Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 2018 25 Búðardalur – miðvikudagur 12. september Storm Orka býður íbúum Dalabyggðar og öðrum sem láta sig málið varða til fundar í Dalabúð kl. 20 þar sem kynntar verða hugmyndir um vindorkugarð í landi Hróðnýjarstaða. Akranes – miðvikudagur 12. september Lýðheilsuganga kl. 18:00. Lagt af stað frá Akratorgi og gengið um gamla bæinn. Skoðað verður hver þróun byggingarinnar hefur verið með hljóðsjón af fyrsta staðfesta skipulagsuppdrættinum fyrir Akranes, sem staðfestur var árið 1927. Fararstjóri er Sindri Birgisson umhverfisstjóri. Stykkishólmur – miðvikudagur 12. september Lýðheilsuganga kl. 18:00. Helgafell, Munkaskörð og áleiðis gamla veginn. Mæting á bílastæðið við Íþróttahúsið þar sem verður sameinast í bíla. Grundarfjörður – miðvikudagur 12. september Lýðheilsuganga kl. 18:00. Gengið verður upp að Grundarfossi og er upphafsstaður á bílastæðinu við þjóðveginn. Snæfellsbær – miðvikudagur 12. september Lýðheilsuganga kl. 18:00. Göngugarpar hittast við íþróttahús Snæfellsbæjar og sameinast í bíla og aka út á Hellissand. Lagt verður af stað í göngu frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl. 18:10 og gengið út í Krossavík. Borgarnes – fimmtudagur 13. september Myndamorgunn í Safnahúsinu kl. 10:30. „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir um að greina óþekktar ljósmyndir ú Héraðsskjalsafni. Borgarnes – fimmtudagur 13. september Fyrirlestur Sigrúnar Elíasdóttur um ævintýri, fantasíubækur og vísindaskáldskap í Hallsteinssal kl. 19:30. Allir velkomnir. Dalabyggð – föstudagur 14. september Réttað verður í Tungurétt á Fellsströnd. Snæfellsbær – laugardagur 15. september Víkingur Ó tekur á móti Njarðvík í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Ólafsvíkurvelli og hefst kl. 19:15. Dalabyggð – laugardagur 15. september Réttað verður í Kirkjufellsrétt í Haukadal. Dalabyggð – laugardagur 15. september Réttað verður í Flekkudalsrétt á Fellsströnd. Dalabyggð – laugardagur 15. september Réttað verður í Vörðufellsrétt á Skógarströnd kl. 13:00. Snæfellsbær – laugardagur 15. september Réttað verður í Þæfusteinsrétt. Grundarfjörður – laugardagur 15. september Réttað verður í Hrafnkelsstaðarétt kl. 15:00. Grundarfjörður – laugardagur 15. september Réttað verður í Mýrar rétt kl. 15:00. Ólafsvík – laugardagur 15. september Réttað verður í Ólafsvíkurrétt. Helgafellssveit – sunnudagur 16. september Réttað verður í Arnarhólsrétt kl. 11:00. Borgarbyggð – sunnudagur 16. september Réttað verður í Rauðgilsrétt í Hálsasveit kl. 10:00. Dalabyggð – sunnudagur 16. september Réttað verður í Fellsendarétt í Miðdölum kl. 14:00. Dalabyggð – sunnudagur 16. september Réttað verður í Skarðsrétt á Skarðsströnd og hefst réttarhald kl. 11:00. Dalabyggð – sunnudagur 16. september Réttað verður í Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit kl. 11:00. Dalabyggð – sunnudagur 16. september Réttað verður í Brekkurétt í Saurbæ kl. 11:00. Dalabyggð – sunnudagur 16. september Réttað verður í Gillastaðarétt í Laxárdal kl. 12:00. Eyja- og Miklaholtshreppur – sunnudagur 16. september Réttað verður í Þverárrétt kl. 10:30. Eyja- og Miklaholtshreppur – mánudagur 17. september Réttað verður í Langholtsrétt kl. 16:00. Borgarbyggð – þriðjudagur 18. september Réttað verður í Mýrdalsrétt í Hnappadal kl. 16:00. Akranes – miðvikudagur 19. september Fjöruganga að Innsta-Vogsnes, gengið er fram og til baka, u.