Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 20186
Ferðamönnum
fækkaði um 2,8%
LANDIÐ: brottfarir erlendra
farþega frá Leifsstöð í ágúst síð-
astliðnum voru um 276 þúsund
talsins samkvæmt talningum
Ferðamálastofu og Isavia. Þær
voru tæplega átta þúsund færri
en í ágúst á síðasta ári, en það
nemur 2,8% fækkun. Í saman-
burði við árin þar á undan fjölg-
aði brottförum um 17,6% milli
ára 2016 og 2017, 27,5% milli
áranna 2015 og 2016 og 23,4%
milli áranna 2014 og 2015.
Færri brottfarir í ágúst milli ára
má einkum rekja til Þjóðverja,
Frakka, Kanadamanna og breta
sem fækkaði á bilinu 15-26%.
bandaríkjamenn voru langfjöl-
mennastir í ágúst í ár og fjölg-
aði þeim verulega frá árinu áður
eða um 23,8%.
-mm
Norðurlanda-
þjóðir sameinast
um lyfjaútboð
LANDIÐ: Fyrirhugað sameig-
inlegt lyfjaútboð Danmerkur,
Íslands og Noregs verður kynnt
í Kaupmannahöfn 28. septem-
ber næstkomandi. Frá þessu er
sagt á vef Landspítalans. Mögu-
leikar á sameiginlegum lyfjainn-
kaupum Norðurlandaþjóðanna
hafa verið til umræðu um langt
árabil og því er um tímamót
að ræða. Litið er á úboðið sem
reynsluverkefni til að afla þekk-
ingar á ýmsum hagnýtum þátt-
um slíkra útboða. „Vonir eru
bundnar við að með sameigin-
legum innkaupum og þar með
stærri markaði skapist samlegð-
aráhrif sem leiði til aukinnar
hagkvæmni og lægra lyfjaverðs
og tryggi betur fullnægjandi
framboð lyfja hjá hlutaðeigandi
þjóðum,“ segir í tilkynningu frá
ráðuneyti heilbrigðismála.
-mm
Heita auknu sam-
starfi í þágu barna
LANDIÐ: Fimm ráðherrar í rík-
isstjórn Íslands, auk sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, hafa með
undirskrift lýst yfir vilja til þess
að auka samstarf milli málefna-
sviða ráðuneyta og undirstofnana
sem snúa að velferð barna. „Mark-
miðið er að brjóta niður múra sem
kunna að myndast á milli kerfa
þegar tryggja þarf börnum heild-
stæða og samhæfða þjónustu. Að-
ilar viljayfirlýsingarinnar telja að
aukið samstarf sé nauðsynlegt í
þeim tilgangi að setja börn í for-
grunn þjónustulausna og til þess
fallið að skapa raunverulega barn-
vænt samfélag.“
-mm
Garnaveiki
greindist í geit
SA-LAND: Í lok ágúst var garna-
veiki staðfest í geit á bænum Há-
hóli í Hornafirði. bærinn er í suð-
austurlandshólfi. Á því svæði hef-
ur garnaveiki greinst í sauðfé á
fjórum öðrum bæjum síðastliðin
tíu ár. síðast greindist garnaveiki í
geit hér á landi árið 2002 í Vestur-
landshólfi. Garnaveiki er ólækn-
andi smitsjúkdómur í jórturdýr-
um, en með bólusetningu er hægt
að verja sauðfé og geitur fyrir sjúk-
dómnum og halda smitálagi í lág-
marki. Á bæjum sem garnaveiki
greinist á gilda ýmsar takmarkan-
ir sem lúta að því að hindra smit-
dreifingu. „Grunur vaknaði um
sjúkdóminn þar sem geitin sýndi
greinileg einkenni hans, dýra-
læknir var kallaður til og í kjöl-
farið var ákveðið að aflífa geitina
sem var svo krufin á Keldum og
garnaveiki staðfest,“ segir í frétt
frá Matvælastofnun. -mm
Hús sem áður hýsti Olís í stykk-
ishólmi, betur þekkt sem gamla
bensó, var rifið fyrir skemmstu.
Að sögn einars Júlíussonar,
byggingafulltrúa stykkishólms-
bæjar, hefur lóðin verið seld
skipavík ehf og mun þar rísa hús
sem hýsa á starfsemi Ásbyrgis,
verndaður vinnustaður í bænum.
„Vinnuaðstaða fatlaðra í stykk-
ishólmi er nú í gamla bókasafn-
inu sem er ekki hentugt húsnæði
fyrir þeirra þarfir. Nýja húsnæð-
ið verður sérhannað fyrir starf-
semina og verðum við þar með
aðstöðu fyrir fimm til tíu skjól-
stæðinga,“ segir einar samtali
við skessuhorn. arg
Grunnteikning
af húsinu sem
reist verður
á lóð gamla
Bensó.
Ný vinnuaðstaða fyrir
fatlaða í Stykkishólmi
Gamla Bensó í Stykkishólmi hefur nú verið rifin og mun þar rísa hús undir
starfsemi fatlaðra í bænum. Ljósm. sá.
toyota á Íslandi hefur innkallað
329 toyota-bifreiðar af tegundun-
um prius, prius plug-in og C-HR
Hybrid. Ástæða innköllunarinn-
ar er að bílarnir geta haft hlíf á
rafkerfi sem mögulega eykur eld-
hættu. toyota-bílarnir sem eru inn-
kallaðir eru framleiddir á árabilinu
2015-2018. Um er að ræða 14 prius
plug-in bifreiðar, 39 prius bifreið-
ar og 276 C-HR bifreiðar. Að auki
innkallar bílaumboðið Askja 64 Kia
picanto tA bifreiðar af árgerðinni
2011-2012. Ástæða innköllunar-
innar er að eldsneytishosur gætu
verið gallaðar og valdið leka.
bílarnir sem um ræðir í tilviki to-
yota hafa vélarrafkerfi sem er tengt
við stjórntölvu. Í tilkynningu frá
neytendastofu kemur fram að hlíf
sé við rafkerfið þar sem það tengist
inná tölvuna. Vegna misræmis við
samsetningu getur rafkerfið lagst
upp að hlífinni. ef ryk eða aðrar
agnir hafa safnast saman milli hlíf-
arinnar og rafkerfisins getur titr-
ingur frá vélinni valdið því að agn-
irnar nudda sig í gegnum kápuna á
rafkerfinu og inn að vírum sem þar
eru. skemmist kápan á vírunum er
hætta á skammhlaupi milli tveggja
víra og við það myndast hiti. Þetta
getur skapað aukna eldhættu. Mat-
ið eða viðgerðin tekur um 20 mín-
útur upp í fimm klukkutíma.
Innköllun á Kia-bifreiðunum frá
Öskju er vegna þess að eldsneytis-
hosur milli eldsneytistanks og áfyll-
ingarrörs gætu verið gallaðar og
valdið leka. Viðgerðin felst í því að
skipt er um eldsneytishosur og tek-
ur viðgerðin um klukkustund.
Í báðum tilvikum eru innkallan-
irnar og viðgerð á bifreiðunum eig-
endum að kostnaðarlausu. Metið
verður hvort gera þurfi við bílana
eða ekki. eigendur bílanna fá bréf í
pósti. klj
Toyota og Askja innkalla bíla