Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2018, Qupperneq 2

Skessuhorn - 10.10.2018, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 20182 hvet þá sem hafa áhuga að nýta sér tækifærið og sækja um á meðan þessi valmöguleiki er fyrir hendi,“ sagði Sævar. Eins og áður hefur komið fram er það verktakafyrirtækið Modulus sem mun annast bygginguna fyrir Bjarg og arkitekt húsanna er Svava Björg Jónsdóttir. Hagsýni er höfð að leiðarljósi við hönnun íbúðanna til að halda leiguverði lágu, enda Bjargi ætlað að skapa tekjulægri hópum gott og öruggt leiguhúsnæði. Til að halda leiguverði lágu er meðal ann- ars horft til fermetrafjölda. Íbúð- irnar sem Bjarg byggir á Akranesi verða 40,4 fermetra stúdíóíbúðir, 52 fermetra tveggja herbergja íbúðir, 77 fermetra þriggja herbergja íbúð- ir og 93 fermetra fjögurra herbergja íbúðir. Gert er ráð fyrir að afhending íbúðanna til leigutaka verði í tvennu lagi næsta sumar; 1. júní annars veg- ar og 1. júlí hins vegar. Akranes- kaupstaður mun fá 25% íbúðanna til ráðstöfunar, samkvæmt samkomu- lagi bæjaryfirvalda við íbúðafélagið Bjarg. kgk Um næstu helgi, 12.-14. október, verð- ur stór og vegleg landbúnaðarsýning haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Markmiðið með sýningunni er að kynna íslenskan landbúnað og leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í at- vinnugreininni. Sjá nánar um sýninguna í blaðinu. Mjög breytilegt veður verður næstu daga. Á fimmtudaginn gengur í aust- an 13-20 m/s, hvassast verður með suð- vesturströndinni. Rigning verður víða um land en slydda eða snjókoma til fjalla í fyrstu. Hlýnandi veður, hiti 6-13 stig síðdegis. Suðlægari um kvöldið, dregur úr vindi og þurrt norðanlands. Á föstudaginn verður austan 5-10 m/s, skýjað og þurrt að kalla, en hægari og bjart norðan til. Gengur í norðan 10-18 m/s um kvöldið með rigningu um land- ið austanvert. Hiti 3-8 stig. Á laugardag- inn er útlit fyrir norðvestan 8-13 m/s á norðanverðu landinu með rigningu við sjóinn, en slyddu eða snjókomu inn til landsins. Hægari vindur og bjartviðri sunnan til. Hiti frá frostmarki í innsveit- um fyrir norðan, upp í 8 stig með suð- austurströndinni. Lægir víða um kvöldið með þurru veðri og kólnandi. Á sunnu- dag og mánudag verður fremur hæg suðlæg átt og dálitlir skúrir sunnan- lands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 2-7 stig. Útlit er fyrir að það verði yfirleitt þurrt á landinu og bjart með köflum á mánudag. Í síðustu viku var spurt „Hversu lengi á dag notarðu tölvu og/eða síma að jafn- aði?“ Langflestir játuðu á sig „0-2 tíma“ notkun, eða um 30% svarenda. Næst- flestir sögðust eyða „3-4 tímum“ í tækj- unum eða 25%. 11% sögðust nota tölvu eða síma í „9-10 tíma“ og í „5-6 tíma“. 9% nota tækin í „7-8 tíma“ og 7% sögð- ust nota tækin í „13 tíma eða meira“. 5% svarenda sögðust nota tölvu eða síma í „11-12 tíma“. Aðeins 2% sögðust „eigin- lega ekkert“ nota tölvu eða síma. Í næstu viku er fólk boðið að botna málshátt. Guðrún Emelía Daníelsdóttir eða Gunna Dan eins og flestir þekkja hana er Vest- lendingur vikunnar að þessu sinni. Hún safnaði rúmum 1,2 milljónum króna til styrktar forvarnarstarfi sem Minningar- sjóður Einars Darra stendur fyrir með Spinninghópnum sínum, Spinnigal í Borgarnesi. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Tilboð opnuð í lagningu ljósleiðara Hjá Ríkiskaupum voru í gær opnuð tilboð í lagningu ljós- leiðara í dreifbýli Borgar- byggðar. Þrjú tilboð bár- ust og kom hæsta tilboð- ið frá Þjótanda ehf. að upp- hæð 1.127.938.710 krón- ur. Næsthæsta tilboðið átti Borgarverk ehf. að upp- hæð 1.032.904.586 krónur. Lægsta tilboðið kom frá SH Leiðaranum ehf. og hljóð- aði það upp á 774.861.244 krónur. Um er að ræða eitt stærsta verkefni í ljósleiðara- lagningu í dreifbýli á Íslandi. Eins og fram hefur komið í frétt Skessuhorns fól sveitar- stjórn Borgarbyggðar Ríkis- kaupum að hafa umsjón með gerð útboðsins. -arg Með alltof þunga kerru í eftirdragi VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi hafði í lið- inni viku afskipti af öku- manni bifreiðar með kerru í eftirdragi í þann mund sem henni var ekið út á Snæ- fellsnesveg. Vakti athygli lögreglumanna að bifreið- in virtist láta illa að stjórn. Stórt og mikið timburbúnt var á kerrunni, óbundið og stóð langt aftur af henni. Þar að auki var kerran ljóslaus og óskráð. Að sögn lögreglu var kerran tekin og vigtuð, en um venjulega fólksbílakerru var að ræða. Þær mega bera 750 kg. En þessi kerra vigt- aði hvorki meira né minna en 1.600 kg, eða 850 kg yfir leyfilegri hámarksþyngd. Mjög há sekt er við brotum af þessu tagi, að sögn lög- reglu. Fimm ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi LVL í liðinni viku grunaðir um akstur undir áhrifum fíkni- efna. Að öðru leyti var vikan