Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 15 SK ES SU H O R N 2 01 8 Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteigna- skatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2018. Nánari upplýsingar er að fi nna á www.akranes.is. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2018 Það var hátíðleg stund á dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík síðast- liðinn föstudag þegar félög og fyr- irtæki í snæfellsbæ gáfu heimilinu tvö þrekhól. Ásbjörn Óttarsson lýsti aðdrag- anda þess að hjólin voru keypt og sagði meðal annars að síðastliðinn áratug hafi verið haldin kútmaga- kvöld einu sinni á ári í Röst á Hell- issandi og allur hagnaður hafi verið lagður inn á bók. Þegar upphæðin var kominn í 500 þúsund krónur var farið að huga að gjöfum og ákveðið að nota peningana í að kaupa þrek- hjól fyrir Jaðar. Þegar að því kom reyndust tækin vera í dýrari kant- inum og því hafi verið rætt við for- svarsmenn fyrirtækja og félaga í snæfellsbæ um að styrkja verkefnið enn frekar. Hafi allir þeir sem tal- að var við tekið jákvætt í það. Þrek- hjólin eru af bestu gerð og er von- ast til að þau komi heimilisfólki að góðum notum, að sögn Ásbjarnar. síðan afhenti sigurður Kristjóns- son fyrrum skipstjóri og útgerða- maður, sem var einn af upphafs- mönnum kútmagakvöldsins, Ingu Jóhönnu Kristinsdóttir forstöðu- konu Jaðars hjólin að gjöf. af Ásbjörn Óttarsson ávarpar gesti og lýsir aðdraganda gjafanna. Jaðri færðar veglegar gjafir Sigurður Kristjónsson, sem er heimilismaður á Jaðri, afhendir Ingu Jónu Kristins- dóttir gjafirnar. Snæbjörn Aðalsteinsson iðjuþjálfi sýnir notkun þrekhjólanna. berjauppskera á Vesturlandi er með lakasta móti á í ár. Mörgum finnst nauðsynlegt að gera eitt- hvað úr berjum þegar hausta tek- ur og þeir sem eru það lukkulegir að hafa náð í ber í haust þá er hér dýrindis bláberjabaka sem auð- velt er að baka. Bökudeig: 1½ bolli hveiti 250 g smjör 4 msk sykur ½ tsk salt 2-3 msk vatn Fylling: 2 bollar bláber ¼ bolli sykur ¼ bolli hveiti 1 tsk kanill 2 msk sítrónusafi 50 g smjör. Aðferð: breiðið deigið út í bökuform. Geymið hluta af deiginu til að geta búið til lok á bökuna. Hrærið saman í skál sykri, hveiti og kanil. blandið berjunum saman við og hellið ofan í bökuskelina. Kreist- ið sítrónusafa yfir, skerið kalt smjör í þunnar sneiðar og leggið yfir. Fletjið afganginn af deiginu út og skerið í þunnar ræmur og leggið yfir bláberin. bakið í 35-40 mínútur við 175°C. Gott að bera fram með þeytt- um rjóma eða vanilluís. Uppskrift frá alberteldar.com Bláberjabaka Freisting vikunnar eða um 480 fermetrar sem er allt rýmið eins og það leggur sig ásamt því að til viðbótar eru 250 fer- metrar í risinu. Á leiðinni á vinnu- stofuna mátti sjá allskyns hluti og muni, húsgögn og myndir. „Ég er að gera upp íbúðarhlutann hjá mér. Þegar ég festi kaup á húsinu þá voru hérna ekkert nema litlir fer- kantaðir gluggar. Ég lét setja nýja stóra glugga um leið til að fá allt þetta fallega útsýni hérna í kring og alla birtuna inn til mín,“ segir Ólöf á meðan hún rölti inn í stof- una. „Það er svo gott inni í þessu húsi. Hér er stofa og svo vinnustof- an inn af henni. Hér hef ég ver- ið með fyrirlestra, námskeið, tón- leika og allskonar. Allt sem þú sérð hérna inni, fyrir utan þrjá stóla í yf- irstærð frá Ameríku og gerðir eru fyrir stóra ameríska rassa, er það sem aðrir henda eða losa sig við. Hver einasti hlutur á sína sögu og mjög sérkennilega sögu,“ útskýr- ir hún og gengur um stofurým- ið. Þarna mátti sjá fyrsta funda- borð Kaupfélag borgfirðinga, gamla viðar kistu frá aldamótunum 1800 sem hún fékk frá útigangs- manni í Reykjavík sem í staðinn þáði hlýja vetrarúlpu. Þarna mátti sjá sófa frá 1887 og veglegt verk frá Kúbu. „Ég hef farið fimm sinnum til Kúbu, það er alveg stórkostlegt land. Þar lærði ég að búa til skart- gripi úr kopar. Ég passa að fara alltaf til útlanda á tveggja ára fresti. Ég fer ekki í frí nema að læra eitt- hvað,“ segir hún og býður blaða- manni sæti inni á vinnustofu sinni við enn einn stóra gluggann, en að þessu sinni með útsýni að Hafnar- fjalli. „Héðan sér maður ótrúleg- ustu liti í fjallinu.“ Glöð með lífið Ólöf kveðst spennt fyrir flutning- unum vestur á firði og tækifærun- um framundan og segist að auki vera komin með hús á Flateyri þar sem hún dvelja yfir skólaárið. Hún talar fallega um lífið, tilveruna, listina og fólkið sem hefur ver- ið á hennar lífsleið. “Ég hef farið í gegnum mörg ótrúlega skemmti- leg tímabil í mínu lífi. stundum er maður glaður og stundum getur maður líka verið leiður, þannig er lífið, spurningin er bara sú hvernig maður höndlar það hverju sinni,“ segir hún að endingu. glh Hérna má sjá gler úr ramma frá IKEA þar sem Ólöf hefur notast við liti og álpappír til að framkalla skemmtileg mynstur í glerinu. Ólöf segir dásamlegt að fylgjast með fuglalífinu í Englendingavík. Hér er hún dansandi á svölunum sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.