Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201816 tvö aðskilin tilfelli af svokallaðri lóasýki, eða afrískum augnormi, hafa greinst í tveimur konum bú- settum hér á landi á síðustu miss- erum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Lóa- sýki lýsir sér þannig að sjúkling- ar finna lifandi orm undir slím- húð í auganu eða eru með bólgur og verki í vöðvum og undir húð. Í fyrra tilfelli var um að ræða konu sem er búsett hérlendis en hafði nýlega heimsótt fæðingarland sitt í Afríku. Við komu aftur til Íslands kenndi konan sér meins í auga og sótti sér læknishjálp eftir að hún sá orminn sprikla undir slímhúð- inni. Augnlæknir staðfesti að um ormasmit væri að ræða og var konan send á smitsjúkdómadeild þar sem reynt var að ná í orminn, en án árangurs. seinna tilfellið af lóasýki fannst í íslenskri konu sem hafði ferðast um Afríku í fjóra mánuði. Hún var send á augndeild þegar grun- ur vaknaði um orm undir slímhúð í hægra auga. Þar sem ormurinn í fyrra tilfelli hafði ekki náðst, vegna þess hve hratt hann getur fært sig úr stað, var gripið á það ráð að skera strax í slímhúð kon- unnar og náðist ormurinn lifandi úr auganu. Konurnar fengu báðar lyfja- meðhöndlun við ormasmitinu og eru núna heilar meina sinna. Mjög óalgengt er að lóa-ormurinn sæki í augu, en það kemur þó fyrir. Al- gengast er að ormur- inn sé 3-7 sentímetr- ar að lengd og um 0,5 millímetrar í þvermál. Orm- urinn sem náðist úr auga kon- unnar í seinna tilfelli var um þrír sentímetrar að lengd. Lóa-ormur smitast þegar dádýraflugur bíta fólk til blóðs, en við það berast lirfur þráðormanna inn í bitsárið. Lirfurnar þroskast svo í fullorðna orma á þremur mánuðum. eftir sex til tólf mánuði fara ormarn- ir að fjölga sér. Flestir sýktir eru einkennalausir, en aðaleinkenni lóasýki eru tvenns konar; bólgur undir húð eða ormur í yfirborði augans. klj Tvö tilfelli af afrískum augnormi greinast hér á landi Í útboði er nú stærsta verkefni á landsvísu sem tengist áætluninni Ís- land ljóstengt 2020. Ríkisstjórn Ís- lands tók ákvörðun fyrir nokkrum árum að hleypa verkefninu af stað. Í ljósi hás meðalkostnaðar vegna landsstærðar og dreifbýlis borgar- byggðar er sveitarfélagið síðast í röð dreifbýlissveitarfélaga á Vest- urlandi. Ríkið ákvað það verklag að þau svæði yrðu unnin fyrst þar sem fjármunir Fjarskiptasjóðs nýtt- ust sem best. Lagning ljósleiðara í borgarbyggð rekur lestina af þess- um sökum. borgarbyggð fékk Rík- iskaup til að hafa umsjón með út- boði verksins. Í dreifbýli borgar- byggðar eru alls 510 tengipunkt- ar. tengipunktar eru skilgreindir sem íbúðarhúsnæði, fyrirtæki, fjar- skiptasendar og virkjanir, svo dæmi séu nefnd. Þar fyrir utan eru um 1200 frístundahús í sveitarfélaginu. Þau njóta hins vegar ekki styrkja af opinberu fé. Útboðið felur í sér lagningu ljósleiðararöra, niðursetn- ingu brunna, uppsetningu tengi- skápa, blástur og/eða ídrátt ljós- leiðarastrengja ásamt tengingum blástursröra og ljósleiðara í sveitar- félaginu. Á þessu ári hefur Gagna- veitan unnið að lagningu ljósleið- ara í borgarnesi og Hvanneyri og áætlað að tengingar hefjist á þess- um stöðum innan tíðar. Þá má geta þess að Ferðaþjónustan á Húsafelli er þessa dagana á eigin kostnað að leggja ljósleiðaralögn frá Reykholti og upp í Húsafell í góðu samráði við forsvarsmenn borgarbyggðar. Borgarbyggð er landstórt sveitarfélag Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá Ríkiskaupum og rennur tilboðsfrest- ur í verkið út 9. október næstkom- andi. Gunnlaugur A Júlíusson sveit- arstjóri kveðst í samtali við skessu- horn vænta þess að lagning ljósleið- ara í dreifbýli borgarbyggðar muni taka 3-4 ár en reiknað er með að síðasta úthlutun úr Fjarskiptasjóði verði haustið 2020. Verkhraði mun einkum ráðast af framlögum úr Fjarskiptasjóði, en borgarbyggð er eina dreifbýlissveitarfélagið á Vest- urlandi sem eftir er að leggja um ljósleiðara. „sveitarfélagið er land- Stærsta einstaka ljósleiðaraverkefni á landsvísu í dreifbýli Tilboð í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar verða opnuð 9. október stórt og hér er búseta dreifð og því er kostnaður á hvern tengipunkt til- tölulega hár. Við vonumst þó