fremur tíðindalítil að sögn lögreglu, en þó alltaf nóg að sýsla við eftirlit og annað. -kgk Leikskólinn Klettaborg 40 ára BORGARNES: Leikskól- inn Klettaborg í Borgar- nesi verður fjörutíu ára 11. október næstkomandi. Starf- semi í húsinu hófst 11. októ- ber 1978. Börn og starfsfólk leikskólans hafa í samein- ingu skipulagt afmælisdag- inn og verður skemmtun all- an daginn. Foreldrar og aðr- ir velunnarar eru velkomnir í heimsókn til að þiggja veit- ingar í leikskólanum milli kl. 15 og 16. -klj Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp þann úr- skurð 21. september síðastliðinn að fella skuli úr gildi ákvörðun bygg- ingafulltrúans í Borgarbyggð frá 3. ágúst 2017 þar sem hann samþykkti umsókn um byggingarleyfi til að út- búa þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð Egilsgötu 6 í Borgarnesi og breyta annarri hæð hússins. Mál þetta á sér langa forsögu. Það var Ikan ehf., eigandi húseignarinnar að Borgar- braut 4, sem kærði ákvörðun bygg- ingafulltrúa á sínum tíma og krafð- ist þess að ákvörðun hans yrði felld úr gildi. Í niðurstöðum úrskurð- arnefndar er málið reifað ítarlega og m.a. vísað í þann ágalla á af- greiðslu byggingarleyfis að meira en ár hefði liðið frá því grenndar- kynning fór fram þar til byggingar- leyfi var gefið út. Á grundvelli þess var byggingarleyfi fellt úr gildi. Nú hefur verið ákveðið að umhverf- is- og skipulagssvið Borgarbyggð- ar mun taka málið til meðferðar á nýjan leik og framkvæma grennd- arkynningu til undirbúnings nýju byggingarleyfi. Málið var tekið fyrir á fundi um- hverfis-, skipulags- og landbúnað- arnefndar Borgarbyggðar 28. sept- ember síðastliðinn. Þar var lögð fram endurnýjuð umsókn eigenda beggja hæða í húseigninni Eg- ilsgötu 6 þar sem farið er fram á byggingarleyfi til að „breyta íbúð- arhúsi og geymslu á lóð nr. 6 við Egilsgötu, í þrjár studíóíbúðir á 1. hæð og eina íbúð á 2. hæð með breytingum, samkv. meðf. teikn. dags. 05.02.2013 frá Ragnari Má Ragnarssyni byggingarfr. Akra- nesi. Ásamt afstöðumynd. Stærðir óbreyttar,“ eins og segir í bókun nefndarinnar, sem jafnframt sam- þykkti: „Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að málið fari í grenndarkynningu og felur Umhverfis- og skipulagssviði að kynna nágrönnum sem hags- muna eiga að gæta, fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Hagsmuna- ðilar hafa fjögurra vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Að þeim tíma liðnum mun umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd taka afstöðu til athugasemda og gefa umsögn um athugasemdir til sveitarstjórnar.“ Jafnframt kvað úrskurðarnefndin upp þann úrskurð í öðru málsnú- meri 21. september að Borgar- byggð skuli án ástæðulauss drátt- ar, afgreiða beiðni Ikan ehf. um aðgang að öllum gögnum vegna fyrrgreindrar afgreiðslu bygginga- fulltrúans og veiti kæranda þau gögn sem hann krafðist. Þar fór Ikan fram á að fá afrit; „allra bréfa og tölvupósta, sem og upplýsingar um öll skráð samskipti sveitarfélags- ins við eigendur áðurnefnds gisti- húss, frá ársbyrjun 2013 til október 2017. Jafnframt var farið fram á af- hendingu sambærilegra upplýsinga sem tengdust samskiptum sveitar- félagsins við atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið vegna kæru á rekstrarleyfi gistihúss.“ Í viðtali við Gunnlaug A Júlíusson sveitarstjóra kom fram að umbeðin gögn hefðu verið send fyrirspyrjanda 31. októ- ber 2017. Þau hafi verið send á nýj- an leik sem og til Úrskurðarnefnd- ar umhverfis- og auðlindamála. Úr- skurðarnefndin vísaði öðrum hluta kærumálins frá. mm Byggingarleyfi fellt úr gildi og málið tekið upp að nýju Egilsgata 4 og 6 í Borgarnesi. Ljósm. arg. Fyrsta skóflustungan að íbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir á Akra- nesi var tekin síðastliðinn fimmtu- dagsmorgun. Íbúðirnar verða 33 talsins og munu rísa við Asparskóga 12, 14 og 16. Við skóflustunguna voru saman komnir fulltrúar Akraneskaupstað- ar, Bjargs íbúðafélags, verkalýðs- hreyfingarinnar og Modulusar. Allir sem kváðu sér hljóðs áður en skóflu var stungið í jörð lýstu ánægju sinni með verkefnið, undirbúning þess og ekki síst að framkvæmdir væru nú formlega hafnar. Opnað var fyr- ir umsóknir um íbúðirnar um miðj- an síðasta mánuð og fjölmargir hafa þegar sótt um. Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri á Akranesi, sagði ánægjulegt hve vel verkefninu hefði verið tekið. „Ánægjulegt er að vita að umsóknir séu orðnar 81 talsins um húsnæði við Asparskóga á Akra- nesi og það er greinilegt að vel er tekið í þennan nýja búsetukost. Ég Framkvæmdir hafnar við leigíbúðir Bjargs á Akranesi Fyrsta skóflustungan tekin að leiguíbúðum Bjargs íbúðafélags við Asparskóga á Akranesi. Teikning að Asparskógum 12. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.