Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 201812 Leikskólinn teigasel á Akranesi fagnaði tuttugu ára af- mæli sínu á fimmtudaginn í síðustu viku. Nemendur og starfsfólk skólans fögnuðu með því að ganga í skrúðgöngu á Akratorg, íslenski fáninn var dreginn að húni við leik- skólann og eftir hádegi var opið hús fyrir foreldra, ömm- ur, afa, frænkur og frændur barnanna. Upp um alla veggi leikskólans mátti finna gamlar myndir og gullkorn úr munnum barnanna allt frá opnun leikskólans á haustmán- uðum árið 1998. Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri teigasels, var að vonum ánægð með daginn og tók með brosi á vör á móti ljósmyndara skessuhorns sem kíkti við á fögnuðinum. Greinilegt var að bæði starfsfólk og nem- endur skólans voru í sínu besta skapi þennan milda sept- ember dag. klj Leikskólinn teigasel á Akranesi tuttugu ára Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri og Valdís Sigurðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri, tóku á móti gestum með brosi á vör. Á öllum fjórum deildum leikskólans var boðið upp á stóra köku og kleinur sem börn, starfsfólk og gestir gátu gætt sér á. Írena Mjöll og Stefán Þórarinn fengu ömmu sína, Þórunni Úrsúlu Steinarsdóttur, í heimsókn. Sum börn sátu og teiknuðu og lituðu með stóru systkinum sínum sem komu í heimsókn í leikskólann til að fagna 20 ára afmælinu. Það var líka hægt að dunda sér á gólfinu. Inga Þóra Lárusdóttir og Gunnþórunn Valsdóttir, starfsmenn á leik- skólanum, voru að vonum ánægðar með daginn. Börnin voru ekki síður sátt við kökuna en starfsfólk og gestir. Félagarnir Benedikt Máni Hlynsson og Patrekur Dan Svansson stilltu sér upp fyrir myndatöku. Fyrr um daginn var farið í skrúðgöngu frá leikskólanum á Akratorg þar sem var sungið og haft gaman. Ljósm. Leikskólinn Teigasel. Á Akratorgi. Ljósm. Leikskólinn Teigasel. Upp um alla veggi leikskólans mátti sjá gullkorn úr munnum barnanna allt frá opnun leikskólans. Hér má sjá nokkur þeirra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.