Skessuhorn


Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.09.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 12. septeMbeR 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fá ef einhver orð hafa oftar verið rituð í heimspressunni að undanförnu, en orðið trump. Jú, vissulega er forsetinn sem bandaríska þjóðin kaus sér fyrir tæpum tveimur árum sá óvenjulegasti af þjóðhöfðingjum síðari tíma. Do- nald trump er maður stórra orða og hástemmdra yfirlýsinga. en á grund- velli orða hans og hátternis ákváðu bandaríkjamenn að veðja á hann sem forseta og höfnuðu um leið demókratískum gildum sem þeim líkaði ekki eins vel. Þeir höfnuðu konu sem meira að segja hafði búið í Hvíta húsinu og allir töldu sig þekkja. en pólitískir andstæðingar trumps hafa nú fyrir löngu fengið manninn á heilann, eins og sagt er. Fólk á ekki orð til að lýsa vanþóknun sinni á stórkallalegum orðum og um margt óvenjulega bein- skeyttri framkomu. Hann er ekki og ætlar sér ekki að verða forseti sem þjóð hans trauðla gleymir. Hann segist ætla að reisa efnahag landsins við, hvað sem það kostar. Þótt vissulega sé forsetinn óvenjulegur gúmmítöffari, ef svo má segja, ætla ég ekki að taka upp hanskann fyrir að því er virðist linnu- lausum fordæmingum í hans garð. Í mínum huga fengu bandaríkjamenn einfaldlega það sem þeir vildu og áttu skilið í lýðræðislegri kosningu. Í síðustu viku birtist nafnlaus grein í hinu virta blaði the New York ti- mes. blaðið heldur því fram að höfundur greinarinnar sé háttsettur emb- ættismaður í ríkisstjórn trumps. Í þessari „aðsendu grein“ er sagt að emb- ættismenn reyni nú að hafa hemil á óverjanlegri hegðun forsetans. Lýst er áhyggjum yfir að hann geti skaðað efnahag landsins með ákvörðunum sín- um, jafnvel grafið undan þjóðaröryggi. Það má vel vera að þessi ótti meints bréfritara eigi við rök að styðjast og að hann sé raunverulega hátt settur einstaklingur í stjórn trumps. Hins vegar ætla ég að fordæma það að fjöl- miðlar, litlir sem stórir, taki til birtingar nafnlausar greinar sem skilja eftir fleiri spurningar en svör. ekki einvörðungu að það sé siðferðislega rangt á allan hátt, heldur er verið að fella grun á fjölda fólks sem átt gæti í hlut. ekkert fremur en slík óábyrg skrif geta grafið undan þjóðaröryggi. Mér þykir því algjörlega með ólíkindum að virtur fjölmiðill geri svona lagað. Jafnvel þótt trump hafi lýst andúð sinni í garð fjölmiðla, er í mínum huga óverjandi að birta nafnlausar staðhæfingar af þessu tagi. en hvað hafa málefni Ameríkuforseta og þarlendrar pressu að gera með héraðsfréttablað á Vestur-Íslandi? Jú, þarna er beitt slæmri blaðamennsku sem aldrei myndi uppfylla þau gæði sem við viljum sjá í íslenskri fjölmiðl- un. Ég hef ekki tölu á þeim tilraunum sem gerðar hafa verið í gegnum tíð- ina til að fá skessuhorn til að birta nafnlausar greinar. Þegar einhverjum er mikið niðri fyrir út af einhverju, en vill ekki sjálfur stíga fram. Alltaf bendi ég viðkomandi á að stíga fram undir nafni, hvort sem er með grein eða gefa viðtal. Þá þarf málatilbúnaður hins vegar að vera í lagi, ekki ómálefnalegur, rangur eða meiðandi í garð einhvers sem ekki getur varið sig. Flestir hafa kjark til að stíga fram undir nafni, hvort sem er til að benda á hið góða, eða gagnrýna það sem miður hefur farið. Hér á síðum blaðsins hafa þannig meðal annars á þessu ári farið fram afar hreinskiptar umræður sem vonandi með tímanum munu leiða gott af sér, þótt vissulega hafi gustað. Þau skrif eiga það hins vegar sammerkt að hafa verið birt undir nafni. Ég vil árétta hlutverk héraðsfréttamiðla, sem eitthvert mark á að vera takandi á. Þeir eiga að færa skoðanir á milli fólks, þannig að leiði til fram- fara, benda á hið jákvæða, en að sama skapi horfa ekki með blinda auganu á þegar eitthvað mætti betur fara. Að sjálfsögðu á fólk ætíð að vera málefna- legt í ræðu og riti. Ég minni þar að auki á þá gullnu staðreynd að framfarir verða oft í kjölfar þess að tekist er á um