Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 19 Það er óhætt að segja að frásögn Vilborgar Davíðsdóttur af hinni stórmerku landnámskonu Auði djúpúðgu hafi slegið rækilega í gegn á sögulofti Landnámssetur síðastliðinn vetur. Þar sem margir þurftu frá að hverfa þegar sýning- um lauk í vor efnum við til fjög- urra aukasýninga í haust, laugar- dagana 29. september og 6. októ- ber kl. 20 og sunnudagana 30. september og 7. október kl. 16. Hægt er að kaupa miða á heima- síðu Landnámsseturs www.land- nam.is/vidburdir, í síma 437-1600 eða á landnam@landnam.is. Vilborg hefur skrifað þrjár skáldsögur um Auði djúpúðgu, landnámsskonuna sem á enga sína líka í landnámssögunni. sú nýjas- ta nefnist blóðug jörð en þær fyr- ri, Auður og Vígroði. Allar hafa bækurnar hlotið fádæmagóðar viðtökur lesenda og gagnrýnen- da og var Auður tilnefnd til Íslen- sku bókmenntaverðlaunanna. Í þessari sýningu á söguloftinu se- gir Vilborg okkur þessa sögu alla. Hún fer með áhorfendur í fer- ðalag um slóðir Auðar á bretland- seyjum og í kjölfar hennar til ey- landsins á enda veraldar þar sem ár og vötn voru sögð iða af fiski, jökulhettur gnæfa við himin og sjálf jörðin spúa eldi. saman við viðburðaríkt líf Auðar á Írlan- di og skotlandi fléttast atburður sem markaði upphaf landnám- sins blóði: þrælaupp reisn á suður- strönd Íslands. Í Laxdælu segir um ævintýra- legan flótta Auðar Ketilsdóttur frá skotlandi til Íslands með sjö sonarbörn sín: „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kven- maður hafi komist í brott úr því- líkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti,“ og „má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“ Vilborg hlaut einnig mikið lof fyrir bók sína, Ástina, drekann og dauðann, og fjöldi fólks um land allt hefur hlýtt á fyrirlestra hennar um gjafir sorgarinnar. -fréttatilkynning Vilborg snýr aftur með Auði djúpúðgu Frá árinu 2005 hefur hópur félaga í Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni hist reglulega og dans- að línudans. Hefur hópurinn tek- ið þátt í fjölmörgum mótum í ár- anna rás, meðal annars hampað Ís- landsmeistaratitlinum í flokki 60 ára og eldri. Þá hefur línudanshóp- ur FebAN jafnframt farið og keppt erlendis. Fjórða keppnisferðin út fyrir landsteinana er nú framundan. Á morgun, fimmtudaginn 13. sept- ember, heldur línudanshópurinn til Ítalíu til að taka þátt í Golden Age Gym Festival sem fram fer í pesaro dagana 16. til 21. september. Alls fara 38 til pesaro, þar af 23 dansarar. Leiðbeinendur línudans- hópsins eru sigríður Alfreðsdótt- ir, Hugrún sigurðardóttir, eygló tómasdóttir og Íris Arthúrsdóttir. Hefur hópurinn æft af krafti und- anfarin misseri, auk þess að safna fé fyrir búningum og hluta ferða- kostnaðar með fjáröflunarbingói og kleinusölu, svo dæmi séu tekin. Í tilefni af keppnisferðinni sem framundan er var aðstandendum og vinum boðið að koma og fylgj- ast með lokaæfingu hópsins í sal FebAN á Akranesi síðastliðinn mánudag. sýndi hópurinn dansana sem sýndir verða í keppninni á Ít- alíu, auk annarra. Dansað var fyrir fullum sal og vakti sýning línudans- hópsins mikla lukku. til vitnis um það var hópurinn tvisvar sinnum klappaður upp. kgk Línudanshópur FEBAN á leið í keppnisferð Línudanshópur FEBAN ásamt leiðbeinendum. Hópurinn sýndi dansa sem dansaðir verða í keppnisferðinni á Ítalíu. Þétt og taktföst spor í línudansinum. Hópurinn dansaði skiptidans þegar hann var klappaður upp öðru sinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.