Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201820
Í desember á liðnu ári sóttu rúm-
lega 19 þúsund börn leikskóla á
Íslandi. Hlutfall barna sem sæk-
ir leikskóla er óbreytt frá fyrra
ári eða 87%, þegar litið er til 1-5
ára barna. Alls sækja 97% 3-5
ára barna leikskóla, 95% tveggja
ára barna og 47% eins árs barna.
Miklu munar á hlutfalli eins árs
barna á leikskólum eftir landsvæð-
um. Á Austurlandi sækja 69% eins
árs barna leikskóla og 68% á Vest-
fjörðum. Á Vesturlandi er hlutfall-
ið um 48% en langlægst á suður-
nesjum, einungis 11%. Þetta kem-
ur fram í samantekt sem Hagstofa
Íslands hefur unnið.
Í desember 2017 nutu 1.836
börn sérstaks stuðnings vegna
fötlunar, félagslegra eða tilfinn-
ingalegra erfiðleika, eða 9,7%
leikskólabarna. Hlutfall barna
sem nýtur stuðnings er óbreytt frá
árinu 2016.
Alls störfuðu 6.018 í leikskólum
í desember 2017 og hafði fjölg-
að um 111 (1,9%) frá fyrra ári.
stöðugildum starfsmanna fjölgaði
einnig um 1,9% og voru 5.289.
Í desember 2017 störfuðu 1.622
leikskólakennarar í leikskólum á
Íslandi, eða 29,2% starfsmanna við
uppeldi og menntun barna, og hef-
ur fækkað um 338 frá árinu 2013
þegar þeir voru flestir. starfsmenn
sem hafa lokið annarri uppeldis-
menntun, s.s. grunnskólakennara-
námi, þroskaþjálfun, diplómanámi
í leikskólafræðum eða leikskóla-
liðanámi voru 1.105 talsins. Ófag-
lærðir starfsmenn voru rúmlega
helmingur (50,9%) starfsmanna
við uppeldi og menntun leikskóla-
barna í desember 2017.
Aldursskipting leikskólakenn-
ara hefur verið að breytast á þann
hátt að kennarar sem eru 50 ára
og eldri verða sífellt stærri hluti
kennarahópsins. Árið 2017 voru
þeir rúm 42% leikskólakennara en
voru 26% 10 árum áður. Að sama
skapi hefur leikskólakennurum
undir fimmtugu fækkað, ekki að-
eins þegar litið er á hlutfallstölur
heldur líka þegar fjöldatölur eru
skoðaðar. tæplega 900 leikskóla-
kennarar á aldrinum 30-49 ára
störfuðu í leikskólum árið 2017
en þeir voru 1.142 þegar þeir voru
flestir árið 2009. mm
Ljósmynd úr safni frá leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi.
Tæplega helmingur eins árs
barna sækir leikskóla
Valgerður stefánsdóttir var átta ára
þegar hún byrjaði í skátunum og sótti
þá samviskusamlega fundi einu sinni
í viku. Hún hefur óslitið verið skáti
síðan þá. síðan í febrúar hefur hún
gegnt stöðu félagsforingja skátafé-
lags Akraness, aðeins tuttugu og
sex ára gömul. Hún segir skátastarf-
ið fjölbreytt og að það hafi víkkað
út sjóndeildarhring hennar svo um
munar. „skátar gera miklu meira en
að hnýta hnúta,“ segir hún hlæjandi
þegar blaðamaður skessuhorns hitt-
ir hana á vinnustað hennar, leikskól-
anum Akraseli, þar sem hún starfar
sem leiðbeinandi. „Það þarf svolít-
ið að breyta sýn almennings á skát-
ana. skátarnir eru fyrir alla og það
geta allir gert eitthvað.“ skátastarfið
á Akranesi stendur þó á tímamótum
núna, þar sem núverandi húsnæði á
Háholti þarfnast verulegra lagfær-
inga í nánustu framtíð. „Við getum
notað húsnæðið eitthvað áfram, en
við horfum ekki þangað í framtíð-
inni eins og ástandið er núna.“
Foringi frá fyrstu tíð
Valgerður er fædd og uppalin á
Akranesi. Hún segir að skátarnir
hafi þroskað hana og gert hana að
þeirri manneskju sem hún er í dag,
jákvæðri og bjartsýnni manneskju
sem er alltaf til í leik. „Það er þessi
skátaandi,“ segir hún og brosir. Hún
byrjaði á því að sækja vikulega fundi
á sínum tíma, eins og hefð er fyrir á
Akranesi. Hún varð síðar foringi og
er nú foringi yfir elstu flokkunum
ásamt því að vera félagsforingi. „Ég
er foringi yfir drótt- og rekkaskát-
um sem eru krakkar í áttunda bekk
og eldri.“
Skátastarfið mikilvægt
mótvægi við tölvuheima
Allt starf innan skátafélagsins er
unnið í sjálfboðastarfi og því mikil
þörf á góðum mannafla í félaginu.
