Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201818 Ragna Þórunn Ragnarsdóttir, iðn- hönnuður frá Kirkjubóli í Hvítár- síðu, hlaut í lok ágústmánaðar hin virtu Formex Nova verðlaun, fyrst Íslendinga. Verðlaunin eru veitt á norrænu hönnunarhátíðinni Form- ex. Um er að ræða viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi en lítt þekktum norrænum hönnuðum. Ragna segir í samtali við skessuhorn að ekki aðeins verðlaunin, heldur til- nefningin hafi komið henni á óvart. „Þegar hringt var í mig og mér sagt að ég hefði verið tilnefnd til verð- launanna vissi ég ekki einu sinni hvaða verðlaun þetta væru. Ég þurfti að gúggla og sá þá strax að ótrúlega margir flottir hönnuðir hefðu ver- ið tilnefndir. Mér fannst það geggj- að og rosalega spennandi. síðan þeg- ar mér var sagt að ég hefði sigrað þá fannst mér þetta ennþá meira spenn- andi, því ég bjóst alls ekki við því,“ segir Ragna. „Ég hafði heldur ekki áttað mig á því að fólk vissi yfirleitt af mér og hvað ég væri að gera. Þeg- ar síminn hringir allt í einu og manni er sagt að maður hafi verið tilnefnd- ur til verðlauna kemur það mjög á óvart,“ segir hún. Úr húsasmíði í hönnun Ragna nam hönnun við eNsCI-Les Ateliers skólann í parís í Frakklandi. er hann talinn einn af bestu iðn- hönnunarskólum heims og Ragna lætur afar vel af námsdvölinni í parís. „Ég var í Frakklandi frá 2012 og þar til ég útskrifaðist í árslok 2016. Það var æðislegt að læra í þessum skóla en erfitt. Námið var allt á frönsku og enginn talaði ensku þarna, en mað- ur fann leið út úr því einhvern veg- inn,“ segir hún. „Námið var mjög fjölbreytilegt. Þarna var öll flóran í hönnun, allt frá forritahönnun til bílahönnunar og maður gat valið al- veg sína leið í gegnum námið.“ Áður en hún hóf að fást við hönn- un hafði Ragna reyndar numið graf- íska miðlun og eftir það starfað sem húsasmiður. „Ég byrjaði að læra graf- íska miðlun en fannst ótrúlega leið- inlegt að sitja fyrir framan tölvuskjá allan daginn. Ég er með bakgrunn í húsasmíði og fór að vinna með pabba í borgarfirðinum og byggði sumar- bústaði með honum í alltof mörg ár,“ segir hún og hlær við. „en ég var að leita að einhverju þar sem ég gat unnið með efni og var orðin ákveðin í því að fara í hönnun, en var lengi að finna rétta skólann, vegna þess að ég vildi einmitt ekki festast aftur við tölvuskjá í þrívíddarforritum,“ segir hún. Franska skólann fann hún síðan fyrir tilviljun, við leit á netinu. Ragna sótti um og komst inn. „Í franska skólanum er mikið af verkstæðum, mjög flottum járn-, viðar- og plast- verkstæðum. Maður getur ráðið því sjálfur hvort maður vinnur verk í for- ritum, en ef maður vill þá getur mað- ur hannað frá grunni á verkstæðinu. Verkstæðin eru æðislegt og þar fá nemendur að njóta sín. skólinn hitti því beint í mark hjá mér,“ segir Ragna ánægð. Hún bætir því við að hún sé ekki í vafa um að bakgrunnurinn úr húsasmíðinni hafi reynst henni vel í sínu fagi. „Ég held það hafi hjálp- að mér mikið í faginu að hafa bak- grunn í húsasmíði. Það að vera búin að vinna við það áður að byggja strúktúra hjálpar, þó ég sé auðvitað að framleiða minni hluti. Í húsasmíð- inni lærir maður líka verkvit, að hafa vit fyrir verkfærum og efni og hvern- ig hlutirnir eru byggðir, sem er akk- úrat sem marga vantar sem sitja bara og hanna við þrívíddarforrit allan daginn,“ segir hún. „Þannig að allt safnast þetta saman í góða reynslu sem nýtist mjög vel. síðan þegar ég er á Íslandi get ég alltaf kallað í pabba ef eitthvað vefst fyrir mér, það hjálp- ar fullt,“ segir hún létt í bragði. Ísland og Bandaríkin Á þeim tveimur árum sem senn eru liðin frá því Ragna útskrifaðist úr eNsCI-Les Ateliers skólanum hef- ur hún fengist við ýmislegt. „Ég er búin að gera alls konar. Ég byrjaði á að búa til leikmynd fyrir dansverk í belgíu. síðan sýndi ég útskriftar- verkefnið mitt á sýningum í Frakk- landi á síðasta ári. Fyrir jólin í fyrra ákvað ég að prófa að setja fyrstu vör- urnar mínar á markað á Íslandi. Ég tók þátt í pop-up markaði og það gekk ótrúlega vel, ég seldi upp vörnar mínar alveg óvænt, ég hélt ég myndi ekki selja neitt,“ segir hún ánægð. „Í framhaldi af því fór verslunarfólk að hafa samband og spyrjast fyrir um vörurnar. Ég hef eiginlega verið að fylgja því eftir frá þeim tíma, hannað fleiri vörur og er komin inn í marg- ar verslanir á Íslandi. Þannig að þessa dagana er ég farin að einbeita mér að því að komast inn á bandaríkjamark- að,“ segir Ragna. Aðspurð kveðst Ragna hanna og framleiða allt frá smærri vörum eins og kertastjökum og vösum upp í skil- rúm, bekki, borð og fleiri húsgögn. „Ég framleiði allt sjálf, allar vörurn- ar eru handgerðar og hvert eintak er einstakt. Það sem búið er til á Ís- landi framleiði ég í borgarfirðinum hjá pabba, þar sem ég er með stúd- íóið mitt á Íslandi. Það sem ætlað er á bandaríkjamarkað framleiði ég hérna á vinnustofunni minni í Fíla- delfíu,“ segir hún. Ragna starfar þannig á tveimur stöðum, annars vegar á Íslandi og hins vegar í bandaríkjunum og segist búa „einhvers staðar þar á milli“ eins og hún orðar það. „Það gengur vel að vera á báðum stöðum enn sem komið er, en með meiri eftirspurn er þetta alltaf að vera aðeins erfiðara,“ segir hún. „en mér finnst æðislegt að geta farið á milli. Að geta varið vetrinum hérna úti og sumrunum á Íslandi er örugglega draumur allra Íslendinga,“ segir hún. „enn sem komið gengur þetta vel og ég myndi gjarnan vilja hafa fyrirkomulagið svona áfram.“ Ragna er væntanleg til landsins á nýjan leik í byrjun októbermánaðar. „Þá fer ég að framleiða á fullu fyr- ir jólin. Von er á nýjum vörum og fleiri smávörum fyrir hátíðirnar. síð- an fer ég út á ný en reikna með að kíkja aftur heim til Íslands fyrir jól og leggja lokahönd á jólavörurnar,“ seg- ir Ragna Þórunn Ragnarsdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. úr einkasafni. Úr húsasmíði í hönnun Ragna Þórunn vann til virtra hönnunarverðlauna Ragna Þórunn Ragnarsdóttir iðnhönnuður frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Ragna á vinnustofunni. Stund milli stríða á vinnustofunni, en Ragna starfar bæði í Borgarfirði og Banda- ríkjunum. Kertastjakar. Vasar. Skilrúm. Bekkur eftir Rögnu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.