breið. Á meðan vinna við göngustíginn stendur yfir verða ferðamenn sem heimsækja Breiðina að gera sér það að góðu að ganga á grasinu. Fjær sjást salernishús og hús vitavarðarins. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á byggingu nýs haugtanks við fjósið á Hvanneyrarbúinu, sem Landbúnaðarháskóli Íslands rek- ur. Fram til þessa hefur mykju ver- ið safnað í svokallaðan haugpoka úr pVC efni. sá er orðinn of lítill fyr- ir núverandi bústofn og hefur ekki virkað sem skyldi. Haugtankurinn er austan við nýja fjósið. Fyrst var steypt plata og þvínæst reistar veggeiningar sem Kaupfélag skagfirðinga flytur inn. er þeim rennt niður hverri af annarri og þétt á milli að innan- verðu. Að endingu verður tankur- inn spengdur og lögnum komið út í hann. sigurður Guðmundsson hjá Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins hefur umsjón með verkinu. Hann segir að nýi tankurinn, sem er 2.300 rúmmetrar, eigi að geta rúm- að ársmykju frá 72 kúm í Hvann- eyrarfjósinu. „Það er mikilvægt að varðveita sem best verðmætin sem felast í áburðinum sem góð mykja er,“ segir sigurður. Aðspurður seg- ir hann óráðið hvort þak verði sett á tankinn, en verið sé að skoða hvort erlent dúkþak úr pVC efni þoli ís- lenskar veðuraðstæður og snjóalög. Þetta er áttundi haugtankurinn sem settur er upp hér á landi frá þess- um framleiðanda. sá stærsti er við svínabúið á Hýrumel í Hálsasveit, en sá er 8.300 rúmmetrar. mm Nýi haugtankurinn er 2.300 rúmmetrar. Ljósm. Kristján Andrésson. Haugtankur byggður á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.