„Við tökum vel á móti öllum, það
eru allir velkomnir í skátana. sama
hvaðan þú kemur, hverra trúar-
bragða þú ert, það eru bara allir vel-
komnir.“ eins og er eru þær þrjár
sem stjórna vikulegum fundum fyrir
börnin. „Við erum að byrja önnina
núna og það er aðeins minni aðsókn
í skátastarfið núna en þegar ég var
yngri,“ segir Valgerður og brosir.
Hún leggur áherslu á að skátastarfið
„Skátar gera miklu meira en að hnýta hnúta“
-Valgerður Stefánsdóttir, félagsforingi Skátafélags Akraness, ræðir um skátastarfið á Akranesi
Skátastarfið á Akranesi er mjög fjölbreytt og börnunum er meðal annars kennt að
bjarga sér úti við.
sé skemmtilegt og hvetur alla til að
koma á fund og prófa.
Henni finnst samt mjög mikil-
vægt að skátastarf verði áfram á
Akranesi. Kosturinn við skátastarf
sé gríðarlega mikill. „skátastarfið
er það sem þarf til að koma börnum
úr þessum tölvuheimi,“ segir Val-
gerður og bætir við að þótt að sumt
sé staðlað í skátastarfinu, eins og
að læra að hnýta hnúta og læra að
bjarga sér sjálfur úti í náttúrunni, þá
sé það ótrúlega fjölbreytt. „Krakk-
arnir ráða sjálfir hvað er gert á fund-
unum. Þau ráða alveg hvað þau vilja
læra og stjórna í raun miklu sjálf.“
Ferðalögin geri skáta-
starfið verðmætt
sjálf fékk Valgerður brennandi
áhuga á ferðalögum eftir að hún fór
á sitt fyrsta alþjóðlega skátamót í
englandi árið 2007. eftir fjáröflun
á vegum skátanna til styrktar bygg-
ingu leikskóla í Kenýa fékk Valgerð-
ur að ferðast þangað og vera við-
stödd opnunina. Þá má segja að hún
hafi smitast rækilega af ferðabakt-
eríunni. Hún hefur síðan þá ferðast
til tælands, tansaníu, Indlands og
aftur til Kenýa. Hún þakkar þessi
ferðalög hugarfari og þjálfun úr
skátunum, þótt ferðalögin séu ekki
á vegum skátanna. síðasta sumar fór
hún svo með skátafélagi Akraness á
smáþjóðamót í Færeyjum. „Það var
svo gaman þótt það hafi rignt nær
allan tímann. Við sungum og fór-
um í leiki, það var gist í tjaldi og það
var bara svo létt yfir öllum,“ seg-
ir hún brosandi. „Þessi ferð minnti
mig rækilega á hvers vegna ég er að
þessu öllu saman.“
Þörf á lagfæringum
á húsunum
Húsnæði skátafélagsins á Háholti er
töluvert illa farið. „bærinn ætlaði að
laga það þegar áætlanir voru uppi
um að nota húsnæðið sem leikskóla.
en bærinn bakkaði út úr því og við
sitjum svolítið uppi með það að hús-
ið var ekki lagað,“ segir Valgerður.
Hún sér ekki fram á að skátastarfið
geti haldið áfram óbreyttri starfsemi
í húsnæðinu í mörg ár til viðbótar í
núverandi ástandi. „Við getum verið
þarna til einhverra ára, en við horf-
um ekki þangað nema það verði lag-
að í nánustu framtíð.“ en hugarfar
skáta er jákvætt og Valgerður hefur
ekki miklar áhyggjur af húsnæðis-
málum. „Mikið af því sem við ger-
um er gert úti svo húsnæðið skiptir
ekki öllu máli,“ segir hún og bros-
ir breitt. skátaskálinn í skorradal
þarfnast líka lagfæringa. Hún seg-
ir að viðgerðirnar verði kostnað-
arsamar og að skátafélag Akraness
geti ekki valdið þeim upphæðum
sem um ræðir. „Fólk talar oft um
hversu margar góðar minningar það
eigi til dæmis úr skálanum í skorra-
dal og það er svo dýrmætt að fólk
eigi góðar minningar þaðan.“
klj
Valgerður Stefánsdóttir félagsforingi Skátafélags Akraness.
Síðasta sumar fór Valgerður ásamt fríðum hópi skáta af Akranesi á smáþjóðamót skáta í Færeyjum.