Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 11 Akraneskaupstaður er sveitarfélag í sókn og ætlar að fjölga atvinnutækifærum og stuðla ennfrekar að atvinnuþróun og nýsköpun í bæjarfélaginu. Kaupstaðurinn auglýsir tímabundna stöðu verkefnastjóra til tveggja ára lausa til umsóknar. Starfið sem um ræðir er fjölbreytt og fyrir framsækinn og kraftmikinn einstakling. Hlutverk verkefnastjóra er að sinna atvinnumálum fyrir bæjarfélagið og styðja bæjarstjóra í málaflokknum. Verkefnastjóri mun einnig sinna verkefnastjórnun á öðrum sviðum sem stuðla að framþróun bæjarfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 30. september næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, baejarstjori@akranes.is. Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknum fylgi ítarleg ferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með sjö þúsund íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæðni, metnaður og víðsýni. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Innleiðing og stýring verkefna. • Leiða vinnu við endurnýjun atvinnustefnu Akraneskaupstaðar. • Kynna Akraness sem vænlegan kost til atvinnuuppbyggingar. • Samstarf og samskipti við fyrirtæki, einstaklinga og hagsmunasamtök. • Gagnavinnsla og úttektir um stöðu atvinnumála á Akranesi. Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. • Vottun í aðferðarfræði verkefnastjórnunar er kostur. • Framsetningar og greiningarhæfni á rekstri og öðrum gögnum. • Mikil skipulags- og samskiptahæfni. • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð. • Jákvætt viðmót og frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Erum við að leita að þér? Verkefnastjóri óskast til starfa hjá Akraneskaupstað sunnudaginn 16. september næst- komandi klukkan 16 verða haldn- ir tónleikar í Innra-Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit. Laufey sigurðar- dóttir fiðluleikari og páll eyjólfs- son gítarleikari munu þar flytja tón- verk frá barokktímanum og til okkar daga. Það er listafélagið Kalman sem stendur fyrir tónleikunum. Á næstu misserum munu fara fram tónleikar í kirkjunni þar sem allur aðgangseyr- ir mun renna í viðahaldssjóð kirkj- unnar, en viðhaldi hennar hefur eins og fram hefur komið í skessuhornis verið verulega ábótavant svo áratug- um skiptir og eru komandi tónleikar liður í því að safna í sjóðinn. Innri-Hólmur í Hvalfjarðarsveit er einn elsti kirkjustaður á landinu. segir í Landnámu að þar hafi ver- ið reist kirkja nokkuð fyrir kristni- töku árið 1000. Vitað er að þar var kirkja þegar tíundarlög voru sett árið 1096. Kirkjan sem nú stendur í Innra-Hólmi var vígð árið 1892. Henni var valinn staður á fallegum stað og hefur kirkjan og umhverfi hennar verið afar vinsælt myndefni í gegnum tíðina. Inni í kirkjunni er afar góður hljómburður að sögn sveins Arnars sæmundssonar org- anista og má segja að kirkjan sé afar heppileg undir tónleikahald. tónlistarfólkið, Laufey og páll, hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. samspil þeirra er rómað fyrir fág- un og glæsileika og það er ekki vafi, að efnisskrá þeirra mun hljóma vel í Innra-Hólmskirkju. tónleikarnir hefjast klukkan 16 og verða um klukkustundar langir. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og rennur óskiptur í viðhaldsjóð Innra-Hólms- kirkju eins og áður sagði. Heitt verð- ur á könnunni og nýbakaðar kleinur í boði, eftir tónleika. mm tónleikar í Innra-Hólmskirkju til styrktar viðhaldssjóði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.