eftir að framlög úr Fjarskiptasjóði taki mið af raunkostnaði við tengingar en verkhraði ræðst af framlögum. Næsta úthlutun úr sjóðnum verð- ur líklega í október,“ segir Gunn- laugur. Gríðarleg lyftistöng ekki þarf að fjölyrða um hvílík lyfti- stöng lagning ljósleiðara verður fyr- ir íbúa í sveitarfélaginu. „Ljósleið- arinn mun bæta fjarskipti, auka möguleika á fjarvinnslu af ýmsu toga, opna margháttaða aðra mögu- leika fyrir íbúa og fyrirtæki sem fel- ast í háhraðatengingum og færa fjar- skipti í dreifbýlinu inn í nútímann,“ segir Gunnlaugur. Fjármagn til fram- kvæmda kemur úr þremur áttum Gunnlaugur segir að verk sem þetta sé fjármagnað með þrennum hætti. sveitarfélögin greiða ákveð- inn hluta, notandi þjónustunn- ar hluta og loks er það styrkur úr ríkissjóði í gegnum Fjarskiptasjóð sem greiðir hluta. „svo er mismun- andi eftir sveitarfélögum hvernig fyrirkomulagið er. Hér í borgar- byggð var ákveðið að stofna fyrir- tækið Ljósleiðara borgarbyggðar ehf sem verður einskonar b-hluti úr sveitarsjóði. sum sveitarfélög ákváðu að selja kerfi sín í heilu lagi og koma ekkert nálægt rekstri ljós- leiðara. Ljósleiðari borgarbyggð- ar ehf. mun hins vegar eiga ljós- lögnina og innheimta afnotagjöld til að standa straum af stofnkostn- aði. Ákveðið hefur verið að íbú- ar greiði sjálfir 250 þúsund krónur fyrir hvern tengipunkt. svo er það okkar að reyna að stýra því að verk- hraðinn við lagninguna verði alltaf í sem bestu samræmi við framlög Fjarskiptasjóðs. Þannig má segja að verkhraðanum ráði ríkið í formi styrkja úr sjóðnum en okkar verk- efni er að reyna að spila sem best úr peningunum hverju sinni. Í samráði við væntanlegan verktaka verður t.d. lögð áhersla á að skólastofnanir í sveitarfélaginu tengist sem fyrst og að verkið gangi almennt eins hratt fyrir sig og mögulegt er.“ Gunn- laugur kveðst binda vonir við að það taki um tíu ár þar til sveitarfélagið verður búið að fá til baka útlagðan kostnað. „Það var samhljóma nið- urstaða fráfarandi sveitarstjórnar að ljósleiðarakerfið í borgarbyggð yrði í eigu sveitarfélagsins til framtíðar. Verðmæti þessar eignar felast fyrst og fremst í þeim ábata sem góð fjar- skipti hafa fyrir íbúa sveitarfélagsins og fyrirtæki innan þess,“ segir sveit- arstjórinn. Ekki var mögulegt að brjóta verkið niður Upp hafa komið vangaveltur um hvort hafi verið mögulegt að skipta verkinu upp í litlar einingar sem gerði litlum verktökum kleyft að bjóða í það. Gunnlaugur segir að ekki hafi komið til álita að brjóta ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í borgarbyggð niður í smærri ver- keiningar. Hann segir að vissulega hafi sveitarfélagið fengið fyrirspurn- ir um slíkt til að auka líkur smærri verktaka á að bjóða í. Í samtali við skessuhorn segir hann að eðli verk- efnisins taki mið af þeim lagaramma sem framkvæmd sem þessi falli und- ir sem eru lög um framkvæmd út- boða og lög um opinber innkaup. Þar er meðal annars kveðið á um að verkefni sem fara yfir ákveðna fjárhæð séu útboðsskyld samkvæmt þeim reglum sem gilda um útboð. „Önnur sjónarmið, svo sem að stýra útboði eða stilla útboðslýsingu af með það að markmiði að heima- fyrirtæki fái verkið fremur en fyrir- tæki utan sveitarfélagsins, eru bein- línis óheimil, samkvæmt gildandi lögum um innkaup sveitarfélaga,“ áréttar Gunnlaugur. Hann segir að öll innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu yfir 15,5 milljón króna og verkum yfir 49 milljónir króna skuli bjóða út og gera í samræmi við innkaupaferli laga um opinber innkaup. „Meginforsenda þess er að á þennan hátt eru auknar líkur á að hagkvæmara boð fáist í fram- kvæmdir hverju sinni og skattfé íbú- anna nýtist sem best. sveitarstjórn tók því samhljóma ákvörðun um að bjóða verkefnið út í einu lagi eins og nú er verið að gera. Niðurstaða í ljósleiðaraútboðum annarra sveitar- félaga undanfarna mánuði staðfesta að þessi aðferðafræði er rétt,“ segir Gunnlaugur að endingu. mm Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri. Borgarbyggð er síðasta dreifbýlissveitarfélagið á Vesturlandi þar sem ljósleiðari verður lagður. Hér er svipmynd úr Hvalfjarðarsveit úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.