ólík málefni, jafnvel þótt um tíma gusti. Við færum slík skoðanaskipti milli lesenda, það er okkar hlutverk. Þannig blaði vill ég ritstýra en að sama skapi ekki vera í sporum ritstjóra the New York times. Magnús Magnússon. Í skjóli nafnleyndar Rannís hefur úthlutað úr mennta- hluta erasmus+ áætlunarinnar, samtals um þremur milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfsverkefna. Mik- il aukning varð á úthlutun til leik-, grunn- og framhaldsskóla, en veitt- ur var styrkuð til þátttöku íslenskra skóla í 37 verkefnum. Þrír skólar á Vesturlandi fá styrk úr menntahluta erasmus+ í ár og öll falla þau verkefni undir flokkinn samstarf skóla. Í þeim flokki voru styrkt 34 verkefni þar sem megin- áherslan er á samstarf skóla, starfs- manna þeirra og nemenda. „Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tæki- færi til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun,“ segir í tilkynningu á vef erasmus+ verkefnisins. skól- arnir þrír á Vesturlandi sem fengu styrk að þessu sinni eru brekku- bæjarskóli á Akranesi, Fjölbrauta- skóli snæfellinga og Grunnskólinn í borgarnesi. brekkubæjarskóli fær styrk sem nemur 34.694 evrum vegna verk- efnisins „And... action!“, Fjöl- brautaskóli snæfellinga fær styrk upp á 34.890 evrur vegna verk- efnisins „science around us“ og Grunnskólinn í borgarnesi fær 34.156 evra styrk vegna verkefnis- ins „enjoyable MAtHs“. kgk Þrír skólar á Vesturlandi fá styrk úr menntahluta Erasmus+ Fulltrúar Erasmus+ samstarfsverkefna á sviði leik-, grunn og framhaldsskóla ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi. bólefni gegn inflúensu er komið til landsins. ekki gafst kostur á meira en 65.000 skömmtum af bóluefn- inu hingað til lands í ár en það er töluvert minna en hefur verið síð- ustu ár. Gripið hefur verið til þess ráðs að gefa heilsugæslustöðvum, læknastofum og öðrum sjúkrastof- um forskot til að panta bóluefni frá 10. september til 24. septem- ber. Þórólfur Guðnason sóttvarn- arlæknir segir að Íslendingar gætu lent í vandræðum í vetur. Oftast hafi Ísland fengið fleiri skammta og bara á síðast ári voru notaðir um 70.000 skammtar af bóluefninu og árið þar á undan tæplega 69.000. Í tilkynningu á vef embætt- is landlæknis er mælst til þess að áhættuhópar hafi forgang að bólu- setningu. Í áhættuhópi teljast ein- staklingar 60 ára og eldri, öll börn og fullorðnir sem þjást af lang- vinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbæl- andi sjúkdómum. Þá tilheyra einn- ig þungaðar konur áhættuhópnum sem og heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhóp- um. 24. september næstkomandi geta aðrir aðilar sem leyfi hafa til bólu- setningar pantað bóluefnið á með- an birgðir endast. eins og undan- farin ár er ekki vitað nákvæmlega hvaða inflúensa muni herja á lands- menn veturinn 2018-2019. búast má við inflúensunni í kringum ára- mótin en oftast er byrjað að bólu- setja í október. bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60-70% vörn gegn sjúkdómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflú- ensu eru allar líkur á því að sjúk- dómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur. klj Minna til af bóluefni gegn inflúensu en síðustu ár Á föstudaginn var und- irritaður verksamn- ingur milli borgar- verks ehf annars veg- ar, og borgarbyggðar, Veitna ohf, Rarik ohf, Mílu ehf og Gagna- veitu Reykjavíkur ehf hins vegar, um gatna- gerð og tilheyrandi lagnakerfi í nýrri götu, Rjúpuflöt á Hvann- eyri. Á vef borgar- byggðar segir að hér sé um fyrsta samning- inn að ræða sem gerð- ur er um gatnagerð í sveitarfélaginu frá því fyrir hrun. Að því leyti markar hann tímamót. mm Hér eru Jökull Helgason og Gíslai Karel Halldórsson frá Verkís hf, Óskar Sigvaldason frá Borgar- verki og Gunnlaugur A. Júlíusson og Ragnar Frank Kristjánsson frá Borgarbyggð við undirritun samningsins. Ljósm. Borgarbyggð. Fyrsti samningur um gatnagerð frá hruni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.