Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201810 Gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verð- ur hætt föstudaginn 28. septem- ber næstkomandi. Göngin verða afhent Vegagerðinni til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. septem- ber. stjórn spalar hefur tilkynnt hluthöfum félagsins um þessa ákvörðun sína. Þó er tekið fram að tímasetningin sé kynnt að þeim forsendum gefnum að Ríkisskatt- stjóri fallist á tiltekna meðferð á skattalegri afskrift ganganna og í öðru lagi að samgöngustofa skili fyrirvaralausri úttekt á göngunum í aðdraganda eigendaskiptanna. „samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið tilkynnti stjórn spalar 7. maí að ríkið myndi ekki yfirtaka félögin sem eiga og reka göngin, líkt og rætt hafði verið um áður í samskiptum spalar við fjármála- ráðuneytið, fyrst á árinu 2009. slík útfærsla á afhendingu ganganna hefur meðal annars áhrif á reikn- ingshaldslegar afskriftir mannvirk- isins,“ segir í frétt á vef spalar. Það var síðan fyrr á þessu ár isem stjórn fyrirtækisins leitaði álits Ríkisskatt- stjóra á hvernig fara skyldi með skattalega afskrift ganganna og hugsanlega skattlagningu spalar á árinu 2018. „svar hefur ekki bor- ist við erindinu en þess er vænst að viðunandi botn fáist í málið í tæka tíð svo unnt sé að afhenda göngin í lok september,“ segir á vef fyrir- tækisins. Veglyklar endur- greiddir eins og áður hefur komið fram mun spölur á næstu mánuðum gera upp við viðskiptavini sína. tekið verður við og endurgreidd- ir ónotaðir afsláttarmiðar og inn- eignir á áskriftarreikningum veg- lykla greiddar út. Þá verður greitt þrjú þúsund króna skilagjald fyr- ir veglyklana sjálfa. Viðskiptavin- ir hafa frest til 30. nóvember til að skila veglyklum og afsláttar- miðum. Nánari leiðbeiningar um greiðslu inneignar, skil veglykla og afsláttarmiða er að finna á vefsíðu spalar, www.spolur.is. Áskriftarsamningar spalar eru um 20 þúsund og yfir 53 þúsund veglyklar eru í umferð. „Í ljósi þess að uppgjörsmálin skipta tugum þúsunda áskilur spölur sér lengri frest en 30 daga til að afgreiða þau öll. starfsfólk á skrifstofu félags- ins vinnur að uppgjöri og frágangi til loka ársins og sumir fram á nýtt ár,“ segir á vef spalar. Þá er þess getið að spölur sendir ekki lengur reikninga til viðskiptavina vegna áskriftarferða. Þeir sem hafa nýtt alla inneign á áskriftarreikningi fá reikning í október fyrir ferðum septembermánaðar. kgk Gjaldtöku í Hvalfjarðargöng hætt 28. september Göngin afhent ríkinu tveimur dögum síðar svala svavarsdóttir hefur verið ráð- in í starf verkefnastjóra hjá sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi, ssV. svala var valin úr hópi fjórtán umsækjenda og verður starf henn- ar að hafa umsjón með Uppbygg- ingarsjóði Vesturlands auk þess sem hún mun sjá um fjármál og upplýs- ingamál ssV. svala er fædd og upp- alin í Reykjavík en búsett í búðar- dal. „Foreldrar mínir eru báðir úr Haukadal svo Dalirnir voru alltaf mín sveit þegar ég var barn,“ seg- ir svala sem ætlaði sér þó aldrei að setjast að í búðardal. „Ég flutti hingað þegar ég hóf nám í við- skiptafræði við Háskólann á bif- röst um áramótin 2003-2004. Ég ætlaði bara að búa hér á meðan ég væri í námi og flytja svo aftur í bæ- inn. Nú eru liðin tæp 15 ár og ég er hér enn,“ segir hún og hlær. svala vann í Arion banka í búðardal í sjö ár, fyrst sem fjármálaráðgjafi og svo sem þjónustustjóri. Fyrir tveim- ur árum var tekin sú ákvörðun að minnka útibú bankans í búðardal og stytta opnunartíma. „Þá fækkaði verkefnum og átti að fækka starfs- fólki og ég ákvað að hætta og stofna eigið fyrirtæki.“ Hún stofnaði fyrir- tækið Gaflfell ehf. ásamt sambýlis- manni sínum, eyþóri Gíslasyni. „eyþór er smíðaverktaki og ég rek bókhaldsþjónustu auk þess sem við erum með ferðaþjónustu þar sem við leigjum út tvær íbúðir í búðar- dal undir nafninu Asubúð Apart- ments, en 99% af gestum okkar eru erlendir ferðamenn.“ Hefur ekki ákveðið að flytja úr Búðardal Aðspurð segist svala ekki vera á förum úr búðardal þó nýi vinnu- staðurinn sé í borgarnesi. „Þetta er 80% starf og ég vinn fjóra daga í viku fyrir ssV. Ég legg upp með að keyra á milli þrisvar í viku og vera einn dag á skrifstofu hér í búðar- dal. ef veðrið ætlar eitthvað að setja strik í reikninginn er alveg svigrúm til að mæta því, en ég hef engar sér- stakar áhyggjur af færð eða veðri. Þegar ég var í námi á bifröst keyrði ég alltaf á milli og þótti það ekkert mál. Mér þykir gaman að keyra og get nýtt tímann í bílnum til að taka símtöl eða bara íhuga,“ segir hún. „Þetta verður ekkert mál.“ Aðspurð hvort hún komi til með að hætta með bókhaldsþjónustu hjá Gaflfelli segir hún svo ekki vera. „Þar sem nýja starfið er 80% get ég vel hald- ið áfram með bókhaldsþjónustuna og við erum búin að ráða starfs- mann sem mun sjá um ferðaþjón- ustuna,“ segir svala. „eyþór mun svo bara halda sínu striki hjá Gafl- felli,“ bætir hún við. svala tók til starfa í byrjun mán- aðarins og segist strax hafa mjög góða tilfinningu fyrir starfinu. „Hér starfar frjór og skemmtilegur hópur fólks og starfsandinn er mjög góður sem skiptir alltaf miklu máli. Verkefnin sem ég fæ að takast á við eru uppbyggjandi og skemmtileg, þau snúast um nýsköpun, menn- ingu og að styrkja samfélagið okk- ar. Hér erum við að vinna að svo já- kvæðum verkefnum og ég get ekki verið annað en þakklát fyrir að fá að taka þátt í slíkri vinnu,“ segir svala að endingu. arg Svala Svavarsdóttir er nýr verkefnastjóri SSV Svala með einum af vinum sínum, en hún er mikil hestakona. Ljósm. úr einkasafni. Svala Svavarsdóttir nýr verkefnastjóri hjá SSV er mætt til starfa. Ljósm. psb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.