Skessuhorn


Skessuhorn - 19.09.2018, Síða 13

Skessuhorn - 19.09.2018, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. SepteMBeR 2018 13 Sjúkraflutningsmaður óskast í hlutastarf hjá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Borgarnesi. Um er að ræða bakvaktir og afleysingar. Æskilegt er að viðkomandi hafa grunnmenntun sjúkraflutninga EMT-B, ökuréttindi og aukin ökuréttindi C1 (7.500kg) (Ekki skilyrði) Viðkomandi þarf að hafa góða líkamsburði, gott líkamlegt og andlegt heilbrigði. Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð. Frumkvæði, metnað, reglu- og samviskusemi. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 30.09. 2019. Upplýsingar um starfið gefur: Gísli Björnsson Yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. s. 893 1367 gisli.bjornsson@hve.is Sjúkraflutningar - Borgarnes Laugardaginn 15. september síðast- liðinn voru liðin 25 ár síðan ÍA sigr- aði hollenska stórliðið Feyenoord í 1. umferð evrópukeppni meistara- liða. Liðin mættust á Laugardals- velli þennan dag árið 1993 og lauk leiknum með 1-0 sigri Skagamanna. Sigur ÍA á Feyenoord hefur lengi verið talinn einn sá fræknasti sem íslenskt félagslið hefur nokkru sinni unnið. Fáir bjuggust við þessum úr- slitum fyrir leikinn og vöktu þau at- hygli um alla evrópu. Þrumuskalli Óla Þórðar eina mark leiksins skoraði Ólaf- ur Þórðarson á 75. mínútu með þrumuskalla eftir lipra skyndisókn Skagamanna. Sigursteinn Gíslason lyfti boltanum snyrtilega úr á Mi- hajlo Bibercic á vinstri kantinum. Þaðan lagði hann boltann á Harald Ingólfsson en tók sjálfur á rás upp kantinn. Haraldur sendi boltann í svæði ofar á vinstri kantinum, beint í hlaupalínu Bibercis, sem kom síð- an með fyrirgjöfina sem sveif í átt að vítapunktinum. Þar kom Ólaf- ur á fleygiferð, stakk sér fram fyrir varnarmann Feyenoord og stangaði boltann í hornið niðri. „Það flaug í gegnum hugann þegar sending- in kom frá Bibercic, að setja hann í hornið. Ég smeygði mér framhjá varnarmanninum og hitti boltann vel og það var gaman að sjá hann hafna í netinu. Þetta er án efa eitt fallegasta og mikilvægasta markið á ferlinum,“ sagði Ólafur Þórðarson í samtali við Morgunblaðið að leik loknum. Sigurður Jónsson tók undir það með liðsfélaga sínum. „Við lék- um vel í fyrri hálfleik og létum þá boltann ganga en það gekk ekki al- veg eins vel í þeim seinni, eða þar til þetta líka mark kom - þvílíkt mark frá minnsta leikmanninum á vell- inum. Annars er Óli búinn að vera að gera þetta á æfingum svo þetta kom ekkert á óvart,“ sagði Sigurð- ur og hló. „Hneyksli“ sögðu hol- lenskir fjölmiðlar Hollenskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Feyeno- ord í leiknum gegn ÍA. Hollensku meistararnir voru þá taplausir á tímabilinu, þar til á Laugardals- velli. „Hneyksli að 11 ólaunað- ir leikmenn í pínulitlu félagi á Ís- landi vinni besta knattspyrnulið Hollands,“ sagði í einu blaðanna. „Skagamenn léku mjög vel og miklu betur en við bjuggumst við. Það er ótrúlegt að þessir leikmenn skuli vera áhugamenn. Það eru marg- ir góðir leikmenn í liðinu sem ráða yfir góðri knatttækni,“ sagði errol Refus, hægri bakvörður Feyenoord, í samtali við Morgunblaðið. tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir frá Akranesi höfðu gengið í raðir Feyenoord frá ÍA árið áður og Arnar spilaði fyrir Feyeno- ord í leiknum á Laugardalsvelli. „Skagamenn spiluð mjög vel og náðu að loka vel svæðum Ég fékk ekki mikið rými á kantinum,“ sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið eftir leik. „Mér leið mjög undarlega í leiknum. Það var skrýtið að leika gegn sínum gömlu félögum. Satt að segja vissi ég stundum ekki hvort ég væri að fara eða koma.“ „Hafði allan tímann á tilfinningunni að við værum betri“ Á þessum tíma voru Skagamenn með feykilega öflugt lið, líklega eitt af þeim sterkustu sem teflt hefur verið fram hérlendis fyrr og síðar og þeir fóru í alla leiki til að vinna. „Hugarfarið í liðinu á þessum tíma var þannig að við trúðum því ekki að við gætum tapað leikjum,“ sagði Sigursteinn Gíslason í viðtali um leikinn sem birtist árið 2011. Sigur- steinn lék afar vel í leiknum gegn Feyenoord og var einn af bestu mönnum vallarins. „Ég hafði það allan tímann á tilfinningunni að við værum betri. Baráttan var mikil í liðinu og þeir náðu sjaldan að skapa sér færi,“ sagði Lúkas Kostic, fyrir- liði ÍA í leiknum. „Við lékum okkar bolta og bárum enga virðingu fyrir þeim. Það þarf kjark og sjálfstraust í svona leik og við höfðum það,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna kampakátur í samtali við Morgunblaðið eftir leik. Tap í seinni leiknum Hollandsmeistarar Feyenoord sýndu mátt sinn og megin í síðari leik liðanna í Rotterdam og unnu öruggan 3-0 sigur sem fleytti þeim áfram í næstu umferð keppninn- ar. ÍA féll þar með úr leik en með mikilli sæmd. Yfir þúsund Íslend- ingar mættu á völlinn í Rotter- dam og vakti það mikla athygli. „Ís- lensku stuðningsmennirnir sköp- uðu frábæra stemningu í bænum og komu Hollendingum á óvart. Það átti enginn von á svona frá litla Ís- landi,“ sagði Sigursteinn Gíslason um síðari leikinn. kgk Menntunar- og hæfniskröfur:  Þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun  Reynsla af starfi með fötluðum  Góðir skipulagshæfileikar  Hæfni í mannlegum samskiptum Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:  Sér um stjórnun, áætlanagerð og rekstur Öldunnar  Ber ábyrgð á innra starfi, starfsmannamálum og samskiptum við aðstandendur og samstarfsaðila  Ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og rekstraráætlunum  Veitir leiðsögn til starfsmanna og leiðbeinenda  Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast Öldunni Forstöðumaður Öldunnar, Borgarnesi Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu forstöðumanns Öldunnar, verndaðs vinnustaðar í Borgarnesi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Aldan starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. og sér um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri, sími 433-7100 á vildis@borgarbyggd.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Borgarbyggð á borgarbyggd@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 1. október 2018. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Aldarfjórðungur síðan ÍA lagði Feyenoord Skagamennirnir Arnar Gunnlaugsson og Sturlaugur Haraldsson eigast við í leik ÍA og Feyenoord á Laugardalsvelli 15. september. Ljósm. KFÍA. Ólafur Þórðarson í þann mund að stanga boltann í netið og tryggja ÍA frækinn sigur á hollensku meisturunum. Ljósm. KFÍA. Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is. Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna www.skessuhorn.is þar sem boðið er upp á helstu stærðir vefborða. Nánari upplýsingar í síma 433-5500.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.