Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201826 Mt: stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig myndir þú lýsa Íslendingum í einu orði? Spurni g vikunnar Bjarni Gíslason „Ruddar.“ Gísli V Halldórsson „Við erum ágæt.“ Helgi Samúelsson „Við erum smalafólk.“ Aleksandra Mazur „Artí.“ Alda Björnsdóttir „stressaðir.“ (Spurt í Borgarnesi) ÍA semur við bandarískan þjálfara KÖRFUBOLTI: Sviptingar hafa orðið í þjálfaramálum hjá karlaliði ÍA í körfuknatt- leik. Greint var frá því í síðasta mánuði að Körfuknattleiksfélag ÍA hefði samið við Jermelle Fraser um að þjálfa og leika með liðinu, en það gekk ekki eftir. Skagafréttir greina frá. Undir mánaðamót var því sam- ið við Bandaríkjamanninn Chaz Franklin um að taka að sér þjálfun liðsins í 2. deild karla næsta vetur. Chaz kemur frá Fíladel- fíuborg. Hann hefur mikla reynslu af sem bæði leikmaður og þjálfari og hefur þjálfað körfuknattleik víða um heim. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla mun Chaz ann- ast þjálfun yngri flokka ÍA. -kgk Komst ekki áfram GOLF: Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylf- ingur úr Golfklúbbnum Leyni, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Lacoste Ladies Open mótinu sem haldið var í Frakklandi um helgina. Hún átti erfitt uppdráttar á fyrsta hring mótsins, lék hann á 78 högg- um, eða sjö yfir pari og var komin í erfiða stöðu fyrir annan hringinn. En þar var ann- að uppi á teningnum. Valdís lék á als oddi á öðrum hring og lauk honum á 68 högg- um, eða þremur undir pari. Hún bætti sig því um tíu högg milli hringja. En það dugði Valdísi því miður til að komast í gegnum niðurskurðinn og lauk hún því keppni eftir tvo hringi. -kgk Tap fyrir norðan FÓTBOLTI: Káramenn urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu 2. deildar karla þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Völsungi á útivelli á sunnudag. Eina mark leiksins skoraði Guð- mundur Óli Steingrímsson á 48. mínútu leiksins. Bergi Jónmundssyni, leikmanni Völsungs, var vikið af velli á 60. mínútu og léku heimamenn því manni færri síðasta hálftímann. En Káramönnum tókst ekki að nýta sér það og máttu því sætta sig við 1-0 tap. Eftir leikinn situr Kári í 5. sæti með 35 stig en aðeins fjórum stigum frá Aftur- eldingu og Gróttu í efstu tveimur sætun- um. Kári á því enn möguleika á að komast upp um deild þegar tveir leikir eru eftir, en þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. Næst leikur Kári gegn Víði á úti- velli næstkomandi laugardag, 15. ágúst. -kgk Kenpo Karate í Borgarnesi Það voru spenntir krakkar sem tóku við appelsínugula beltinu í Kenpo Karate tímanum í borg- arnesi í síðustu viku. Þar sýndu krakkarnir mismunadi aðferðir í sjálfsvörn fyrir foreldra. sýningin endaði svo á beltis-afhendingu og krakkar fengu að spreyta sig í að brjóta spýtu í kjölfarið. Í þolfimisalnum í íþróttamið- stöðinni er Kenpo Karate kennt þrisvar í viku en þetta er nýjung í sveitarfélaginu og hefur aldrei boðist íþróttaiðkendum þar áður. Kenpo Karate er núna að nálg- ast eins árs afmæli í borgarnesi en þetta er ákveðin tegund af Karate sem þróaðist í bandaríkjunum og á betur við í dag. Karate kemur þó upprunalega frá Japan og er alda- gömul bardagalist. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Móses K. Jós- efsson sem býr yfir 30 ára reynslu í Kenpo Karate. Hann fékk svarta beltið 19 ára gamall og kenndi í mörg ár í Chile. Kenpo ferill Mós- es hófst á Íslandi árið 2007 en hann byrjaði að kenna nemendum í borgarnesi fyrir rúmu ári. Í Kenpo Karate er lögð mikil áhersla á aga og virðingu, ekki einvörðungu í íþróttinni heldur lífinu öllu. glh Krakkar sýndu listir sínar fyrir áhorfendur. Sýnd var ýmis tækni í sjálfsvörn. Agla Lind Gunnarsdóttir brýtur spýtu með kröftum sínum. blaklið Ungmennafélags Grund- arfjarðar hefur ráðið þær Grétu sigurðardóttur og svönu björk steinarsdóttur til að sjá um þjálf- un á meistaraflokki kvenna í vet- ur. Gréta mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins. Ungmennafélag Grundarfjarðar mun tefla fram tveimur liðum í meistaraflokki kvenna þar sem liðin eru skráð í 2. deild og 6. deild blaksambands Ís- lands. Góð stemning var í hópnum þegar fréttaritari leit inná æfingu í vikunni. tfk Nýir þjálfarar hjá UMFG F.v. Gréta Sigurðardóttir og Svana Björk Steinarsdóttir þjálfarar fyrir framan liðið. skallagrímsmenn unnu baráttusigur gegn Álfta- nesi í undanúrslitum í fjórðu deild karla í knattspyrnu um helgina. Þónokk- uð margir áhorf- endur voru mætt- ir á völlinn í borgar- nesi og veðrið var ekki til að kvarta yfir, skýjað og logn. Mikil orka og hraði var í upp- hafi leiks í báðum liðum og skipt- ust þau á að sækja af krafti. Á 39. mínútu varð einhver vandræða- gangur í vítateig heimamanna með þeim afleiðingum að Álftnesingur- inn Kristján Lýðsson fann boltann og skilaði hon- um í netið og kom gestunum yfir. Leik- urinn hélt áfram á svipuðum nótum en ekki komu fleiri mörk í fyrri hálf- leik. síðari hálfleikur var fjörugur og á 51. mínútu náðu heimamenn að jafna metin þegar Ísak Máni sævars- son skoraði fyrir skallagrím. Jafnt var með liðunum og mikil barátta ríkjandi á vellinum. Á 66. mínútu kom markaskorarinn, Guillermo Gonzalez Lamarca, skallagrími yfir í fyrsta skipti í leiknum. Foryst- an varði ekki lengi því Álftnesingar fengu víti strax í næstu sókn. Arnar Már björgvinsson fór á punktinn og skilaði boltanum fast og örugglega í markið. ennþá meira fjör færðist í leikinn og á 74. mínútu kom sigur- jón Ari Guðmundsson skallagrími yfir á nýjan leik. Álftnesingar sóttu af mikilli ákefð í kjölfarið en ekki náðu þeir að nýta færi sín og því 3-2 sigur skallagríms staðreynd. Með sigrinum eru skallagríms- menn í forystusæti þegar liðin mætast aftur í dag á bessastaða- velli klukkan 17:00. Með sigri í dag getur skallagrímur tryggt sér sæti í þriðju deild á næsta tímabili. glh Skallagrímur hafði betur í fjörugum leik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.