þ.b. 90 mínútna ganga. Lagt af stað kl. 18:00 frá Tjaldsvæðinu í Kalmansvík. Fararstjórar eru Hjördís Hjartardóttir og Hallbera Jóhannesdóttir. Stykkishólmur – miðvikudagur 19. september Lýðheilsuganga kl: 18:00. Þingvellir, gengið um jörðina. Mæting á bílastæðið við Íþróttahúsið þar sem verður sameinast í bíla. Grundarfjörður – miðvikudagur 19. september Lýðheilsuganga þar sem gengið verður upp á Bárarháls. Göngugarpar hittast í Sögumiðstöðinni kl. 17:30 og sameinast í bíla þar sem ferðinni er heitið að bílastæðinu við Bárarfoss. Snæfellsbær – miðvikudagur 19. september Lýðheilsuganga kl. 18:00. Lagt verður af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar og gengið upp í skógræktargirðingu. Markaðstorg Vesturlands Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM ATVINNA Í BOÐI Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni ÝMISLEGT 3. september. Drengur. Þyngd: 3.358 gr. Lengd: 50 cm. Foreldri: Helga Rós Níelsdóttir, Hvammstanga. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. LEIGuMArkAÐur 4. september. Drengur. Þyngd: 3.878 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Þorbjörg Kristinsdóttir og Ingólfur Þorsteinsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 5. september. Drengur. Þyngd: 4.232 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Birta Antonsdóttir og Einar Þorvarðarson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 6. september. Stúlka. Þyngd: 3.564 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar. Linda Rún Pétursdóttir og Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Blaðburður Akranesi Skessuhorni vantar fólk í blaðburð á Akranesi. Góð gönguferð á miðvikudögum. Æskilegur aldur tíu ára og eldri. Upplýsingar í síma 861-3385. Bifvélavirki/viðgerðarmaður Okkur hjá Bílabæ í Borgarnesi bráðvantar fólk til starfa. Bifvélavirkja og aðila í dekkjaviðgerðir og aðrar smáviðgerðir. Endilega hafið samband í síma 692-5525, Hálfdán. Skrifstofa til leigu Höfum til leigu skrifstofurými á Akranesi, 13 fm að stærð. Aðgangur að eldhúsi og snyrtingum með annarri starfsemi í húsinu. Upplýsingar gefur Magnús í síma 894-8998. Húsnæði í Brákarey Laus eru fjögur ca. 20 fermetra rými í Brákarey í Borgarnesi. Sameiginlegur aðgangur að eldhúsi og hreinlætisaðstöðu. Langtímaleiga kemur til greina. Upplýsingar í síma 860-2032. Íbúðir í Bifröst Nýstandsettar 3ja herbergja íbúðir á Bifröst til leigu. Verið er að taka þær í gegn og endurnýja allar innréttingar. Leiguverð er frá 115 þús. kr. á mánuði. Þriggja mánaða trygging. Einungis traustir, reglusamir og ábyrgir aðilar koma til greina. Áhugasamir sendi upplýsingar um aldur, starf, fjölskyldustærð, meðmæli og annað sem skiptir máli ásamt símanúmeri og netfangi á ritari@sagaz.is. Eingöngu þeim sem senda upplýsingar verður svarað. Frekari upplýsingar í síma 570-7010. Bújörð óskast til kaups í Dalasýslu Er að leita að bújörð. Gjarnan sjávarjörð en skoða allt, eyðijarðir með og án húsa jafnt og bújarðir í rekstri. Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið veggrip @gmail.com. Frystikista og partar úr Nissan Patrol Til sölu lítið notuð 150 l. AEG frystikista, vel með farin, á 15 þúsund krónur. Á sama stað eru til sölu partar úr Nissan Patrol árgerð 2000-2005. Upplýsingar í síma 663-1294 Bílaflutningar Tökum að okkur bíla- og smávélaflutninga á Vesturlandi og víðar. Bílabær, sími 692-5525, Hálfdán Þórisson. Yoga í Borgarnesi Yoga-námsskeið hefjast í byrjun september. Allar upplýsingar á yoga Mahan, Mávakletti 16, á Fésbókarsíðu yoga Mahan eða í tölvupósti: gerlak@ simnet.is. Fjölbreyttir tímar í boði. Góð hreyfing, teygjur, slökun hugleiðsla og síðast en ekki síst dásamlegur félagsskapur. ÓSkAST kEypT TIL SÖLu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.