Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Page 17

Skessuhorn - 12.09.2018, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 17 www.skaginn3x.com Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði mynda saman Skaginn 3X. Fyrirtækin framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavinina að finna víðsvegar um heiminn. Tæknistigið er hátt og starfsmenn eru rúmlega 300 talsins í starfsstöðvum sem eru um 14.000 m2. Starfsemin hefur vaxið mjög síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning. Hefur þú brennandi áhuga á tölum? Skaginn 3X óskar eftir nákvæmum og talnaglöggum bókara á fjármálasvið fyrirtækisins á Akranesi. P ip a r\T B W A \ S ÍA Starfslýsing • Færsla bókhalds • Skráning og bókun á innkaupareikningum • Bókun á færslum bankareikninga • Afstemming á lánardrottnum, viðskipta- mönnum og bankareikningum • Verkbókhaldsfærslur • Reikningagerð • Innheimta • Vinnsla á virðisaukaskýrslum • Vinnsla á tollaskýrslum • Ýmis uppgjörsvinna Hæfniskröfur og eiginleikar • Mikill kostur að vera viðurkenndur bókari • Haldgóð þekking og reynsla af fjárhags- og verkbókhaldi • Góð færni í NAV er mikill kostur • Góð færni í Excel og almenn tölvufærni • Góð kunnátta í íslensku og ensku, kostur að hafa einnig kunnáttu í Norðurlandatungumáli • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð hæfni í mannlegum samskiptum Umsóknir sendist á job@skaginn3x.com Nánari upplýsingar veitir Kristín B. Árnadóttir í síma 898 9513 eða kba@skaginn3x.com og Gyða B. Bergþórsdóttir í síma 845 1757 eða gyda@skaginn3x.com Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2018 NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2017 Íslensku sjávarútvegsverðlaunin Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi, 433 7200 Verði breytingar á dagskrá verður það kynnt á www.safnahus.is Sigrún Elíasdóttir Fantasía – furður í bókmenntum og afþreyingariðnaði Fyrirlestur í Hallsteinssal fimmtudaginn 13. september 2018, kl. 19.30. Sigrún er sagnfræðingur og rithöfundur sem hefur löngum haft mikinn áhuga á ævintýraheimum. Eru fullorðnir, jafnt sem börn hvattir til að mæta og eiga skemmtilega og fróðlega kvöldstund í Safnahúsinu. Heitt á könnunni; dagskrá lýkur um kl. 21.00. Vakin er athygli á að sama dag kl. 10.30 er Myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafnsins skv. fyrri auglýsingu. Þar greina gestir ljósmyndir. Verið innilega velkomin! EEE Í september er alþjóðlegur dagur læsis. Þá er Bókasafnsdeginum fagnað í íslenskum bókasöfnum og er fyrirlestur Sigrúnar ekki síst haldinn af því tilefni. Verslunin blómsturvellir á Hellis- sandi fagnaði 50 ára starfsafmæli sínu síðastliðinn laugardag. boðið var upp á kræsingar í tilefni dagsins og að sögn Júníönu bjargar Óttarsdóttur var fjöl- menni sem fagnaði þessum áfanga með aðstandendum verslunarinnar. Júníana sagði frá því að versl- unin hafi fyrst verið starfrækt í bíl- skúr foreldra hennar árið 1968. síðan keyptu þau gömlu blómstur- velli árið 1978 og fengu þaðan nafn verslunarinnar. „Árið 1986 byggð- um við núverandi húsnæði en höf- um stækkað það tvisvar sinnum síðan þá,“ segir hún. „Við höfum reynt að þjóna íbúum snæfellsbæj- ar af okkar bestu getu öll þessi ár og haft gott úrval af vörum,“ segir Júníana. af Nóg var að gera á afmælisdaginn í versluninni. Verslunin blómsturvellir 50 ára Íris Tryggvadóttir, Óttar Sveinbjörnsson, Júnína Björg Óttarsdóttir, Kristin Arn- fjörð og Súsanna Hilmarsdóttir. eins og undanfarin ár standa snorrastofa, Landnámssetur Ís- lands í borgarnesi og símennt- unarmiðstöðin á Vesturlandi fyr- ir sameiginlegu námskeiði á kom- andi vetri, 2018-2019. efni nám- skeiðanna hefur jafnan verið sótt á slóðir íslensku fornsagnanna og í vetur verður sjónum beint að hin- um mikilvirka rithöfundi, JRR tol- kien og hvernig hann tengist þeim. Leiðbeinandi verður dr. Ármann Jakobsson, sem oft hefur lagt leið sína á Vesturland með fræðslu, sem honum tekst jafnan að miðla með skemmtilegri og líflegri framsetn- ingu. Margir vita að hinn kunni rithö- fundur JRR tolkien, höfundur Hobbitans og Hringadróttinssögu, var sérfróður um miðaldabók- menntir og ekki síst norrænar bók- menntir. en nákvæmlega hvernig mótuðu fræðastörf hans skáldsag- naritunina? Hvernig var samban- di hans við Ísland háttað? Hvernig leit hann á Völuspá og snorra-ed- du? Hvernig nýtti hann sér norræ- na kvæðið Fáfnismál? Meðal um- fjöllunarefna Ármanns Jakobsso- nar eru drekar, álfar, dvergar, drau- gar og hinn norræni hetjuskapur en um öll þessi efni hefur hann ritað. Nýjasta fræðibók hans er the troll Inside You sem kom út árið 2017. Námskeiðið verður sex fyrstu mánudagskvöld vetrarmánaðan- na, að desember undanskildum, til skiptis í Landnámssetri og í snor- rastofu og hefst 1. október kl. 20 í Landnámssetri. Upplýsingar eru veittar á heimasíðu snorrastofu og símenntunarmiðstöðvarinnar, sem einnig sér um skráningar. Aðstan- dendur námskeiðsins hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að nýta sér þetta skemmtilega tækifæri til að öðlast sýn á tengingu hins sívinsæla efnis tolkiens við íslensku arfleifði- na. -fréttatilkynning Mynd úr verkum Tolkiens. JRR Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir á námskeiði vetrarins Dr. Ármann Jakobsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.