Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201814 Ólöf spyr hvort blaðamaður drekki ekki kaffi sem svarar játandi og nánast samstundis kveikir hún undir gashellu og setur kaffiket- il yfir. Í potti á næstu hellu malla svið og var lyktin búin að taka yfir í eldhúsinu. „Ég er að sjóða svið handa mínum albesta vin, honum Ásmundi á Ökrum,“ segir hún og útskýrir þannig sviðið í pottinum. „Hann er ótrúlega sérkennilegur og skemmtilegur karakter og ég ætla að gefa gamla mínum svið,“ segir hún létt í skapi. sjá mátti ummerki Ólafar um eldhúsið sem hefur gert ótalmörg listaverk úr gleri og bar eldhúsið þess einkenni. blaðamaður fylgdist með listakonunni taka saman kaffi- bolla, mjólk og kaffi á milli þess að notið var útsýnisins yfir brákar- sundið. „Mér er ekki sama hvern- ig bolla ég drekk úr, ég drekk alltaf úr sama bollanum. Þeir verða líka alltaf að vera hvítir að innan,“ út- skýrir hún um leið og hún lagði bollana á borðið. Loks þegar kaffið var tilbúið fyllti hún bolla af rjúk- andi kaffi og tók sér sæti á móti blaðamanni til að ræða um lífið, til- veruna og hvað væri framundan. Skóli lífsins „Þetta byrjar 22. september, þá er opnun á skólanum,“ segir Ólöf um Lýðháskólann á Flateyri í Önund- arfirði. „Ég verð elst af 30 nem- endum sem byrja í skólanum í haust. Næsti á eftir mér er svona rétt um þrítugt.“ Lýðháskólar hafa ætíð verið vinsælir á Norðurlönd- unum en einhvern veginn fallið í skugga hér á landi og ekki ver- ið eins áberandi. Lýðháskólar eru þannig starfræktir að þeir henta vel fyrir þá einstaklinga sem vilja til dæmis taka sér pásu frá námi í menntaskóla eða fyrir einstak- linga sem eru í ákveðnu millibils- ástandi í lífinu. Á Flateyri eru eng- in próf lögð fyrir eða plúsar gefnir fyrir góðan árangur. Í stað þess er lögð áhersla á að prófa hluti, gera hluti og læra af öðrum. Þá er meg- ináherslan sú að hver og einn nem- andi uppgötvi og styrki þá einstöku hæfileika sem hver og einn býr yfir í umhverfi sem er fullt af áskorun- um. Við Lýðháskólann á Flateyri geta nemendur valið milli tveggja námsbrauta. Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú er námsleið fyrir þá sem dreymir um að upplifa náttúr- una á nýjan hátt. Þar læra nemend- ur að ferðast um náttúruna, vinna með hana, nýta, og kanna á örugg- an hátt. Námsbrautin, hugmyndin, heimurinn og þú er fyrir nemend- ur sem vilja þroskast og þróa sig áfram sem skapandi einstakling- ar. Þar öðlast nemendurnir færni í ferlum skapandi starfs, allt frá hug- myndavinnu yfir í framkvæmd og miðlun. „Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun, þá sérstaklega nátt- úruljósmyndun. svo langar mig að taka svona hljóðblöndur. Það verður líka boðið upp á námskeið í stuttmyndagerð sem ég er mjög spennt fyrir. Þetta er svo þægi- legt fyrir manneskju eins og mig sem er með athyglisbrest,“ segir Ólöf og hlær, en í Lýðháskólanum á Flateyri eru öll námskeið kennd í tveggja vikna hnitmiðuðum lot- um. „Við munum fara í fjallgöng- ur, læra um ferðamálafræði, búskap og sjómennsku. Ég mun fara í ka- jakróður og svo verður étið beint úr fjörunni og náttúrunni þar sem við lærum hvað jörðin og náttúran hefur upp á að bjóða. Það er ótrú- lega margt hægt að gera þarna að það hálfa væri nóg! svo er þetta einn fallegasti staður á landinu,“ segir hún spennt. “Þetta er svona lífsinsskóli.” Lýðháskóli einstakt tækifæri fyrir alla Ólöf hefur sterkar skoðanir á hlut- um og málefnum og segir nauð- synlegt að nýta skóla eins og Lýðháskólann á Flateyri enn frek- ar. „bæjarfélög á öllu landinu sem eru með einstaklinga sem hafa flosnað úr námi, fá ekki vinnu og hafa kannski verið atvinnulaus í fleiri, fleiri ár. einstaklingar sem eru fastir í tölvunni, fólk á mínum aldri eða yngra sem hefur kulnað í starfi og þarf nauðsynlega tilbreyt- ingu hvort sem það veit það eða ekki, þá er Lýðháskólinn á Flat- eyri stórkostlegt tækifæri til þess. Þarna er einlægt tilefni til að skoða sig inn á við, spyrja sig hvað mað- ur vill og ætlar sér að gera í lífinu. Á Flateyri fá einstaklingar að upp- lifa hluti sem það fengi hvergi ann- arsstaðar að upplifa og byggja upp sjálfið, ef það hefur brotnað ein- hverstaðar á lífsleiðinni. Þarna get- ur fólk hreinlega fundið sig alveg upp á nýtt. Mér finnst nauðsynlegt að bæjarfélög láti sína bæjarbúa vita að þetta sé til staðar og býðst öllum sem vilja prófa,” segir Ólöf ákveðin. Hver einasti hlutur á sína sögu Þegar kaffið kláraðist úr bollunum var rölt úr eldhúsinu yfir í austur- enda hússins þar sem vinnustofa Ólafar er staðsett. Húsið er stórt „Það er svo ótrúlega margt hægt að gera þarna að það hálfa væri nóg!“ Listakonan Ólöf Davíðsdóttir fer í Lýðháskólann á Flateyri Ólöf Davíðsdóttir ætlar að taka fyrir ljósmyndun í Lýðháskólanum á Flateyri og segist spennt að hefja nám fyrir vestan. Ólöf vinnur mikið með gler í listsköpun sinni. Á Kúbu í Karabíska hafinu lærði Ólöf að gera skartgripi úr kopar. Inn um dyr í gamla BTB húsinu í Brákarey í Borgarnesi taka á móti fólki brattar tröppur sem gefa ekki beint skýra vísbendingu um hvað bíður þegar upp er komið. Þegar búið er að klífa þrepin, sem eru þónokkur, birtist skemmtilegur töfraheimur og ekki annað hægt en að líta í allar áttir af forvitni. Í töfraheiminum í Brákarey býr lista- konan Ólöf Davíðsdóttir. Hún tekur hlýlega á móti blaðamanni Skessuhorns og býður til sætis inni í eldhúsi við stóran og mikinn glugga sem skartar einstöku útsýni yfir Brákarsund og til Borgar- ness, eða meginlandsins, eins og Ólöf kýs að kalla það. Ólöf ásamt sínum albesta vini, Ásmundi á Ökrum, í Akrakirkju. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.